Ýmsar skattabreytingar um áramótin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. desember 2019 00:00 Skattar ríkisins á bensín og bíla hækka um 2,5 prósent um áramót. Mynd/Vísir. Um áramót taka gildi ýmsar skattabreytingar er snerta bæði heimili og fyrirtæki í landinu. Tekjuskattskerfinu verður breytt í þriggja þrepa kerfi, tryggingagjald lækkar en olíugjöld, áfengisgjöld og tóbaksgjöld hækka en lækka að raungildi.Í tilkynningu frá Stjórnarráðinu er vakin athygli á þessum skattabreytingum þar sem segir að heildaráhrif þeirra séu metin til 9,5 milljarða króna lækkunar.Um áramótin taka breytingar á tekjuskattskerfinu sem áður hafa verið tilkynntar. Tekjuskattur lækkar í tveimur áföngum, annars vegar 1. janúar 2020 og hins vegar þann 1. janúar 2021. Að því er segir á vef stjórnarráðsins mun lækkunin skila sér til allra tekjutíunda en mest til þeirra sem lægstar hafa tekjurnar. Lækkar tekjuskattur þess hóps um 120 þúsund krónur á ári.Hér að neðan má reikna út hvaða áhrif breytingarnar hafa. Í ársbyrjun 2020 mun skatthlutfall almenns tryggingagjalds lækka um 0,25 prósentustig, úr 5,15 prósent í 4,9 prósent. Tryggingagjald í heild lækkar úr 6,60 prósent í 6,35 prósent.Krónutölugjöld á eldsneyti, áfengi og tóbak lækka að raungildi un næstu áramót en þau hækka um 2,5 prósent sem er minna en nemur verðbólgu frá síðustu verðlagsuppfærslu.Hið sama gildir um útvarpsgjald og gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra. Kolefnisgjald hækkar þó meira eða um 10 prósent. Breytingar á helstu krónutölugjöldum milli áranna 2019 og 2020 eru sýndar í meðfylgjandi töflu. Mynd/Stjórnarráðið. Þá taka einnig á árinu 2020 gildi nýir, tímabundnir skattastyrkir sem eiga að hvetja til notkunar á vistvænum samgöngum og eiga að nýtast bæði heimilum og fyrirtækjum í landinu. Breytingarnar eru eftirfarandi: Frá 1. janúar 2020 Reiðhjól (órafknúið): VSK felldur niður (hámark 48.000 kr.) Rafmagnshlaupahjól: VSK felldur niður (hámark 48.000 kr.) Rafmagnsreiðhjól: VSK felldur niður (hámark 96.000 kr.) Rafknúið létt bifhjól: VSK felldur niður (hámark 96.000 kr.) Rafmagns- eða vetnisbifhjól: VSK felldur niður (hámark 1.440.000 kr.) Hleðslustöð í eða við íbúðarhúsnæði: full endurgreiðsla VSK af kaupum á hleðslustöð og endurgreiðsla VSK vegna vinnu við uppsetningu aukin úr 60% í 100%. Hámarksfjöldi rafmagns-, vetnis- og tengiltvinnbifreiða sem njóta VSK-ívilnana aukinn í 15.000 í hverjum flokki. Frá 1. júlí 2020 Hámark á niðurfellingu VSK við kaup á rafmagns- eða vetnisbifreið eða -bifhjóli, hækkar úr 1.440.000 kr. í 1.560.000 kr. á hvert tæki. Bílaleigur, eignaleigur og fjármögnunarleigur: útleiga á vistvænum bifreiðum verður undanþegin VSK-skyldri veltu. Hópbifreið í almenningsakstri sem notar eingöngu metan, metanól, rafmagn eða vetni sem orkugjafa: VSK felldur niður að fullu. Aðilar í atvinnurekstri: heimilt að fyrna að fullu ökutæki á kaupári sem nýtir eingöngu metan, metanól, rafmagn eða vetni. Nánar má lesa um skattbreytingarnar á vef Stjórnarráðsins. Skattar og tollar Tengdar fréttir Alþingi samþykkir fyrsta skrefið í lækkun tekjuskatts Alþingi hefur samþykkt lög um breytingar á skattkerfinu sem þýðir að þriggja þrepa skattkerfi tekur gildi um áramótin. 