Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2025 21:12 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir faðmar Glódísi Perlu Viggósdóttur í svekkelsinu eftir leikinn. Vísir/Anton Brink Virkni íslensku landsliðsstelpnanna á samfélagsmiðlum var til umræðu á samfélagsmiðlum í kvöld eftir tap í fyrsta leik á Evrópumótinu í Sviss. Tvær landsliðsgoðsagnir tjáðu sig um málið í Besta sætinu. Stefán Árni Pálsson fékk systurnar og landsliðsgoðsagnirnar Þóru Björgu og Ásthildi Helgadætur til sín í Besta sætið, hlaðvarp Íþróttadeildar Sýnar, til að fara yfir fyrsta leik íslenska landsliðsins á EM í Sviss. Íslenska liðið tapaði leiknum 1-0 en stelpurnar okkar hafa verið mjög virkar á samfélagsmiðlum í aðdraganda Evrópumótsins. „Ég var að sjá TikTok frá stelpunum í aðdraganda mótsins og ég hugsaði: Ef þetta fer illa í fyrsta leik þá verður auðvelt að grípa í það að það sé verið að fíflast þarna úti,“ sagði Stefán Árni í upphafi umræðunnar um samfélagsmiðlaþátttöku stelpnanna. Blessunarlega ekki til þá „Þessi gagnrýni er strax byrjuð á samfélagsmiðlum núna. Að stelpurnar séu með hugann við þetta en ekki fótboltann. TikTok var ekki til þegar þið voruð í íslenska landsliðinu og Internetið var varla til,“ sagði Stefán „Blessunarlega,“ sagði Ásthildur en hvað finnst þeim um þetta? „Ég veit það ekki. Nú tala ég eins og miðaldra kona sem ég vissulega er. Ég skil þetta ekki alveg. Það þarf að vera viss agi og ég veit ekki hvernig reglur og annað eru varðandi þetta,“ sagði Ásthildur. Fyrst vinnum við leikinn og svo fíflumst við „Auðvitað er þetta partur af mörgu í dag en þú þarft að vera með ákveðinn fókus. Logi sagði nú alltaf: Fyrst vinnum við leikinn og svo fíflumst við,“ sagði Ásthildur og er þar að tala um Loga Ólafsson, fyrrum þjálfara íslenska kvennalandsliðsins. „Það þarf að vera fókus á verkefnið og það þarf að sýna það út á við að það séu allir í fókus og ekki að hugsa um neitt annað. Ég ætla ekki að leggja dóm á það en þetta er ekki alveg minn tebolli,“ sagði Ásthildur. Ekki miklar samfélagsmiðlastjörnur „Við erum ekki miklar samfélagsmiðlastjörnur systurnar og manni finnst þetta svolítið skrýtið. Svo hefði verið klókt að bíða. Klára fyrsta leikinn og gera það vel. Þá byrja kannski að blasta TikTok-ið,“ sagði Þóra. „Það er líka hægt að hafa aga þó að það sé gaman,“ sagði Ásthildur. Það er hægt að hlusta á allan þáttinn hér fyrir neðan. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti Fleiri fréttir Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Sjá meira
Stefán Árni Pálsson fékk systurnar og landsliðsgoðsagnirnar Þóru Björgu og Ásthildi Helgadætur til sín í Besta sætið, hlaðvarp Íþróttadeildar Sýnar, til að fara yfir fyrsta leik íslenska landsliðsins á EM í Sviss. Íslenska liðið tapaði leiknum 1-0 en stelpurnar okkar hafa verið mjög virkar á samfélagsmiðlum í aðdraganda Evrópumótsins. „Ég var að sjá TikTok frá stelpunum í aðdraganda mótsins og ég hugsaði: Ef þetta fer illa í fyrsta leik þá verður auðvelt að grípa í það að það sé verið að fíflast þarna úti,“ sagði Stefán Árni í upphafi umræðunnar um samfélagsmiðlaþátttöku stelpnanna. Blessunarlega ekki til þá „Þessi gagnrýni er strax byrjuð á samfélagsmiðlum núna. Að stelpurnar séu með hugann við þetta en ekki fótboltann. TikTok var ekki til þegar þið voruð í íslenska landsliðinu og Internetið var varla til,“ sagði Stefán „Blessunarlega,“ sagði Ásthildur en hvað finnst þeim um þetta? „Ég veit það ekki. Nú tala ég eins og miðaldra kona sem ég vissulega er. Ég skil þetta ekki alveg. Það þarf að vera viss agi og ég veit ekki hvernig reglur og annað eru varðandi þetta,“ sagði Ásthildur. Fyrst vinnum við leikinn og svo fíflumst við „Auðvitað er þetta partur af mörgu í dag en þú þarft að vera með ákveðinn fókus. Logi sagði nú alltaf: Fyrst vinnum við leikinn og svo fíflumst við,“ sagði Ásthildur og er þar að tala um Loga Ólafsson, fyrrum þjálfara íslenska kvennalandsliðsins. „Það þarf að vera fókus á verkefnið og það þarf að sýna það út á við að það séu allir í fókus og ekki að hugsa um neitt annað. Ég ætla ekki að leggja dóm á það en þetta er ekki alveg minn tebolli,“ sagði Ásthildur. Ekki miklar samfélagsmiðlastjörnur „Við erum ekki miklar samfélagsmiðlastjörnur systurnar og manni finnst þetta svolítið skrýtið. Svo hefði verið klókt að bíða. Klára fyrsta leikinn og gera það vel. Þá byrja kannski að blasta TikTok-ið,“ sagði Þóra. „Það er líka hægt að hafa aga þó að það sé gaman,“ sagði Ásthildur. Það er hægt að hlusta á allan þáttinn hér fyrir neðan.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti Fleiri fréttir Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Sjá meira