Óttast að ofgnótt gervitungla spilli næturhimninum Kjartan Kjartansson skrifar 27. desember 2019 10:54 Starlink-gervitungl SpaceX skilja eftir sig langar bjartar rákir á næturhimninum á þessari mynd sem tekin var í Ungverjalandi í nóvember. Vísir/EPA Stjörnufræðingar hafa áhyggjur af því að þúsundir smárra fjarskiptagervitungla sem til stendur að skjóta á loft eigi eftir að torvelda athuganir á alheiminum og spilla næturhimninum. Gervitungl geimferðafyrirtækisins SpaceX eru þegar sögð setja strik í reikning stjörnuathugana frá jörðu niðri. Á braut um jörðina endurvarpa gervitungl sólarljósi þannig að þau geta skinið bjartar en stjörnurnar í fjarska. Þegar tunglin ganga inn fyrir sjónsvið sjónauka á jörðu niðri birtast þau sem bjartar hvítar rákir. Bjarta ljósið skemmir myndir af næturhimninum og getur einnig haft áhrif á útvarpsbylgjuathuganir. Vandamálið fyrir stjörnufræðiathuganir er þegar til staðar en vísindamenn óttast að það verði enn verra þegar byrjað verður að skjóta þúsundum gervitungla á loft á næstunni. Gervitunglin eiga að knýja háhraðainternet úr geimnum sem yrði aðgengilegt á jafnvel afskekktustu stöðum á jörðinni. Þegar fjarskiptatunglin verða komin á loft mun gervihnöttum hafa stórfjölgað. Breska ríkisútvarpið BBC segir að nú séu um 2.200 gervitungl á braut um jörðina. Gangi áform SpaceX um að skjóta 60 nýjum gervitunglum á loft á nokkurra vikna fresti munu um 1.500 hafa bæst við á næsta ári. Geimskot fyrirtækisins á Starlink-gervihnöttunum svonefndu eiga að hefjast í næstu viku. Fleiri fyrirtæki hafa uppi svipuð áform. Áætlað er að fjöldi gervitungla á braut um jörðu gæti náð um 12.000 fyrir miðjan næsta áratug. SpaceX er eitt þeirra fyrirtækja sem ætla að senda flota fjarskiptagervitungla á loft. Breska fyrirtækið OneWeb og Amazon eru einnig með slík tungl á teikniborðinu.Vísir/EPA Dæmi um sameignarvanda Nú þegar eru um 120 Starlink-gervitungl á braut um jörðu í undir 500 kílómetra hæð. Kvartanir hafa þegar borist frá stjörnuáhugafólki um að gervihnettirnir hafi spillt myndum þess af stjörnuhimninum. Dave Clements, stjarneðlisfræðingur við Imperial College í London, segir að gervitunglin geti haft veruleg áhrif á vísindarannsóknir. „Þau eru forgrunnurinn á milli jarðarinnar og þess sem við könnum í alheiminum þannig að þau eru fyrir öllu. Þannig missum við af hverjum sem er fyrir aftan þau, hvort sem þeir er mögulega hættulegt smástirni í grenndinni eða fjarlægustu dulstirnin í alheiminum,“ segir Clements. Hann grípur til hagfræðihugtaks til að skýra vandamálið. „Næturhimininn er almenningur og það sem við stöndum frammi fyrir hér er sameignarvandinn [e. Tragedy of the commons],“ segir hann. Mest verða áhrifin á sjónauka á jörðu niðri sem taka myndir af stórum hlutum næturhiminsins í einu. Þar á meðal er LSST-sjónauki Evrópsku stjörnustöðvarinnar á Suðurhveli (ESO) sem til stendur að smíða í Síle. „Nú erum við með þessi gervitungl sem trufla athuganir og það er eins og einhver gangi um með kastljós og kveiki á því við og við,“ segir hann. Fyrirtækin segjast vinna með vísindamönnum að því að lágmarka áhrif gervitunglanna. SpaceX segist meðal annars að hjúpa næstu gervitungl með efni sem endurvarpar minna ljósi. Martin Barstow, stjarneðlisfræðingur við Háskólann í Leicester, segir BBC ennfremur að hægt sé að ráða bót á einhverjum árekstranna. Staðsetning gervitunglanna sé þekkt og hægt verði að taka tillit til þeirra við athuganir þó að það muni vissulega kosta vísindamenn tíma og vinnu. Geimurinn SpaceX Vísindi Tengdar fréttir Enn eitt merkilegt geimskot SpaceX Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX munu í dag reyna að skjóta 60 smá-gervihnöttum á braut um jörðu. Þetta þykir merkilegt geimskot fyrir nokkrar sakir. 11. nóvember 2019 14:00 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Stjörnufræðingar hafa áhyggjur af því að þúsundir smárra fjarskiptagervitungla sem til stendur að skjóta á loft eigi eftir að torvelda athuganir á alheiminum og spilla næturhimninum. Gervitungl geimferðafyrirtækisins SpaceX eru þegar sögð setja strik í reikning stjörnuathugana frá jörðu niðri. Á braut um jörðina endurvarpa gervitungl sólarljósi þannig að þau geta skinið bjartar en stjörnurnar í fjarska. Þegar tunglin ganga inn fyrir sjónsvið sjónauka á jörðu niðri birtast þau sem bjartar hvítar rákir. Bjarta ljósið skemmir myndir af næturhimninum og getur einnig haft áhrif á útvarpsbylgjuathuganir. Vandamálið fyrir stjörnufræðiathuganir er þegar til staðar en vísindamenn óttast að það verði enn verra þegar byrjað verður að skjóta þúsundum gervitungla á loft á næstunni. Gervitunglin eiga að knýja háhraðainternet úr geimnum sem yrði aðgengilegt á jafnvel afskekktustu stöðum á jörðinni. Þegar fjarskiptatunglin verða komin á loft mun gervihnöttum hafa stórfjölgað. Breska ríkisútvarpið BBC segir að nú séu um 2.200 gervitungl á braut um jörðina. Gangi áform SpaceX um að skjóta 60 nýjum gervitunglum á loft á nokkurra vikna fresti munu um 1.500 hafa bæst við á næsta ári. Geimskot fyrirtækisins á Starlink-gervihnöttunum svonefndu eiga að hefjast í næstu viku. Fleiri fyrirtæki hafa uppi svipuð áform. Áætlað er að fjöldi gervitungla á braut um jörðu gæti náð um 12.000 fyrir miðjan næsta áratug. SpaceX er eitt þeirra fyrirtækja sem ætla að senda flota fjarskiptagervitungla á loft. Breska fyrirtækið OneWeb og Amazon eru einnig með slík tungl á teikniborðinu.Vísir/EPA Dæmi um sameignarvanda Nú þegar eru um 120 Starlink-gervitungl á braut um jörðu í undir 500 kílómetra hæð. Kvartanir hafa þegar borist frá stjörnuáhugafólki um að gervihnettirnir hafi spillt myndum þess af stjörnuhimninum. Dave Clements, stjarneðlisfræðingur við Imperial College í London, segir að gervitunglin geti haft veruleg áhrif á vísindarannsóknir. „Þau eru forgrunnurinn á milli jarðarinnar og þess sem við könnum í alheiminum þannig að þau eru fyrir öllu. Þannig missum við af hverjum sem er fyrir aftan þau, hvort sem þeir er mögulega hættulegt smástirni í grenndinni eða fjarlægustu dulstirnin í alheiminum,“ segir Clements. Hann grípur til hagfræðihugtaks til að skýra vandamálið. „Næturhimininn er almenningur og það sem við stöndum frammi fyrir hér er sameignarvandinn [e. Tragedy of the commons],“ segir hann. Mest verða áhrifin á sjónauka á jörðu niðri sem taka myndir af stórum hlutum næturhiminsins í einu. Þar á meðal er LSST-sjónauki Evrópsku stjörnustöðvarinnar á Suðurhveli (ESO) sem til stendur að smíða í Síle. „Nú erum við með þessi gervitungl sem trufla athuganir og það er eins og einhver gangi um með kastljós og kveiki á því við og við,“ segir hann. Fyrirtækin segjast vinna með vísindamönnum að því að lágmarka áhrif gervitunglanna. SpaceX segist meðal annars að hjúpa næstu gervitungl með efni sem endurvarpar minna ljósi. Martin Barstow, stjarneðlisfræðingur við Háskólann í Leicester, segir BBC ennfremur að hægt sé að ráða bót á einhverjum árekstranna. Staðsetning gervitunglanna sé þekkt og hægt verði að taka tillit til þeirra við athuganir þó að það muni vissulega kosta vísindamenn tíma og vinnu.
Geimurinn SpaceX Vísindi Tengdar fréttir Enn eitt merkilegt geimskot SpaceX Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX munu í dag reyna að skjóta 60 smá-gervihnöttum á braut um jörðu. Þetta þykir merkilegt geimskot fyrir nokkrar sakir. 11. nóvember 2019 14:00 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Enn eitt merkilegt geimskot SpaceX Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX munu í dag reyna að skjóta 60 smá-gervihnöttum á braut um jörðu. Þetta þykir merkilegt geimskot fyrir nokkrar sakir. 11. nóvember 2019 14:00