Telur öruggt að ferðaskrifstofur verði gjaldþrota fuðri frumvarp upp í „pólitískum smjörklípuslag“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. maí 2020 17:58 Jóhannes Þór Skúlason hefur áhyggjur af stöðu ferðaskrifstofa nái frumvarp ekki fram að ganga. Vísir/Arnar Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, hefur áhyggjur af því frumvarp um að ferðaskrifstofur megi endurgreiða ferðir með inneignarnótum komist ekki í gegnum þingið. Hann segir að ef komist málið ekki í gegn séu þingmenn að taka meðvitaða ákvörðun um að reka ferðaskrifstofur í gjaldþrot. Þá gerir hann athugasemd við framgöngu Neytendasamtakanna vegna málsins. „Það er gríðarlegt áhyggjuefni ef mikilvægt og skynsamlegt mál ferðamálaráðherra um að ferðaskrifstofur megi endurgreiða með inneignarnótum til 12 mánaða fær að fuðra upp í pólitískum smjörklípuslag,“ skrifar Jóhannes Þór á Facebook. Umrætt frumvarp er hluti af aðgerðapakka ríkistjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins. Verði það að lögum er skipuleggjenda pakkaferðar heimilt að endurgreiða ferðamanni greiðslur fyrir ferð sem átti að verða farnar á tímabilinu 14. mars til og með 30. júní á þessu ári í formi inneignarnótu. Markmiðið með frumvarpinu er að veita ferðaskrifstofum ákveðið svigrúm þar sem líkur séu á að töluverðum fjölda ferðaskrifstofa takist ekki að endurgreiða þær greiðslur sem þeim ber, því sé sá möguleiki fyrir hendi að það kunni að koma til nokkurs fjölda gjaldþrota í greininni, verði ekkert að gert, að því er fram kemur í greinargerð sem fylgir frumvarpinu. Jóhannes Þór segir að breytingin sem fylgi frumvarpinu sé mikilvæg. „Það er vegna þess að það er orðið augljóst og almennt viðurkennt að forsendur evrópsku pakkaferðalöggjafarinnar eru algerlega brostnar. Löggjöfin var ekki skrifuð til að taka á aðstæðum þar sem fullkomið niðurbrot verður á ferðaþjónustu í allri heimsálfunni. Þessi 14 daga endurgreiðsluregla er undantekning frá almennum viðskiptaháttum sem getur átt við þegar eitt fyrirtæki hættir rekstri, en ekki þegar öll ferðaþjónusta stöðvast í heilli heimsálfu,“ skrifar hann. Vegna gildandi laga séu ferðaskrifstofur eini hlekkurinn í ferðaþjónustu sem sitji upp með lögskyldu á að endurgreiða viðskiptavinum í peningum, á sama tíma og allar aðrar endurgreiðslur hafi stöðvast á öðrum sviðum ferðaþjónustunnar í Evrópu. Þetta skili sér í verri stöðu fyrir neytendur og því furðar Jóhannes Þór sig á afstöðu Neytendasamtakanna í málinu, sem lagst hafa gegn frumvarpinu. „Staðreynd málsins er sú að með því að berjast á móti þessu máli eru neytendasamtökin ekki að tryggja jafna stöðu neytenda heldur eru í raun að tryggja betri stöðu sumra neytenda á kostnað annarra - að „tryggja fyrstir koma fyrstir fá“ stöðu þeirra aðgangshörðustu á kostnað hinna,“ skrifar Jóhannes Þór. Verði haldið fast við núverandi löggjöf um skýlausa endurgreiðslu sé öruggt að ferðaskrifstofur muni verða gjaldþrota, þeim mun fleiri sem fái endurgreitt, þeim mun meiri líkur á fleiri gjaldþrotum að mati Jóhannesar Þórs. Því sé afstaða Neytendasamtakanna að hans mati ekki í þágu neytenda. „Það þýðir að þeir sem ekki hafa fengið greitt út þegar ferðaskrifstofa verður gjaldþrota þurfa að treysta á tryggingakerfið. Þeir þurfa þá að bíða mánuðum saman eftir greiðslu og mögulega fá þeir aðeins hluta greiddan ef trygging viðkomandi fyrirtækis nægir ekki. Þessir neytendur eru þá í mun verri stöðu en hinir. Sú verri staða mun þá vera að fullu í boði Neytendasamtakanna og þingmanna sem hafna þessu frumvarpi.“ Færslu Jóhannes Þórs má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Það er gríðarlegt áhyggjuefni ef mikilvægt og skynsamlegt mál ferðamálaráðherra um að ferðaskrifstofur megi endurgreiða...Posted by Jóhannes Þór on Fimmtudagur, 7. maí 2020 Alþingi Neytendur Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Erlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Musk og Trump valda uppnámi í Washington Erlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna elds í Suðurhrauni Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Sjá meira
