Fótbolti

Zi­da­ne segir Guar­diola besta stjóra heims

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guardiola og Zidane heilsa upp á hvorn annan fyrir æfingarleik City og Real árið 2017.
Guardiola og Zidane heilsa upp á hvorn annan fyrir æfingarleik City og Real árið 2017. vísir/getty

Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, segir að Pep Guardiola sé besti stjóri heims en Real og City mætast í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Zidane og Guardiola hafa mæst nokkrum sinnum á vellinum en bara sem leikmenn. Aldrei hafa þeir mæst sem þjálfarar í alvöru leik og það gerist því í fyrsta sinn í febrúar.







„Það verður sérstakt að mæta honum. Ég spilaði gegn honum oft. Ég ber virðingu fyrir honum sem leikmanni og stjóra því mér finnst hann besti stjóri heims,“ sagði Zidane.

„Hann hefur sannað það á sínum ferli og ég hlakka til að mæta honum og hans liði.“

Real Madrid mætir Athletic Club í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld klukkan 19.55.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×