Segir ríkisstjórnina fasta í sandkassaleik og skotgrafahernaði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. maí 2020 21:15 Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina stunda sandkassaleik og skotgrafahernað á tímum neyðarástands. Það sé óásættanlegt að ríkisstjórnin sé ekki tilbúin að styðja eina einustu tillögu stjórnarandstöðunnar á meðan stjórnarandstaðan sé reiðubúin að styðja góðar tillögur ríkisstjórnarinnar. Annarri umræðu lauk á Alþingi fyrr í dag um bandormsfrumvarp fjármálaráðherra vegna hluta þeirra efnahagsaðgerða sem ríkisstjórnin hefur boðað. Stjórnarandstaðan gerði nokkrar breytingatillögur við bandorminn sem allar voru felldar að lokinni annarri umræðu fyrr í dag, meðal annars tillaga Samfylkingarinnar um að námsmenn fái rétt til atvinnuleysisbóta í sumar. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir þetta mikil vonbrigði. Hann lýsir jafnframt óánægju með fjáraukalög 2020 sem nú eru til umræðu á Alþingi en hann skilaði séráliti þegar málið var afgreitt úr fjárlaganefnd. „Í fyrsta lagi er ekki minnst einu orði á orðið heimili í þessum fjárauka og í öðru lagi er þessi ríkisstjórn ekki að fara að hækka atvinnuleysisbætur. Þannig að þessi ríkisstjórn ætlast til þess að fólk lifi hér á 290 þúsund krónum á mánuði sem er skammarlega lágt,“ segir Ágúst Ólafur. Segir aðgerðirnar metnaðarlausar „Ég hef sömuleiðis áhyggjur af að það sé ekki nóg gert fyrir lítil fyrirtæki, þau virðast algjörlega gleymast hvað þetta varðar og svo í fjórða lagi eru engar verklegar framkvæmdir í þessum fjárauka,“ segir Ágúst Ólafur en gert er ráð fyrir ríflega 13 milljarða útgjaldaaukningu í frumvarpinu. „Sem er um 1% af ríkisútgjöldunum, finnst þessu fólki það virkilega nægjanlegt í því andrúmslofti sem við erum að kljást við?“ spyr Ágúst. Hann kveðst ekki bjartsýnn á að einhverjar af tillögum stjórnarandstöðunnar við fjáraukalögin verði samþykkt í kvöld. „Nei því miður, við erum að fara að leggja hér fram til dæmis að auka álagsgreiðslur til framlínufólks í heimsfaraldrinum, þannig að það nái til allra hjúkrunarheimila eða löggæslu, það fólk er skilið eftir, þau munu fella það,“ segir Ágúst og heldur áfram. „Við erum að mælast hér til að námsmenn eigi rétt á atvinnuleysisbótum í sumar, þau eru nú þegar búin að fella það,“ segir Ágúst Ólafur. Þá vill hann að betur verði gert við fjölmiðla og að betur verði í lagt hvað varðar nýsköpun. „Mér finnst þetta bara allt of lítið, metnaðarlaust og er alls ekki að svara því kalli sem hér er til að mæta dýpstu kreppu í hundrað ár.“ Aðspurður segir hann Samfylkinguna þó munu styðja frumvarp ríkisstjórnarinnar. „Við munum styðja allar góðar tillögur ríkisstjórnarinnar en við skulum snúa þessu við. Það er ótrúlega merkilegt að ríkisstjórnin er ekki til í að styðja eina einustu tillögu frá stjórnarandstöðunni,“ segir Ágúst Ólafur. „Þessi ríkisstjórn er föst í algjörum sandkassaleik og skotgrafahernaði á tímum neyðarástands sem að við eigum ekkert að sætta okkur við. Við erum til í að styðja þeirra tillögur, hvernig stendur á því að þau eru ekki til í að styðja eina einustu tillögu frá okkur?“ Alþingi Samfylkingin Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina stunda sandkassaleik og skotgrafahernað á tímum neyðarástands. Það sé óásættanlegt að ríkisstjórnin sé ekki tilbúin að styðja eina einustu tillögu stjórnarandstöðunnar á meðan stjórnarandstaðan sé reiðubúin að styðja góðar tillögur ríkisstjórnarinnar. Annarri umræðu lauk á Alþingi fyrr í dag um bandormsfrumvarp fjármálaráðherra vegna hluta þeirra efnahagsaðgerða sem ríkisstjórnin hefur boðað. Stjórnarandstaðan gerði nokkrar breytingatillögur við bandorminn sem allar voru felldar að lokinni annarri umræðu fyrr í dag, meðal annars tillaga Samfylkingarinnar um að námsmenn fái rétt til atvinnuleysisbóta í sumar. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir þetta mikil vonbrigði. Hann lýsir jafnframt óánægju með fjáraukalög 2020 sem nú eru til umræðu á Alþingi en hann skilaði séráliti þegar málið var afgreitt úr fjárlaganefnd. „Í fyrsta lagi er ekki minnst einu orði á orðið heimili í þessum fjárauka og í öðru lagi er þessi ríkisstjórn ekki að fara að hækka atvinnuleysisbætur. Þannig að þessi ríkisstjórn ætlast til þess að fólk lifi hér á 290 þúsund krónum á mánuði sem er skammarlega lágt,“ segir Ágúst Ólafur. Segir aðgerðirnar metnaðarlausar „Ég hef sömuleiðis áhyggjur af að það sé ekki nóg gert fyrir lítil fyrirtæki, þau virðast algjörlega gleymast hvað þetta varðar og svo í fjórða lagi eru engar verklegar framkvæmdir í þessum fjárauka,“ segir Ágúst Ólafur en gert er ráð fyrir ríflega 13 milljarða útgjaldaaukningu í frumvarpinu. „Sem er um 1% af ríkisútgjöldunum, finnst þessu fólki það virkilega nægjanlegt í því andrúmslofti sem við erum að kljást við?“ spyr Ágúst. Hann kveðst ekki bjartsýnn á að einhverjar af tillögum stjórnarandstöðunnar við fjáraukalögin verði samþykkt í kvöld. „Nei því miður, við erum að fara að leggja hér fram til dæmis að auka álagsgreiðslur til framlínufólks í heimsfaraldrinum, þannig að það nái til allra hjúkrunarheimila eða löggæslu, það fólk er skilið eftir, þau munu fella það,“ segir Ágúst og heldur áfram. „Við erum að mælast hér til að námsmenn eigi rétt á atvinnuleysisbótum í sumar, þau eru nú þegar búin að fella það,“ segir Ágúst Ólafur. Þá vill hann að betur verði gert við fjölmiðla og að betur verði í lagt hvað varðar nýsköpun. „Mér finnst þetta bara allt of lítið, metnaðarlaust og er alls ekki að svara því kalli sem hér er til að mæta dýpstu kreppu í hundrað ár.“ Aðspurður segir hann Samfylkinguna þó munu styðja frumvarp ríkisstjórnarinnar. „Við munum styðja allar góðar tillögur ríkisstjórnarinnar en við skulum snúa þessu við. Það er ótrúlega merkilegt að ríkisstjórnin er ekki til í að styðja eina einustu tillögu frá stjórnarandstöðunni,“ segir Ágúst Ólafur. „Þessi ríkisstjórn er föst í algjörum sandkassaleik og skotgrafahernaði á tímum neyðarástands sem að við eigum ekkert að sætta okkur við. Við erum til í að styðja þeirra tillögur, hvernig stendur á því að þau eru ekki til í að styðja eina einustu tillögu frá okkur?“
Alþingi Samfylkingin Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira