Samfélag Fjóla V. Stefánsdóttir skrifar 23. desember 2019 12:00 Hvað er samfélag? Hverjir eru styrkleikar samfélags og hverjir eru veikleikar samfélags? Það er áskorun að byggja upp gott samfélag og krefst þátttöku allra sem búa í samfélaginu hvort sem það eru kjörnir fulltrúar, atvinnulífið, skólinn, eða aðrir. Gott samfélag getur verið t.d sveitarfélag eins og Grýtubakkahreppur. En hvað er gott sveitarfélag? Það þarf að vera vel rekið, það þarf að vera atvinna og helst fjölbreytt atvinna. Grunnþjónusta eins og menntun, heilbrigðis- og félagsmál þurfa að vera í góðu lagi. Góður skóli, leikskóli og þjónusta fyrir þá sem þurfa á að halda. Það sem er sérstakt við lítil samfélög er mikil þátttaka allra í verkefnum sem upp koma og þátttaka í ákvarðanatökum. Það er þessi kraftur sem býr í litlum samfélögum sem gerir þau sérstök. Það hentar sumum, öðrum ekki. Enda ráðum við hvar við búum það er enginn þvingaður til þess að búa í ákveðnum samfélögum. A.m.k. ekki hingað til. Við þurfum að hafa vit á því að nýta styrkleika hvers og eins, virða landsbyggðina og það sem hún hefur fram að færa. Ekki taka ákvarðanir sem fela einungis í sér að byggja hærri múra á milli landsbyggðar og höfuðborgar. Aðgerðir sem hindra samfélög eins og Grýtubakkahrepp í að lifa og dafna áfram. Ekki láta kjarkleysi og þröngsýni verða til þess að sterk samfélög verði veik í nafni ... tja, í nafni hvers ég bara spyr?? Tillaga ríkistjórnar um að lögþvinga sveitarfélög til sameininga, alveg burtséð frá því hvernig sveitarfélagið er statt, eða hvort það veitir þá þjónustu sem því ber, eða hvort íbúar yfir höfuð vilja sameinast eða ekki, er ansi hrokafull aðgerð og gerir ekki það sem tillögunni er ætlað. Eða að styrkja sveitarstjórnarstigið. Sameining er í sjálfu sér bara góð og gild og hafa sveitarfélög sameinast um allt land. Við eigum fyrst og fremst að einblína á það sem getur eflt okkur og rækta það sem sameinar okkur. Leyfum þeirri þróun að halda áfram, ég skora á þingmenn að kynna sér málið betur og hlusta á sjónamið þeirra sem búa í þessum sveitarfélögum. Í framhaldi af því fordæmi ég vinnubrögð samband Íslenskra sveitarfélaga við undirbúning og gerð þessarar tillögu um lögþvingum sveitarfélaga undir 1000 íbúum. Þessi tillaga er smiðuð og ákvörðuð af sveitarfélögum sem eru yfir þeim stærðarmörkum. Hún er unnin og ákveðin af þeim sem þetta hefur ekki áhrif á, nema þá að því leytinu að þessi stærri sveitarfélög fái að vísu allt að hundruðum milljóna ef þau taka að sér þessi minni sveitarfélög, sem sum hver eru jafnvel betur sett fjárhagslega en þessi stóru. Við höfum í sveitarstjórn Grýtubakkahrepps mótmælt þessum tillögum og bókað í fundargerðir hörð mótmæli. Án þess að fá nokkur svör frá sambandinu og þingmenn virðast ætla að þegja okkur bara af sér. Svona eins og þeir þurfi að hafa vit fyrir okkur. Ef við ætlum að ná fram hagræðingu á sveitarstjórnarstiginu þá er ein aðgerð sem gæti sparað mikið og minnkað flækjustigið, en það er að sameina höfuðborgarsvæðið í eitt sveitarfélag. Það hvarflar hins vegar ekki að mér að leggja það til. Við vinnum bara áfram ótrauð að því að efla og styrkja okkar samfélag, hvað sem stjórnvöld ákveða. Gleðilega hátíð.Höfundur er oddviti Grýtubakkahrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grýtubakkahreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Hvað er samfélag? Hverjir eru styrkleikar samfélags og hverjir eru veikleikar samfélags? Það er áskorun að byggja upp gott samfélag og krefst þátttöku allra sem búa í samfélaginu hvort sem það eru kjörnir fulltrúar, atvinnulífið, skólinn, eða aðrir. Gott samfélag getur verið t.d sveitarfélag eins og Grýtubakkahreppur. En hvað er gott sveitarfélag? Það þarf að vera vel rekið, það þarf að vera atvinna og helst fjölbreytt atvinna. Grunnþjónusta eins og menntun, heilbrigðis- og félagsmál þurfa að vera í góðu lagi. Góður skóli, leikskóli og þjónusta fyrir þá sem þurfa á að halda. Það sem er sérstakt við lítil samfélög er mikil þátttaka allra í verkefnum sem upp koma og þátttaka í ákvarðanatökum. Það er þessi kraftur sem býr í litlum samfélögum sem gerir þau sérstök. Það hentar sumum, öðrum ekki. Enda ráðum við hvar við búum það er enginn þvingaður til þess að búa í ákveðnum samfélögum. A.m.k. ekki hingað til. Við þurfum að hafa vit á því að nýta styrkleika hvers og eins, virða landsbyggðina og það sem hún hefur fram að færa. Ekki taka ákvarðanir sem fela einungis í sér að byggja hærri múra á milli landsbyggðar og höfuðborgar. Aðgerðir sem hindra samfélög eins og Grýtubakkahrepp í að lifa og dafna áfram. Ekki láta kjarkleysi og þröngsýni verða til þess að sterk samfélög verði veik í nafni ... tja, í nafni hvers ég bara spyr?? Tillaga ríkistjórnar um að lögþvinga sveitarfélög til sameininga, alveg burtséð frá því hvernig sveitarfélagið er statt, eða hvort það veitir þá þjónustu sem því ber, eða hvort íbúar yfir höfuð vilja sameinast eða ekki, er ansi hrokafull aðgerð og gerir ekki það sem tillögunni er ætlað. Eða að styrkja sveitarstjórnarstigið. Sameining er í sjálfu sér bara góð og gild og hafa sveitarfélög sameinast um allt land. Við eigum fyrst og fremst að einblína á það sem getur eflt okkur og rækta það sem sameinar okkur. Leyfum þeirri þróun að halda áfram, ég skora á þingmenn að kynna sér málið betur og hlusta á sjónamið þeirra sem búa í þessum sveitarfélögum. Í framhaldi af því fordæmi ég vinnubrögð samband Íslenskra sveitarfélaga við undirbúning og gerð þessarar tillögu um lögþvingum sveitarfélaga undir 1000 íbúum. Þessi tillaga er smiðuð og ákvörðuð af sveitarfélögum sem eru yfir þeim stærðarmörkum. Hún er unnin og ákveðin af þeim sem þetta hefur ekki áhrif á, nema þá að því leytinu að þessi stærri sveitarfélög fái að vísu allt að hundruðum milljóna ef þau taka að sér þessi minni sveitarfélög, sem sum hver eru jafnvel betur sett fjárhagslega en þessi stóru. Við höfum í sveitarstjórn Grýtubakkahrepps mótmælt þessum tillögum og bókað í fundargerðir hörð mótmæli. Án þess að fá nokkur svör frá sambandinu og þingmenn virðast ætla að þegja okkur bara af sér. Svona eins og þeir þurfi að hafa vit fyrir okkur. Ef við ætlum að ná fram hagræðingu á sveitarstjórnarstiginu þá er ein aðgerð sem gæti sparað mikið og minnkað flækjustigið, en það er að sameina höfuðborgarsvæðið í eitt sveitarfélag. Það hvarflar hins vegar ekki að mér að leggja það til. Við vinnum bara áfram ótrauð að því að efla og styrkja okkar samfélag, hvað sem stjórnvöld ákveða. Gleðilega hátíð.Höfundur er oddviti Grýtubakkahrepps.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun