Feðgar sem skutu óvopnaðan skokkara handteknir Samúel Karl Ólason skrifar 8. maí 2020 10:49 Gregory Johns McMichael og Travis James McMichael, eftir að þeir voru handteknir í gærkvöldi. Vísir/AP Saksóknarar í Georgíu hafa ákært feðga sem sakaðir eru um að hafa skotið óvopnaðan svartan mann í febrúar fyrir morð. Feðgarnir voru handteknir degi eftir að Georgia Bureau of Investigation, æðsta lögregluembætti ríkisins, tók yfir rannsókn málsins. Feðgarnir heita Gregory McMichael og Travis McMichael. Í febrúar urðu þeir varir við hinn 25 ára gamla Ahmaud Arbery hlaupa í hverfi þeirra í Brunswick í Georgíu. Þeir sóttu vopn og ákváðu að elta Arbery þar sem hann átti að líkjast manni sem hafði framið innbrot í hverfinu. Eftirför þeirra endaði á því að Arbery var skotinn til bana. Sjá einnig: Skotinn til bana óvopnaður úti að hlaupa Aðstandendur Arbery fagna því að feðgarnir hafi verið handteknir og ákærðir en segja það hafa tekið allt of langan tíma. Rannsókn fór fram en engar ákærur voru lagðar fram. Myndband af atvikinu birtist þó á netinu í vikunni og leiddi það til mikillar bræði í Bandaríkjunum. Málið hefur valdið bræði meðal svartra Bandaríkjamanna.AP/Bobby Haven Komið hefur í ljós að málið er nú á sínum þriðja saksóknara því tveir höfðu áður lýst yfir vanhæfi vegna tengsla við Gregory McMichael, sem starfaði áður fyrir lögregluna í þrjá áratugi. Bæði sem lögregluþjónn og rannsóknarlögreglumaður. Annar saksóknarinn, George E. Barnhill, hafði þó skrifað bréf þar sem hann sagði ekki tilefni til að handtaka né ákæra feðgana. Þeir hafi hagað sér innan laga varðandi borgaralegar handtökur og sjálfsvörn. Það bréf var skrifað í síðasta mánuði. Í því sagði Barnhill að feðgarnir hafi verið með skotvopnaleyfi og þeir hafi verið í rétti með að elta mann sem þeir grunuðu um þjófnað. Vitnaði hann í lög um að „borgari megi handtaka brotamann sé afbrot framið í návist hans eða með vitneskju“. Barnhill sagði eining að að Arbery hefði ráðist á Travis McMichael og því hafi feðgarnir verið í rétti þegar þeir vörðu sig og skutu Arbery til bana. Hann þurfti þó að að lýsa yfir vanhæfi seinna meir, eins og áður hefur komið fram. Saksóknarinn vísaði í áðurnefnt myndband í bréfi sínu en það var tekið af þriðja manninum sem hafði gengið til liðs við feðgana í því að elta Arbery uppi. Hér má sjá mest allt myndbandið en það var meðal annars birt af einum lögmanna fjölskyldu Arbery. The series of events captured in this video confirm what all the evidence indicated prior to its release Ahmaud Arbery was pursued by three white men that targeted him solely because of his race and murdered him without justification. This is murder. pic.twitter.com/v4TAs0RjO7— S. Lee Merritt, Esq. (@MeritLaw) May 5, 2020 Klippt er á myndbandið áður en þriðja skotinu var hleypt af og við það féll Arbery í jörðina. Hann lést áður en lögregluþjóna bar að garði. Það sýnir Arbery skokka eftir vegi, á leið, sem hann er sagður hafa skokkað nánast daglega. Sá sem tók myndbandið var að elta hann og feðgarnir sátu í vegi hans. Arbery virtist reyna að skokka fram hjá bílnum en utan sjónarhorns myndavélarinnar endaði hann í átökum við Travix McMichael um byssu hans. Feðgarnir segjast hafa verið að verja sig og tók minnst einn saksóknari undir þá vörn þeirra. Aðrir segja þó að lögin um borgaralegar handtökur geri fólki ekki kleift að mynda vopnaða hópa og sitja fyrir fólki. Myndbandið sýni þar að auki að Arbery var sjálfur að reyna að verjast feðgunum, sem sátu fyrir honum vopnaðir. Eftir að myndbandið var birt á netinu var tilkynnt að sérstakur ákærudómstóll yrði kallaður til og hann myndi ákveða hvort ákærur yrðu lagðar fram. Þá tilkynnti Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu, að GBI myndi rannsaka málið. Starfsmenn GBI handtóku feðgana svo í gærkvöldi. The GBI will hold a press conference providing more details on the arrests of the McMichaels tomorrow at 9am. The attorney for the #AhmaudArbery family (@MeritLaw) says an investigation into the person who recorded the video, William Bryan, is still underway. @wjxt4 pic.twitter.com/iz4U1Cj2Vx— Kelly Wiley (@KellyWileyNews) May 8, 2020 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Drápið