Rændi ekki neinu og skildi símann eftir Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. maí 2020 06:16 Sumarkvöld í Laugardal Vísir/Vilhelm Gunnarsson Húsráðanda í Laugardal brá í brún á þriðja tímanum í nótt þegar hann gekk fram á innbrotsþjóf á heimili sínu. Hann lét það þó ekki slá sig út af laginu að sögn lögreglu heldur stökk til og reyndi að handsama þjófinn. Húsráðandinn og boðflennan eru sögð hafa slegist áður en sá síðarnefndi flúði út í nóttina ránsfengslaus- en slysaðist þó til að skilja símann sinn eftir í fórum húsráðanda. Var lögreglan kölluð og segist hún ekki hafa verið lengið að hafa uppi á hinum hnuplsama, og um leið eiganda símans. Hann er sagður hafa verið nokkuð slompaður þegar lögreglan flutti hann í fangaklefa þar sem hann hefur mátt sofa úr sér vímuna. Að þessu frátöldu lutu flest útköll lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt að umferðalagabrotum, ekki síst grun um vímuefnaakstur. Lögreglumenn voru jafnframt sendir að heimahúsi í Grafarvogi til leysa upp teiti, auk þess sem maður var handtekinn fyrir eignaspjöll í Fossvogi á áttunda tímanum. Sá tók fyrirmælum lögreglu illa og er sagður hafa veist að lögregluþjónum. Hann var því handtekinn og fluttur í fangaklefa. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Húsráðanda í Laugardal brá í brún á þriðja tímanum í nótt þegar hann gekk fram á innbrotsþjóf á heimili sínu. Hann lét það þó ekki slá sig út af laginu að sögn lögreglu heldur stökk til og reyndi að handsama þjófinn. Húsráðandinn og boðflennan eru sögð hafa slegist áður en sá síðarnefndi flúði út í nóttina ránsfengslaus- en slysaðist þó til að skilja símann sinn eftir í fórum húsráðanda. Var lögreglan kölluð og segist hún ekki hafa verið lengið að hafa uppi á hinum hnuplsama, og um leið eiganda símans. Hann er sagður hafa verið nokkuð slompaður þegar lögreglan flutti hann í fangaklefa þar sem hann hefur mátt sofa úr sér vímuna. Að þessu frátöldu lutu flest útköll lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt að umferðalagabrotum, ekki síst grun um vímuefnaakstur. Lögreglumenn voru jafnframt sendir að heimahúsi í Grafarvogi til leysa upp teiti, auk þess sem maður var handtekinn fyrir eignaspjöll í Fossvogi á áttunda tímanum. Sá tók fyrirmælum lögreglu illa og er sagður hafa veist að lögregluþjónum. Hann var því handtekinn og fluttur í fangaklefa.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira