Takmarka fjölda kínverskra blaðamanna í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 3. mars 2020 10:35 Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AP/Jose Luis Magana Yfirvöld Bandaríkjanna ætla að takmarka þann fjölda fólk sem vinna mega á skrifstofum kínverskra ríkismiðla í Bandaríkjunum. Grípa skal til þessara aðgerða í kjölfar þess að bandarískum blaðamönnum var vísað frá Kína og vegna „langvarandi ógnana og áreitis“ í garð blaðamanna í Kína. Aðgerðirnar fela í sér að einungis hundrað manns mega vinna fyrir fréttastofur fimm stóra ríkismiðla Kína í Bandaríkjunum. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir að með nýjustu aðgerðunum sé ekki verið að vísa kínverskum blaðamönnum úr landi. Í rauninni fela aðgerðirnar þó í sér að miðlar þessir þurfa að fækka fólki og kalla aftur til Kína. Miðlarnir sem um ræða eru Xinhua, CGTN, China Radio, China Daily and People’s Daily. Samkvæmt frétt New York Times vinna um 160 Kínverjar hjá þessum miðlum í Bandaríkjunum. Um það bil hundrað bandarískir blaðamenn vinna í Kína en Bandaríkin veittu 425 kínverskum blaðamönnum vegabréfsáritanir í fyrra. Í síðasta mánuði skilgreindu Bandaríkjanna ríkisfjölmiðla Kína sem útsendara ríkisins. Þá hafa yfirvöld Kína verið að vísa blaðamönnum úr landi og neita að veita blaðamönnum vegabréfsáritanir. Samtök erlendra blaðamanna í Kína gáfu í gær út skýrslu þar sem segir að yfirvöld Kína hafi „vopnvætt“ vegabréfsáritanir til að herja á blaðamenn. Sjá einnig: Þrengt að blaðamönnum í Kína og blaðamönnum Kína í Bandaríkjunum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að aðgerðirnar hefðu engin áhrif á fréttir eða annað efni miðlanna. Embættismenn í ríkisstjórn Donald Trump segja yfirvöld Kína hafa í sífellt meira mæli barist gegn frjálsri fjölmiðlun. Lýstu þeir ástandinu í Kína við Sovétríkin á hápunkti kalda stríðsins. Zhao Lijian, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína, sagði í dag að aðgerðir Bandaríkjanna hefðu skaðað samband ríkjanna verulega. Hua Chunying, sem er einnig talskona utanríkisráðuneytis Kína, tísti um málið í morgun og sagði aðgerðir Bandaríkjanna einkennast af fordómum gagnvart kínverskum fjölmiðlum og pólitíska kúgun. Vert er að taka fram að hún er með Twitter-síðu en yfirvöld Kína hafa annars lokað á aðgang almennings þar í landi að Twitter og fjölmörgum öðrum vefjum á netinu. @StateDept We condemn US "personnel cap" on Chinese media de-facto expulsion. Another step of political oppression and evidence of hypocrisy in US freedom of press. Prejudice and exclusion against Chinese media.— Hua Chunying (@SpokespersonCHN) March 3, 2020 Samband Kína og Bandaríkjanna hefur sjaldan verið verra en þessa dagana. Bandarískir ráðamenn hafa sífellt meiri áhyggjur af njósnum Kína í Bandaríkjunum og hafa sakað ríkið um að stela leynilegum gögnum af bandaríska ríkinu og fyrirtækjum. Þá var kínverskum erindrekum vísað frá Bandaríkjunum í fyrra eftir að þeir keyrðu inn á leynilega herstöð. Sjá einnig: Fyrstu kínversku erindrekunum vísað úr landi í rúm 30 ár Þann 16. október settu yfirvöld Bandaríkjanna takmörk á ferðir kínverskra erindreka þar í landi. Þau fela í sér að þeim beri að láta vita af því að þegar þeir ætla sér að funda með bandarískum embættismönnum eða fara í skoðunarferðir um menntunarstofnanir eða rannsóknarstofur. Sambærilegar reglur voru settar varðandi bandaríska erindreka í Kína fyrir nokkrum árum síðan. Þrátt fyrir það að breytingin í október væri í trássi við niðurstöður Vínarfundarins. Bandaríkin Kína Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ofsóttir Úígúrar sagðir í nauðungarvinnu fyrir vestræn vörumerki Nike, Apple og Dell eru á meðal vestrænna fyrirtækja sem eiga í viðskiptum við kínverskar verksmiðjur sem eru sagðar nýta sér nauðungarvinnu ofsótts þjóðarbrots Úígúra. 2. mars 2020 11:36 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Sjá meira
Yfirvöld Bandaríkjanna ætla að takmarka þann fjölda fólk sem vinna mega á skrifstofum kínverskra ríkismiðla í Bandaríkjunum. Grípa skal til þessara aðgerða í kjölfar þess að bandarískum blaðamönnum var vísað frá Kína og vegna „langvarandi ógnana og áreitis“ í garð blaðamanna í Kína. Aðgerðirnar fela í sér að einungis hundrað manns mega vinna fyrir fréttastofur fimm stóra ríkismiðla Kína í Bandaríkjunum. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir að með nýjustu aðgerðunum sé ekki verið að vísa kínverskum blaðamönnum úr landi. Í rauninni fela aðgerðirnar þó í sér að miðlar þessir þurfa að fækka fólki og kalla aftur til Kína. Miðlarnir sem um ræða eru Xinhua, CGTN, China Radio, China Daily and People’s Daily. Samkvæmt frétt New York Times vinna um 160 Kínverjar hjá þessum miðlum í Bandaríkjunum. Um það bil hundrað bandarískir blaðamenn vinna í Kína en Bandaríkin veittu 425 kínverskum blaðamönnum vegabréfsáritanir í fyrra. Í síðasta mánuði skilgreindu Bandaríkjanna ríkisfjölmiðla Kína sem útsendara ríkisins. Þá hafa yfirvöld Kína verið að vísa blaðamönnum úr landi og neita að veita blaðamönnum vegabréfsáritanir. Samtök erlendra blaðamanna í Kína gáfu í gær út skýrslu þar sem segir að yfirvöld Kína hafi „vopnvætt“ vegabréfsáritanir til að herja á blaðamenn. Sjá einnig: Þrengt að blaðamönnum í Kína og blaðamönnum Kína í Bandaríkjunum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að aðgerðirnar hefðu engin áhrif á fréttir eða annað efni miðlanna. Embættismenn í ríkisstjórn Donald Trump segja yfirvöld Kína hafa í sífellt meira mæli barist gegn frjálsri fjölmiðlun. Lýstu þeir ástandinu í Kína við Sovétríkin á hápunkti kalda stríðsins. Zhao Lijian, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína, sagði í dag að aðgerðir Bandaríkjanna hefðu skaðað samband ríkjanna verulega. Hua Chunying, sem er einnig talskona utanríkisráðuneytis Kína, tísti um málið í morgun og sagði aðgerðir Bandaríkjanna einkennast af fordómum gagnvart kínverskum fjölmiðlum og pólitíska kúgun. Vert er að taka fram að hún er með Twitter-síðu en yfirvöld Kína hafa annars lokað á aðgang almennings þar í landi að Twitter og fjölmörgum öðrum vefjum á netinu. @StateDept We condemn US "personnel cap" on Chinese media de-facto expulsion. Another step of political oppression and evidence of hypocrisy in US freedom of press. Prejudice and exclusion against Chinese media.— Hua Chunying (@SpokespersonCHN) March 3, 2020 Samband Kína og Bandaríkjanna hefur sjaldan verið verra en þessa dagana. Bandarískir ráðamenn hafa sífellt meiri áhyggjur af njósnum Kína í Bandaríkjunum og hafa sakað ríkið um að stela leynilegum gögnum af bandaríska ríkinu og fyrirtækjum. Þá var kínverskum erindrekum vísað frá Bandaríkjunum í fyrra eftir að þeir keyrðu inn á leynilega herstöð. Sjá einnig: Fyrstu kínversku erindrekunum vísað úr landi í rúm 30 ár Þann 16. október settu yfirvöld Bandaríkjanna takmörk á ferðir kínverskra erindreka þar í landi. Þau fela í sér að þeim beri að láta vita af því að þegar þeir ætla sér að funda með bandarískum embættismönnum eða fara í skoðunarferðir um menntunarstofnanir eða rannsóknarstofur. Sambærilegar reglur voru settar varðandi bandaríska erindreka í Kína fyrir nokkrum árum síðan. Þrátt fyrir það að breytingin í október væri í trássi við niðurstöður Vínarfundarins.
Bandaríkin Kína Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ofsóttir Úígúrar sagðir í nauðungarvinnu fyrir vestræn vörumerki Nike, Apple og Dell eru á meðal vestrænna fyrirtækja sem eiga í viðskiptum við kínverskar verksmiðjur sem eru sagðar nýta sér nauðungarvinnu ofsótts þjóðarbrots Úígúra. 2. mars 2020 11:36 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Sjá meira
Ofsóttir Úígúrar sagðir í nauðungarvinnu fyrir vestræn vörumerki Nike, Apple og Dell eru á meðal vestrænna fyrirtækja sem eiga í viðskiptum við kínverskar verksmiðjur sem eru sagðar nýta sér nauðungarvinnu ofsótts þjóðarbrots Úígúra. 2. mars 2020 11:36