3. desember 2019 14:20 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Um áramót taka gildi ýmsar skattabreytingar er snerta bæði heimili og fyrirtæki í landinu. Tekjuskattskerfinu verður breytt í þriggja þrepa kerfi, tryggingagjald lækkar en olíugjöld, áfengisgjöld og tóbaksgjöld hækka en lækka að raungildi.Í tilkynningu frá Stjórnarráðinu er vakin athygli á þessum skattabreytingum þar sem segir að heildaráhrif þeirra séu metin til 9,5 milljarða króna lækkunar.Um áramótin taka breytingar á tekjuskattskerfinu sem áður hafa verið tilkynntar. Tekjuskattur lækkar í tveimur áföngum, annars vegar 1. janúar 2020 og hins vegar þann 1. janúar 2021. Að því er segir á vef stjórnarráðsins mun lækkunin skila sér til allra tekjutíunda en mest til þeirra sem lægstar hafa tekjurnar. Lækkar tekjuskattur þess hóps um 120 þúsund krónur á ári.Hér að neðan má reikna út hvaða áhrif breytingarnar hafa. Í ársbyrjun 2020 mun skatthlutfall almenns tryggingagjalds lækka um 0,25 prósentustig, úr 5,15 prósent í 4,9 prósent. Tryggingagjald í heild lækkar úr 6,60 prósent í 6,35 prósent.Krónutölugjöld á eldsneyti, áfengi og tóbak lækka að raungildi un næstu áramót en þau hækka um 2,5 prósent sem er minna en nemur verðbólgu frá síðustu verðlagsuppfærslu.Hið sama gildir um útvarpsgjald og gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra. Kolefnisgjald hækkar þó meira eða um 10 prósent. Breytingar á helstu krónutölugjöldum milli áranna 2019 og 2020 eru sýndar í meðfylgjandi töflu. Mynd/Stjórnarráðið. Þá taka einnig á árinu 2020 gildi nýir, tímabundnir skattastyrkir sem eiga að hvetja til notkunar á vistvænum samgöngum og eiga að nýtast bæði heimilum og fyrirtækjum í landinu. Breytingarnar eru eftirfarandi: Frá 1. janúar 2020 Reiðhjól (órafknúið): VSK felldur niður (hámark 48.000 kr.) Rafmagnshlaupahjól: VSK felldur niður (hámark 48.000 kr.) Rafmagnsreiðhjól: VSK felldur niður (hámark 96.000 kr.) Rafknúið létt bifhjól: VSK felldur niður (hámark 96.000 kr.) Rafmagns- eða vetnisbifhjól: VSK felldur niður (hámark 1.440.000 kr.) Hleðslustöð í eða við íbúðarhúsnæði: full endurgreiðsla VSK af kaupum á hleðslustöð og endurgreiðsla VSK vegna vinnu við uppsetningu aukin úr 60% í 100%. Hámarksfjöldi rafmagns-, vetnis- og tengiltvinnbifreiða sem njóta VSK-ívilnana aukinn í 15.000 í hverjum flokki. Frá 1. júlí 2020 Hámark á niðurfellingu VSK við kaup á rafmagns- eða vetnisbifreið eða -bifhjóli, hækkar úr 1.440.000 kr. í 1.560.000 kr. á hvert tæki. Bílaleigur, eignaleigur og fjármögnunarleigur: útleiga á vistvænum bifreiðum verður undanþegin VSK-skyldri veltu. Hópbifreið í almenningsakstri sem notar eingöngu metan, metanól, rafmagn eða vetni sem orkugjafa: VSK felldur niður að fullu. Aðilar í atvinnurekstri: heimilt að fyrna að fullu ökutæki á kaupári sem nýtir eingöngu metan, metanól, rafmagn eða vetni. Nánar má lesa um skattbreytingarnar á vef Stjórnarráðsins.
Skattar og tollar Tengdar fréttir Alþingi samþykkir fyrsta skrefið í lækkun tekjuskatts Alþingi hefur samþykkt lög um breytingar á skattkerfinu sem þýðir að þriggja þrepa skattkerfi tekur gildi um áramótin. 3. desember 2019 14:20 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Alþingi samþykkir fyrsta skrefið í lækkun tekjuskatts Alþingi hefur samþykkt lög um breytingar á skattkerfinu sem þýðir að þriggja þrepa skattkerfi tekur gildi um áramótin. 3. desember 2019 14:20