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, hefur áhyggjur af því frumvarp um að ferðaskrifstofur megi endurgreiða ferðir með inneignarnótum komist ekki í gegnum þingið. Hann segir að ef komist málið ekki í gegn séu þingmenn að taka meðvitaða ákvörðun um að reka ferðaskrifstofur í gjaldþrot. Þá gerir hann athugasemd við framgöngu Neytendasamtakanna vegna málsins. „Það er gríðarlegt áhyggjuefni ef mikilvægt og skynsamlegt mál ferðamálaráðherra um að ferðaskrifstofur megi endurgreiða með inneignarnótum til 12 mánaða fær að fuðra upp í pólitískum smjörklípuslag,“ skrifar Jóhannes Þór á Facebook. Umrætt frumvarp er hluti af aðgerðapakka ríkistjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins. Verði það að lögum er skipuleggjenda pakkaferðar heimilt að endurgreiða ferðamanni greiðslur fyrir ferð sem átti að verða farnar á tímabilinu 14. mars til og með 30. júní á þessu ári í formi inneignarnótu. Markmiðið með frumvarpinu er að veita ferðaskrifstofum ákveðið svigrúm þar sem líkur séu á að töluverðum fjölda ferðaskrifstofa takist ekki að endurgreiða þær greiðslur sem þeim ber, því sé sá möguleiki fyrir hendi að það kunni að koma til nokkurs fjölda gjaldþrota í greininni, verði ekkert að gert, að því er fram kemur í greinargerð sem fylgir frumvarpinu. Jóhannes Þór segir að breytingin sem fylgi frumvarpinu sé mikilvæg. „Það er vegna þess að það er orðið augljóst og almennt viðurkennt að forsendur evrópsku pakkaferðalöggjafarinnar eru algerlega brostnar. Löggjöfin var ekki skrifuð til að taka á aðstæðum þar sem fullkomið niðurbrot verður á ferðaþjónustu í allri heimsálfunni. Þessi 14 daga endurgreiðsluregla er undantekning frá almennum viðskiptaháttum sem getur átt við þegar eitt fyrirtæki hættir rekstri, en ekki þegar öll ferðaþjónusta stöðvast í heilli heimsálfu,“ skrifar hann. Vegna gildandi laga séu ferðaskrifstofur eini hlekkurinn í ferðaþjónustu sem sitji upp með lögskyldu á að endurgreiða viðskiptavinum í peningum, á sama tíma og allar aðrar endurgreiðslur hafi stöðvast á öðrum sviðum ferðaþjónustunnar í Evrópu. Þetta skili sér í verri stöðu fyrir neytendur og því furðar Jóhannes Þór sig á afstöðu Neytendasamtakanna í málinu, sem lagst hafa gegn frumvarpinu. „Staðreynd málsins er sú að með því að berjast á móti þessu máli eru neytendasamtökin ekki að tryggja jafna stöðu neytenda heldur eru í raun að tryggja betri stöðu sumra neytenda á kostnað annarra - að „tryggja fyrstir koma fyrstir fá“ stöðu þeirra aðgangshörðustu á kostnað hinna,“ skrifar Jóhannes Þór. Verði haldið fast við núverandi löggjöf um skýlausa endurgreiðslu sé öruggt að ferðaskrifstofur muni verða gjaldþrota, þeim mun fleiri sem fái endurgreitt, þeim mun meiri líkur á fleiri gjaldþrotum að mati Jóhannesar Þórs. Því sé afstaða Neytendasamtakanna að hans mati ekki í þágu neytenda. „Það þýðir að þeir sem ekki hafa fengið greitt út þegar ferðaskrifstofa verður gjaldþrota þurfa að treysta á tryggingakerfið. Þeir þurfa þá að bíða mánuðum saman eftir greiðslu og mögulega fá þeir aðeins hluta greiddan ef trygging viðkomandi fyrirtækis nægir ekki. Þessir neytendur eru þá í mun verri stöðu en hinir. Sú verri staða mun þá vera að fullu í boði Neytendasamtakanna og þingmanna sem hafna þessu frumvarpi.“ Færslu Jóhannes Þórs má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Það er gríðarlegt áhyggjuefni ef mikilvægt og skynsamlegt mál ferðamálaráðherra um að ferðaskrifstofur megi endurgreiða...Posted by Jóhannes Þór on Fimmtudagur, 7. maí 2020
Alþingi Neytendur Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Erlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Musk og Trump valda uppnámi í Washington Erlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna elds í Suðurhrauni Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Sjá meira