„Við sjáum hann ekkert stela þessu“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. desember 2019 10:43 Verslun Hjálmars Torfasonar fagnar sextíu ára afmæli rekstursins á næsta ári. Vísir/vilhelm Gæsluvarðhald yfir manni sem handtekinn var fyrir jól, grunaður um að hafa brotist inn í skartgripaverslun á Laugavegi og stolið þaðan skartgripum að verðmæti margra milljóna króna, rennur út í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu verður að öllum líkindum ekki farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir honum. Þá hafa skartgripirnir ekki komið í leitirnar en lögregla biðlar til nágranna að hafa augun opin fyrir þýfinu. Brotist var inn í gullsmíðaverslun Hjálmars Torfasonar á Laugavegi snemma að morgni 20. desember. Téður maður var handtekinn skömmu síðar og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Leituðu vel í grennd við búðina Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að fjöldi lögreglumanna hafi leitað að skartgripunum í ruslatunnum og á öðrum vænlegum felustöðum í nágrenni verslunarinnar í síðustu viku en ekkert fundist. Þá hafi ekki tekist að sanna aðild mannsins að innbrotinu. „Hann er grunaður við rannsókn málsins, kemur snemma í ljós, og er þekktur síbrotamaður. Og þar af leiðandi kemur [hann] inn í mynd en ekki nógu sterkt. Við sjáum hann ekkert stela þessu,“ segir Guðmundur. Lögregla biðlar nú til íbúa á svæðinu í kringum verslunina að líta vel í kringum sig eftir skartgripum sem mögulega kunni að hafa verið faldir í skúmaskotum. Um er að ræða skartgripi af ýmsum gerðum. Torfi Hjálmarsson eigandi verslunarinnar sagði í samtali við Vísi fyrir jól að innbrotið hefði reynst sér afar þungbært. Aðkoman hefði verið ógeðsleg en aðaltjónið væri auðvitað fólgið í skartgripaþjófnaðinum. Verslunin er fjölskyldufyrirtæki og fagnar sextíu ára afmæli rekstursins á næsta ári. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Hræðilegt að milljónaverðmætum hafi verið stolið svona rétt fyrir jól Maður var handtekinn snemma í morgun grunaður um að hafa brotist inn í gullsmíðaverslun Hjálmars Torfasonar á Laugavegi og stolið þaðan skartgripum að verðmæti margra milljóna króna. 20. desember 2019 12:56 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Gæsluvarðhald yfir manni sem handtekinn var fyrir jól, grunaður um að hafa brotist inn í skartgripaverslun á Laugavegi og stolið þaðan skartgripum að verðmæti margra milljóna króna, rennur út í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu verður að öllum líkindum ekki farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir honum. Þá hafa skartgripirnir ekki komið í leitirnar en lögregla biðlar til nágranna að hafa augun opin fyrir þýfinu. Brotist var inn í gullsmíðaverslun Hjálmars Torfasonar á Laugavegi snemma að morgni 20. desember. Téður maður var handtekinn skömmu síðar og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Leituðu vel í grennd við búðina Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að fjöldi lögreglumanna hafi leitað að skartgripunum í ruslatunnum og á öðrum vænlegum felustöðum í nágrenni verslunarinnar í síðustu viku en ekkert fundist. Þá hafi ekki tekist að sanna aðild mannsins að innbrotinu. „Hann er grunaður við rannsókn málsins, kemur snemma í ljós, og er þekktur síbrotamaður. Og þar af leiðandi kemur [hann] inn í mynd en ekki nógu sterkt. Við sjáum hann ekkert stela þessu,“ segir Guðmundur. Lögregla biðlar nú til íbúa á svæðinu í kringum verslunina að líta vel í kringum sig eftir skartgripum sem mögulega kunni að hafa verið faldir í skúmaskotum. Um er að ræða skartgripi af ýmsum gerðum. Torfi Hjálmarsson eigandi verslunarinnar sagði í samtali við Vísi fyrir jól að innbrotið hefði reynst sér afar þungbært. Aðkoman hefði verið ógeðsleg en aðaltjónið væri auðvitað fólgið í skartgripaþjófnaðinum. Verslunin er fjölskyldufyrirtæki og fagnar sextíu ára afmæli rekstursins á næsta ári.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Hræðilegt að milljónaverðmætum hafi verið stolið svona rétt fyrir jól Maður var handtekinn snemma í morgun grunaður um að hafa brotist inn í gullsmíðaverslun Hjálmars Torfasonar á Laugavegi og stolið þaðan skartgripum að verðmæti margra milljóna króna. 20. desember 2019 12:56 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Hræðilegt að milljónaverðmætum hafi verið stolið svona rétt fyrir jól Maður var handtekinn snemma í morgun grunaður um að hafa brotist inn í gullsmíðaverslun Hjálmars Torfasonar á Laugavegi og stolið þaðan skartgripum að verðmæti margra milljóna króna. 20. desember 2019 12:56