Liverpool fær mun meiri tíma en Man. City og Leicester til að jafna sig á milli jólaleikjanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2019 09:30 Raheem Sterling í leik með Manchester City á móti Liverpool á Anfield fyrr í vetur. Getty/Simon Stacpoole Manchester City segist hafa gert athugasemd við uppröðun leikjanna í ensku úrvalsdeildinni yfir jólin en þar er ekki alveg jafnt á komið með toppliðunum. Það er stutt á milli leikja yfir hátíðirnar en það munar samt talsvert á álaginu á liðunum. Breska ríkisútvarpið tók saman tíma á milli leikja ensku liðanna á milli jóla og nýárs. Liverpool er tíu stigum á undan Leicester City og ellefu stigum á undan Manchester City. Liverpool færi miklu meiri hvíld milli leikja en helstu keppinautar þeirra í töflunni. BBC segir frá því að Manchester City hafi þegar kvartað við yfirmenn ensku úrvalsdeildarinnar af því að liðið þarf að spila tvisvar á 48 klukkutímum. Það líða nefnilega bara 46 klukkutímar og fimmtán mínútur á milli leikja liðsins á móti Wolves 27. desember og á móti Sheffield United 29. desember. Leikurinn við Úlfanna er á útivelli en það tekur um tvo klukkuttíma að keyra frá Manchester til Wolverhampton. There will be 44 hours 45 minutes between the start of Wolves v Man City and Liverpool v Wolves on 29 December. Liverpool - who play at Leicester on 26 December - have 68 hours and 30 minutes between the start of their two matches. But are we bothered? No. https://t.co/jhfk3V3A7E— John Bray (@johnbray69) December 23, 2019 Við þetta bætist að lið Sheffield United, mótherji Manchester City eftir þessa stuttu hvíld, fær 75 klukkutíma á milli leikja eða næstum því tvöfalt lengri tíma en City menn. „Ég skrifaði bréf til ensku úrvalsdeildarinnar til að þakka þeim fyrir,“ sagði Pep Guardiola fullur af kaldhæðni á blaðamannafundi. Á meðan það eru rúmir 46 klukkutímar milli leikja Manchester City og rúmir 45 klukkutímar milli leikja Leicester City þá líða 68 klukkutímar og 30 mínútur milli leikja hjá Liverpool á milli jóla og nýárs. Liverpool liðið mætir Leicester City klukkan 20.00 á öðrum degi jóla, 26. desember, en spilar síðan ekki næst fyrr en 29. desember klukkan 16.30 og þá á móti Wolverhampton Wanderers. Aðeins Arsenal, Chelsea og Sheffield United fá lengri tíma á milli leikja en Liverpool. Wolves er aftur á móti það lið sem fær minnsta tíma til að jafna sig á milli leikja og það fyrir leik á móti toppliði Liverpool. Það má sjá tíma milli leikja hjá öllum liðum deildarinnar með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira
Manchester City segist hafa gert athugasemd við uppröðun leikjanna í ensku úrvalsdeildinni yfir jólin en þar er ekki alveg jafnt á komið með toppliðunum. Það er stutt á milli leikja yfir hátíðirnar en það munar samt talsvert á álaginu á liðunum. Breska ríkisútvarpið tók saman tíma á milli leikja ensku liðanna á milli jóla og nýárs. Liverpool er tíu stigum á undan Leicester City og ellefu stigum á undan Manchester City. Liverpool færi miklu meiri hvíld milli leikja en helstu keppinautar þeirra í töflunni. BBC segir frá því að Manchester City hafi þegar kvartað við yfirmenn ensku úrvalsdeildarinnar af því að liðið þarf að spila tvisvar á 48 klukkutímum. Það líða nefnilega bara 46 klukkutímar og fimmtán mínútur á milli leikja liðsins á móti Wolves 27. desember og á móti Sheffield United 29. desember. Leikurinn við Úlfanna er á útivelli en það tekur um tvo klukkuttíma að keyra frá Manchester til Wolverhampton. There will be 44 hours 45 minutes between the start of Wolves v Man City and Liverpool v Wolves on 29 December. Liverpool - who play at Leicester on 26 December - have 68 hours and 30 minutes between the start of their two matches. But are we bothered? No. https://t.co/jhfk3V3A7E— John Bray (@johnbray69) December 23, 2019 Við þetta bætist að lið Sheffield United, mótherji Manchester City eftir þessa stuttu hvíld, fær 75 klukkutíma á milli leikja eða næstum því tvöfalt lengri tíma en City menn. „Ég skrifaði bréf til ensku úrvalsdeildarinnar til að þakka þeim fyrir,“ sagði Pep Guardiola fullur af kaldhæðni á blaðamannafundi. Á meðan það eru rúmir 46 klukkutímar milli leikja Manchester City og rúmir 45 klukkutímar milli leikja Leicester City þá líða 68 klukkutímar og 30 mínútur milli leikja hjá Liverpool á milli jóla og nýárs. Liverpool liðið mætir Leicester City klukkan 20.00 á öðrum degi jóla, 26. desember, en spilar síðan ekki næst fyrr en 29. desember klukkan 16.30 og þá á móti Wolverhampton Wanderers. Aðeins Arsenal, Chelsea og Sheffield United fá lengri tíma á milli leikja en Liverpool. Wolves er aftur á móti það lið sem fær minnsta tíma til að jafna sig á milli leikja og það fyrir leik á móti toppliði Liverpool. Það má sjá tíma milli leikja hjá öllum liðum deildarinnar með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira