Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar

Bilun varð þess valdandi að íbúar vestan Snorrabrautar og að Seltjarnarnesi hafa verið án heits vatns í dag. Eru áhrif þessarar bilunar þau mestu í áratugi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 segjum við nýjustu fréttir af gangi mála við viðgerðir.

Mikið óveður hefur gengið yfir landið í dag sem hefur valdið lokunum á vegum og rafmagnstruflunum. Búast má við stórhríð í kvöld og á morgun.

Í fréttatímanum ræðum við einnig við umhverfisráðherra en hann vill banna plastvörur eins og einnota bómullarpinna úr plasti, hnífapör, diska og sogrör. Í fréttatímanum komumst við einnig að því hvaða jólamatur er vinsælastur meðal landsmanna í ár.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis í opinni dagskrá klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×