Segir ríkisstjórnina fasta í sandkassaleik og skotgrafahernaði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. maí 2020 21:15 Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina stunda sandkassaleik og skotgrafahernað á tímum neyðarástands. Það sé óásættanlegt að ríkisstjórnin sé ekki tilbúin að styðja eina einustu tillögu stjórnarandstöðunnar á meðan stjórnarandstaðan sé reiðubúin að styðja góðar tillögur ríkisstjórnarinnar. Annarri umræðu lauk á Alþingi fyrr í dag um bandormsfrumvarp fjármálaráðherra vegna hluta þeirra efnahagsaðgerða sem ríkisstjórnin hefur boðað. Stjórnarandstaðan gerði nokkrar breytingatillögur við bandorminn sem allar voru felldar að lokinni annarri umræðu fyrr í dag, meðal annars tillaga Samfylkingarinnar um að námsmenn fái rétt til atvinnuleysisbóta í sumar. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir þetta mikil vonbrigði. Hann lýsir jafnframt óánægju með fjáraukalög 2020 sem nú eru til umræðu á Alþingi en hann skilaði séráliti þegar málið var afgreitt úr fjárlaganefnd. „Í fyrsta lagi er ekki minnst einu orði á orðið heimili í þessum fjárauka og í öðru lagi er þessi ríkisstjórn ekki að fara að hækka atvinnuleysisbætur. Þannig að þessi ríkisstjórn ætlast til þess að fólk lifi hér á 290 þúsund krónum á mánuði sem er skammarlega lágt,“ segir Ágúst Ólafur. Segir aðgerðirnar metnaðarlausar „Ég hef sömuleiðis áhyggjur af að það sé ekki nóg gert fyrir lítil fyrirtæki, þau virðast algjörlega gleymast hvað þetta varðar og svo í fjórða lagi eru engar verklegar framkvæmdir í þessum fjárauka,“ segir Ágúst Ólafur en gert er ráð fyrir ríflega 13 milljarða útgjaldaaukningu í frumvarpinu. „Sem er um 1% af ríkisútgjöldunum, finnst þessu fólki það virkilega nægjanlegt í því andrúmslofti sem við erum að kljást við?“ spyr Ágúst. Hann kveðst ekki bjartsýnn á að einhverjar af tillögum stjórnarandstöðunnar við fjáraukalögin verði samþykkt í kvöld. „Nei því miður, við erum að fara að leggja hér fram til dæmis að auka álagsgreiðslur til framlínufólks í heimsfaraldrinum, þannig að það nái til allra hjúkrunarheimila eða löggæslu, það fólk er skilið eftir, þau munu fella það,“ segir Ágúst og heldur áfram. „Við erum að mælast hér til að námsmenn eigi rétt á atvinnuleysisbótum í sumar, þau eru nú þegar búin að fella það,“ segir Ágúst Ólafur. Þá vill hann að betur verði gert við fjölmiðla og að betur verði í lagt hvað varðar nýsköpun. „Mér finnst þetta bara allt of lítið, metnaðarlaust og er alls ekki að svara því kalli sem hér er til að mæta dýpstu kreppu í hundrað ár.“ Aðspurður segir hann Samfylkinguna þó munu styðja frumvarp ríkisstjórnarinnar. „Við munum styðja allar góðar tillögur ríkisstjórnarinnar en við skulum snúa þessu við. Það er ótrúlega merkilegt að ríkisstjórnin er ekki til í að styðja eina einustu tillögu frá stjórnarandstöðunni,“ segir Ágúst Ólafur. „Þessi ríkisstjórn er föst í algjörum sandkassaleik og skotgrafahernaði á tímum neyðarástands sem að við eigum ekkert að sætta okkur við. Við erum til í að styðja þeirra tillögur, hvernig stendur á því að þau eru ekki til í að styðja eina einustu tillögu frá okkur?“ Alþingi Samfylkingin Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Sjá meira
Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina stunda sandkassaleik og skotgrafahernað á tímum neyðarástands. Það sé óásættanlegt að ríkisstjórnin sé ekki tilbúin að styðja eina einustu tillögu stjórnarandstöðunnar á meðan stjórnarandstaðan sé reiðubúin að styðja góðar tillögur ríkisstjórnarinnar. Annarri umræðu lauk á Alþingi fyrr í dag um bandormsfrumvarp fjármálaráðherra vegna hluta þeirra efnahagsaðgerða sem ríkisstjórnin hefur boðað. Stjórnarandstaðan gerði nokkrar breytingatillögur við bandorminn sem allar voru felldar að lokinni annarri umræðu fyrr í dag, meðal annars tillaga Samfylkingarinnar um að námsmenn fái rétt til atvinnuleysisbóta í sumar. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir þetta mikil vonbrigði. Hann lýsir jafnframt óánægju með fjáraukalög 2020 sem nú eru til umræðu á Alþingi en hann skilaði séráliti þegar málið var afgreitt úr fjárlaganefnd. „Í fyrsta lagi er ekki minnst einu orði á orðið heimili í þessum fjárauka og í öðru lagi er þessi ríkisstjórn ekki að fara að hækka atvinnuleysisbætur. Þannig að þessi ríkisstjórn ætlast til þess að fólk lifi hér á 290 þúsund krónum á mánuði sem er skammarlega lágt,“ segir Ágúst Ólafur. Segir aðgerðirnar metnaðarlausar „Ég hef sömuleiðis áhyggjur af að það sé ekki nóg gert fyrir lítil fyrirtæki, þau virðast algjörlega gleymast hvað þetta varðar og svo í fjórða lagi eru engar verklegar framkvæmdir í þessum fjárauka,“ segir Ágúst Ólafur en gert er ráð fyrir ríflega 13 milljarða útgjaldaaukningu í frumvarpinu. „Sem er um 1% af ríkisútgjöldunum, finnst þessu fólki það virkilega nægjanlegt í því andrúmslofti sem við erum að kljást við?“ spyr Ágúst. Hann kveðst ekki bjartsýnn á að einhverjar af tillögum stjórnarandstöðunnar við fjáraukalögin verði samþykkt í kvöld. „Nei því miður, við erum að fara að leggja hér fram til dæmis að auka álagsgreiðslur til framlínufólks í heimsfaraldrinum, þannig að það nái til allra hjúkrunarheimila eða löggæslu, það fólk er skilið eftir, þau munu fella það,“ segir Ágúst og heldur áfram. „Við erum að mælast hér til að námsmenn eigi rétt á atvinnuleysisbótum í sumar, þau eru nú þegar búin að fella það,“ segir Ágúst Ólafur. Þá vill hann að betur verði gert við fjölmiðla og að betur verði í lagt hvað varðar nýsköpun. „Mér finnst þetta bara allt of lítið, metnaðarlaust og er alls ekki að svara því kalli sem hér er til að mæta dýpstu kreppu í hundrað ár.“ Aðspurður segir hann Samfylkinguna þó munu styðja frumvarp ríkisstjórnarinnar. „Við munum styðja allar góðar tillögur ríkisstjórnarinnar en við skulum snúa þessu við. Það er ótrúlega merkilegt að ríkisstjórnin er ekki til í að styðja eina einustu tillögu frá stjórnarandstöðunni,“ segir Ágúst Ólafur. „Þessi ríkisstjórn er föst í algjörum sandkassaleik og skotgrafahernaði á tímum neyðarástands sem að við eigum ekkert að sætta okkur við. Við erum til í að styðja þeirra tillögur, hvernig stendur á því að þau eru ekki til í að styðja eina einustu tillögu frá okkur?“
Alþingi Samfylkingin Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Sjá meira