Takmarka fjölda kínverskra blaðamanna í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 3. mars 2020 10:35 Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AP/Jose Luis Magana Yfirvöld Bandaríkjanna ætla að takmarka þann fjölda fólk sem vinna mega á skrifstofum kínverskra ríkismiðla í Bandaríkjunum. Grípa skal til þessara aðgerða í kjölfar þess að bandarískum blaðamönnum var vísað frá Kína og vegna „langvarandi ógnana og áreitis“ í garð blaðamanna í Kína. Aðgerðirnar fela í sér að einungis hundrað manns mega vinna fyrir fréttastofur fimm stóra ríkismiðla Kína í Bandaríkjunum. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir að með nýjustu aðgerðunum sé ekki verið að vísa kínverskum blaðamönnum úr landi. Í rauninni fela aðgerðirnar þó í sér að miðlar þessir þurfa að fækka fólki og kalla aftur til Kína. Miðlarnir sem um ræða eru Xinhua, CGTN, China Radio, China Daily and People’s Daily. Samkvæmt frétt New York Times vinna um 160 Kínverjar hjá þessum miðlum í Bandaríkjunum. Um það bil hundrað bandarískir blaðamenn vinna í Kína en Bandaríkin veittu 425 kínverskum blaðamönnum vegabréfsáritanir í fyrra. Í síðasta mánuði skilgreindu Bandaríkjanna ríkisfjölmiðla Kína sem útsendara ríkisins. Þá hafa yfirvöld Kína verið að vísa blaðamönnum úr landi og neita að veita blaðamönnum vegabréfsáritanir. Samtök erlendra blaðamanna í Kína gáfu í gær út skýrslu þar sem segir að yfirvöld Kína hafi „vopnvætt“ vegabréfsáritanir til að herja á blaðamenn. Sjá einnig: Þrengt að blaðamönnum í Kína og blaðamönnum Kína í Bandaríkjunum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að aðgerðirnar hefðu engin áhrif á fréttir eða annað efni miðlanna. Embættismenn í ríkisstjórn Donald Trump segja yfirvöld Kína hafa í sífellt meira mæli barist gegn frjálsri fjölmiðlun. Lýstu þeir ástandinu í Kína við Sovétríkin á hápunkti kalda stríðsins. Zhao Lijian, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína, sagði í dag að aðgerðir Bandaríkjanna hefðu skaðað samband ríkjanna verulega. Hua Chunying, sem er einnig talskona utanríkisráðuneytis Kína, tísti um málið í morgun og sagði aðgerðir Bandaríkjanna einkennast af fordómum gagnvart kínverskum fjölmiðlum og pólitíska kúgun. Vert er að taka fram að hún er með Twitter-síðu en yfirvöld Kína hafa annars lokað á aðgang almennings þar í landi að Twitter og fjölmörgum öðrum vefjum á netinu. @StateDept We condemn US "personnel cap" on Chinese media de-facto expulsion. Another step of political oppression and evidence of hypocrisy in US freedom of press. Prejudice and exclusion against Chinese media.— Hua Chunying (@SpokespersonCHN) March 3, 2020 Samband Kína og Bandaríkjanna hefur sjaldan verið verra en þessa dagana. Bandarískir ráðamenn hafa sífellt meiri áhyggjur af njósnum Kína í Bandaríkjunum og hafa sakað ríkið um að stela leynilegum gögnum af bandaríska ríkinu og fyrirtækjum. Þá var kínverskum erindrekum vísað frá Bandaríkjunum í fyrra eftir að þeir keyrðu inn á leynilega herstöð. Sjá einnig: Fyrstu kínversku erindrekunum vísað úr landi í rúm 30 ár Þann 16. október settu yfirvöld Bandaríkjanna takmörk á ferðir kínverskra erindreka þar í landi. Þau fela í sér að þeim beri að láta vita af því að þegar þeir ætla sér að funda með bandarískum embættismönnum eða fara í skoðunarferðir um menntunarstofnanir eða rannsóknarstofur. Sambærilegar reglur voru settar varðandi bandaríska erindreka í Kína fyrir nokkrum árum síðan. Þrátt fyrir það að breytingin í október væri í trássi við niðurstöður Vínarfundarins. Bandaríkin Kína Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ofsóttir Úígúrar sagðir í nauðungarvinnu fyrir vestræn vörumerki Nike, Apple og Dell eru á meðal vestrænna fyrirtækja sem eiga í viðskiptum við kínverskar verksmiðjur sem eru sagðar nýta sér nauðungarvinnu ofsótts þjóðarbrots Úígúra. 2. mars 2020 11:36 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sjá meira
Yfirvöld Bandaríkjanna ætla að takmarka þann fjölda fólk sem vinna mega á skrifstofum kínverskra ríkismiðla í Bandaríkjunum. Grípa skal til þessara aðgerða í kjölfar þess að bandarískum blaðamönnum var vísað frá Kína og vegna „langvarandi ógnana og áreitis“ í garð blaðamanna í Kína. Aðgerðirnar fela í sér að einungis hundrað manns mega vinna fyrir fréttastofur fimm stóra ríkismiðla Kína í Bandaríkjunum. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir að með nýjustu aðgerðunum sé ekki verið að vísa kínverskum blaðamönnum úr landi. Í rauninni fela aðgerðirnar þó í sér að miðlar þessir þurfa að fækka fólki og kalla aftur til Kína. Miðlarnir sem um ræða eru Xinhua, CGTN, China Radio, China Daily and People’s Daily. Samkvæmt frétt New York Times vinna um 160 Kínverjar hjá þessum miðlum í Bandaríkjunum. Um það bil hundrað bandarískir blaðamenn vinna í Kína en Bandaríkin veittu 425 kínverskum blaðamönnum vegabréfsáritanir í fyrra. Í síðasta mánuði skilgreindu Bandaríkjanna ríkisfjölmiðla Kína sem útsendara ríkisins. Þá hafa yfirvöld Kína verið að vísa blaðamönnum úr landi og neita að veita blaðamönnum vegabréfsáritanir. Samtök erlendra blaðamanna í Kína gáfu í gær út skýrslu þar sem segir að yfirvöld Kína hafi „vopnvætt“ vegabréfsáritanir til að herja á blaðamenn. Sjá einnig: Þrengt að blaðamönnum í Kína og blaðamönnum Kína í Bandaríkjunum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að aðgerðirnar hefðu engin áhrif á fréttir eða annað efni miðlanna. Embættismenn í ríkisstjórn Donald Trump segja yfirvöld Kína hafa í sífellt meira mæli barist gegn frjálsri fjölmiðlun. Lýstu þeir ástandinu í Kína við Sovétríkin á hápunkti kalda stríðsins. Zhao Lijian, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína, sagði í dag að aðgerðir Bandaríkjanna hefðu skaðað samband ríkjanna verulega. Hua Chunying, sem er einnig talskona utanríkisráðuneytis Kína, tísti um málið í morgun og sagði aðgerðir Bandaríkjanna einkennast af fordómum gagnvart kínverskum fjölmiðlum og pólitíska kúgun. Vert er að taka fram að hún er með Twitter-síðu en yfirvöld Kína hafa annars lokað á aðgang almennings þar í landi að Twitter og fjölmörgum öðrum vefjum á netinu. @StateDept We condemn US "personnel cap" on Chinese media de-facto expulsion. Another step of political oppression and evidence of hypocrisy in US freedom of press. Prejudice and exclusion against Chinese media.— Hua Chunying (@SpokespersonCHN) March 3, 2020 Samband Kína og Bandaríkjanna hefur sjaldan verið verra en þessa dagana. Bandarískir ráðamenn hafa sífellt meiri áhyggjur af njósnum Kína í Bandaríkjunum og hafa sakað ríkið um að stela leynilegum gögnum af bandaríska ríkinu og fyrirtækjum. Þá var kínverskum erindrekum vísað frá Bandaríkjunum í fyrra eftir að þeir keyrðu inn á leynilega herstöð. Sjá einnig: Fyrstu kínversku erindrekunum vísað úr landi í rúm 30 ár Þann 16. október settu yfirvöld Bandaríkjanna takmörk á ferðir kínverskra erindreka þar í landi. Þau fela í sér að þeim beri að láta vita af því að þegar þeir ætla sér að funda með bandarískum embættismönnum eða fara í skoðunarferðir um menntunarstofnanir eða rannsóknarstofur. Sambærilegar reglur voru settar varðandi bandaríska erindreka í Kína fyrir nokkrum árum síðan. Þrátt fyrir það að breytingin í október væri í trássi við niðurstöður Vínarfundarins.
Bandaríkin Kína Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ofsóttir Úígúrar sagðir í nauðungarvinnu fyrir vestræn vörumerki Nike, Apple og Dell eru á meðal vestrænna fyrirtækja sem eiga í viðskiptum við kínverskar verksmiðjur sem eru sagðar nýta sér nauðungarvinnu ofsótts þjóðarbrots Úígúra. 2. mars 2020 11:36 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sjá meira
Ofsóttir Úígúrar sagðir í nauðungarvinnu fyrir vestræn vörumerki Nike, Apple og Dell eru á meðal vestrænna fyrirtækja sem eiga í viðskiptum við kínverskar verksmiðjur sem eru sagðar nýta sér nauðungarvinnu ofsótts þjóðarbrots Úígúra. 2. mars 2020 11:36