á Ahmaud Arbery Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Saksóknarar í Georgíu hafa ákært feðga sem sakaðir eru um að hafa skotið óvopnaðan svartan mann í febrúar fyrir morð. Feðgarnir voru handteknir degi eftir að Georgia Bureau of Investigation, æðsta lögregluembætti ríkisins, tók yfir rannsókn málsins. Feðgarnir heita Gregory McMichael og Travis McMichael. Í febrúar urðu þeir varir við hinn 25 ára gamla Ahmaud Arbery hlaupa í hverfi þeirra í Brunswick í Georgíu. Þeir sóttu vopn og ákváðu að elta Arbery þar sem hann átti að líkjast manni sem hafði framið innbrot í hverfinu. Eftirför þeirra endaði á því að Arbery var skotinn til bana. Sjá einnig: Skotinn til bana óvopnaður úti að hlaupa Aðstandendur Arbery fagna því að feðgarnir hafi verið handteknir og ákærðir en segja það hafa tekið allt of langan tíma. Rannsókn fór fram en engar ákærur voru lagðar fram. Myndband af atvikinu birtist þó á netinu í vikunni og leiddi það til mikillar bræði í Bandaríkjunum. Málið hefur valdið bræði meðal svartra Bandaríkjamanna.AP/Bobby Haven Komið hefur í ljós að málið er nú á sínum þriðja saksóknara því tveir höfðu áður lýst yfir vanhæfi vegna tengsla við Gregory McMichael, sem starfaði áður fyrir lögregluna í þrjá áratugi. Bæði sem lögregluþjónn og rannsóknarlögreglumaður. Annar saksóknarinn, George E. Barnhill, hafði þó skrifað bréf þar sem hann sagði ekki tilefni til að handtaka né ákæra feðgana. Þeir hafi hagað sér innan laga varðandi borgaralegar handtökur og sjálfsvörn. Það bréf var skrifað í síðasta mánuði. Í því sagði Barnhill að feðgarnir hafi verið með skotvopnaleyfi og þeir hafi verið í rétti með að elta mann sem þeir grunuðu um þjófnað. Vitnaði hann í lög um að „borgari megi handtaka brotamann sé afbrot framið í návist hans eða með vitneskju“. Barnhill sagði eining að að Arbery hefði ráðist á Travis McMichael og því hafi feðgarnir verið í rétti þegar þeir vörðu sig og skutu Arbery til bana. Hann þurfti þó að að lýsa yfir vanhæfi seinna meir, eins og áður hefur komið fram. Saksóknarinn vísaði í áðurnefnt myndband í bréfi sínu en það var tekið af þriðja manninum sem hafði gengið til liðs við feðgana í því að elta Arbery uppi. Hér má sjá mest allt myndbandið en það var meðal annars birt af einum lögmanna fjölskyldu Arbery. The series of events captured in this video confirm what all the evidence indicated prior to its release Ahmaud Arbery was pursued by three white men that targeted him solely because of his race and murdered him without justification. This is murder. pic.twitter.com/v4TAs0RjO7— S. Lee Merritt, Esq. (@MeritLaw) May 5, 2020 Klippt er á myndbandið áður en þriðja skotinu var hleypt af og við það féll Arbery í jörðina. Hann lést áður en lögregluþjóna bar að garði. Það sýnir Arbery skokka eftir vegi, á leið, sem hann er sagður hafa skokkað nánast daglega. Sá sem tók myndbandið var að elta hann og feðgarnir sátu í vegi hans. Arbery virtist reyna að skokka fram hjá bílnum en utan sjónarhorns myndavélarinnar endaði hann í átökum við Travix McMichael um byssu hans. Feðgarnir segjast hafa verið að verja sig og tók minnst einn saksóknari undir þá vörn þeirra. Aðrir segja þó að lögin um borgaralegar handtökur geri fólki ekki kleift að mynda vopnaða hópa og sitja fyrir fólki. Myndbandið sýni þar að auki að Arbery var sjálfur að reyna að verjast feðgunum, sem sátu fyrir honum vopnaðir. Eftir að myndbandið var birt á netinu var tilkynnt að sérstakur ákærudómstóll yrði kallaður til og hann myndi ákveða hvort ákærur yrðu lagðar fram. Þá tilkynnti Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu, að GBI myndi rannsaka málið. Starfsmenn GBI handtóku feðgana svo í gærkvöldi. The GBI will hold a press conference providing more details on the arrests of the McMichaels tomorrow at 9am. The attorney for the #AhmaudArbery family (@MeritLaw) says an investigation into the person who recorded the video, William Bryan, is still underway. @wjxt4 pic.twitter.com/iz4U1Cj2Vx— Kelly Wiley (@KellyWileyNews) May 8, 2020
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Drápið á Ahmaud Arbery Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent