Liverpool vantaði fjögur stig upp á að ná meti Man. United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2019 14:30 Sadio Mane fagnar markinu sem tryggði Liverpool 31. deildarsigurinn á árinu 2019. Getty/Clive Brunskill Ekkert lið náði í fleiri stig í ensku úrvalsdeildinni á árinu 2019 en lið Liverpool. Liverpool vann lokaleik sinn á árinu 2019 í gærdag og náðu lærisveinar Jürgen Klopp því í samtals 98 stig á þessu ári. Liverpool fékk sex stigum meira en Manchester City sem var í öðru sæti og 32 stigum meira en Leicester City sem var í þriðja. Metið féll þó ekki því stigametið á einu almanaksári á ennþá lið Manchester United frá árinu 1993. Más puntos en la Premier League en el año 2019: 98 Liverpool 92 Man. City 66 Leicester 64 Chelsea 62 Man. United 58 Wolverhampton 57 Crystal Palace 56 Arsenal 56 Tottenham El mejor año natural en la era Premier League lo hizo el Manchester United en 1993 (102 puntos). pic.twitter.com/ytxS0Rika2— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) December 29, 2019 Manchester United liðið frá árinu 1993 endaði einmitt 26 ára bið félagsins eftir Englandsmeistaratitlinum. United vann sinn sjöunda meistaratitil vorið 1967 en þurfti síðan að bíða þar til á fyrsta tímabili ensku úrvalsdeildarinnar 1992-93. Manchester United náði í 102 stig árið 1993 en liðið varð bæði enskur meistari 1992/93 og 1993/94 með Eric Cantona í fararbroddi. Liverpool vann sin átjánda og síðasta titil vorið 1990 og var þá með ellefu titla forystu á Manchester United. Manchester United hefur hins vegar unnið þrettán meistaratitla síðan að Liverpool varð síðast meistari fyrir að verða þrjátíu árum síðan. Liverpool tapaði aðeins einum af 37 deildarleikjum sínum á árinu 2019 og fagnaði sigri í 31 þeirra. Liverpool lék 36 síðustu deildarleiki ársins án þess að tapa. Liverpool in the Premier League in 2019: 37 games 98 points 31 wins 5 draws 1 defeat 88 goals 28 conceded 12 clean sheets An absolute juggernaut. pic.twitter.com/MMXsJIXgU1— Squawka Football (@Squawka) December 29, 2019 Enski boltinn Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira
Ekkert lið náði í fleiri stig í ensku úrvalsdeildinni á árinu 2019 en lið Liverpool. Liverpool vann lokaleik sinn á árinu 2019 í gærdag og náðu lærisveinar Jürgen Klopp því í samtals 98 stig á þessu ári. Liverpool fékk sex stigum meira en Manchester City sem var í öðru sæti og 32 stigum meira en Leicester City sem var í þriðja. Metið féll þó ekki því stigametið á einu almanaksári á ennþá lið Manchester United frá árinu 1993. Más puntos en la Premier League en el año 2019: 98 Liverpool 92 Man. City 66 Leicester 64 Chelsea 62 Man. United 58 Wolverhampton 57 Crystal Palace 56 Arsenal 56 Tottenham El mejor año natural en la era Premier League lo hizo el Manchester United en 1993 (102 puntos). pic.twitter.com/ytxS0Rika2— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) December 29, 2019 Manchester United liðið frá árinu 1993 endaði einmitt 26 ára bið félagsins eftir Englandsmeistaratitlinum. United vann sinn sjöunda meistaratitil vorið 1967 en þurfti síðan að bíða þar til á fyrsta tímabili ensku úrvalsdeildarinnar 1992-93. Manchester United náði í 102 stig árið 1993 en liðið varð bæði enskur meistari 1992/93 og 1993/94 með Eric Cantona í fararbroddi. Liverpool vann sin átjánda og síðasta titil vorið 1990 og var þá með ellefu titla forystu á Manchester United. Manchester United hefur hins vegar unnið þrettán meistaratitla síðan að Liverpool varð síðast meistari fyrir að verða þrjátíu árum síðan. Liverpool tapaði aðeins einum af 37 deildarleikjum sínum á árinu 2019 og fagnaði sigri í 31 þeirra. Liverpool lék 36 síðustu deildarleiki ársins án þess að tapa. Liverpool in the Premier League in 2019: 37 games 98 points 31 wins 5 draws 1 defeat 88 goals 28 conceded 12 clean sheets An absolute juggernaut. pic.twitter.com/MMXsJIXgU1— Squawka Football (@Squawka) December 29, 2019
Enski boltinn Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira