Innlent

Grunuð um ölvunarakstur með ungt barn í bílnum

Andri Eysteinsson skrifar
Vísir/Vilhelm

Umferðaróhapp varð síðdegis í gær Þorláksmessu í hverfi 108 í Reykjavík. Þegar lögreglu bar að garði var annar ökumaðurinn að brjóstfæða ungt barn sitt, er konan grunuð um ölvun við akstur. Tilkynning var send til Barnaverndar og var faðir barnsins kallaður á vettvang og sótti hann barnið.

Þá voru afskipti höfð af nokkrum einstaklingum í miðbæ Reykjavíkur eftir miðnætti. Sparkað var í lögreglukonu sem kölluð var á bar þar sem kona neitaði að yfirgefa staðinn. Var lögreglukonan í þann mund að rétta henni veski hennar þegar sparkað var í hana.

Þá var ráðist á tvo menn í miðbænum en árásarmaðurinn kom úr leigubíl og lamdi mennina með flösku. Komst árásarmaðurinn undan á hlaupum.

Þá var töluvert um ölvunarakstur víðs vegar á Höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×