Rannsaka breska samverkakonu Epstein og fleiri Kjartan Kjartansson skrifar 27. desember 2019 11:57 Ghislaine Maxwell vann lengi fyrir Epstein. Hún hefur verið sökuð um að hafa fundið stúlkur sem hann seldi síðan mansali og misnotaði. Vísir/Getty Bandaríska alríkislögreglan FBI er nú sögð rannsaka Ghislaine Maxwell, breska samverkakonu Jeffrey Epstein, bandarísks auðkýfings sem sakaður var um misnota og selja fjölda stúlkna mansali. Rannsóknin er sögð beinast að einstaklingum sem gætu hafa liðkað fyrir brotum Epstein. Epstein framdi sjálfsvíg í fangelsi í New York í sumar eftir að hann var handtekinn og ákærður fyrir mansal. Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildum sínum að þrátt fyrir að Maxwell, sem vann lengi fyrir Epstein, sæti nú rannsókn þá sé hún ekki sökuð um glæp að svo stöddu. Þá er alríkislögreglan sögð fylgja eftir fjölda ábendinga sem hún fékk frá konum sem höfðu samband við símalínu sem var opnuð eftir að Epstein var handtekinn í júlí. Ekki kemur fram hverjir fleiri eru til rannsóknar en heimildarmenn Reuters segja að FBI hafi engin áform um að taka skýrslu af Andrési prins af Bretlandi. Rannsóknin beinist að þeim sem gerðu Epstein kleift að fremja brot sín og Andrés falli ekki undir þá skilgreiningu. Giuffre segir að hún hafi verið sautján ára gömul þegar Epstein þvingaði hana til samræðis við Andrés prins.AP/Michel Euler Virginia Giuffre fullyrðir að Epstein hafi þvingað sig til að undirgangast misnotkun Andrésar prins og annarra vina hans. Maxwell hefur sakað Giuffre um lygar. Í einkamáli vegna meiðyrða sem Giuffre höfðaði gegn Maxwell vegna þess fullyrti sú fyrrnefnda að Maxwell hefði komið henni í kynni við Epstein á sínum tíma. Andrés prins hefur hafnað allri sök. Hann lét engu að síður af opinberum embættisathöfnum í nóvember í ljósi vináttu hans við Epstein sem hann viðurkenndi að hafi byggst á „slæmri dómgreind“. Heimildarmenn Reuters útiloka ekki að FBI gæti reynt að ná tali af Andrési síðar. Bandaríkin Bretland Mál Jeffrey Epstein Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Biður breskan almenning um að standa með sér Í viðtali sem sýnt verður á BBC í kvöld tjáir Virginia Giuffre sig í fyrsta sinn við breska fjölmiðla 2. desember 2019 19:14 Meint fórnarlamb Andrésar prins tjáir sig í fyrsta sinn við breska fjölmiðla Virginia Guiffre, konan sem steig fram og ásakaði Andrés Bretaprins um að hafa nauðgað sér árin 2001 og 2002, sagði sögu sína í breska fréttaskýringarþættinum Panorama sem sýndur verður á BBC annað kvöld. 1. desember 2019 22:56 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Bandaríska alríkislögreglan FBI er nú sögð rannsaka Ghislaine Maxwell, breska samverkakonu Jeffrey Epstein, bandarísks auðkýfings sem sakaður var um misnota og selja fjölda stúlkna mansali. Rannsóknin er sögð beinast að einstaklingum sem gætu hafa liðkað fyrir brotum Epstein. Epstein framdi sjálfsvíg í fangelsi í New York í sumar eftir að hann var handtekinn og ákærður fyrir mansal. Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildum sínum að þrátt fyrir að Maxwell, sem vann lengi fyrir Epstein, sæti nú rannsókn þá sé hún ekki sökuð um glæp að svo stöddu. Þá er alríkislögreglan sögð fylgja eftir fjölda ábendinga sem hún fékk frá konum sem höfðu samband við símalínu sem var opnuð eftir að Epstein var handtekinn í júlí. Ekki kemur fram hverjir fleiri eru til rannsóknar en heimildarmenn Reuters segja að FBI hafi engin áform um að taka skýrslu af Andrési prins af Bretlandi. Rannsóknin beinist að þeim sem gerðu Epstein kleift að fremja brot sín og Andrés falli ekki undir þá skilgreiningu. Giuffre segir að hún hafi verið sautján ára gömul þegar Epstein þvingaði hana til samræðis við Andrés prins.AP/Michel Euler Virginia Giuffre fullyrðir að Epstein hafi þvingað sig til að undirgangast misnotkun Andrésar prins og annarra vina hans. Maxwell hefur sakað Giuffre um lygar. Í einkamáli vegna meiðyrða sem Giuffre höfðaði gegn Maxwell vegna þess fullyrti sú fyrrnefnda að Maxwell hefði komið henni í kynni við Epstein á sínum tíma. Andrés prins hefur hafnað allri sök. Hann lét engu að síður af opinberum embættisathöfnum í nóvember í ljósi vináttu hans við Epstein sem hann viðurkenndi að hafi byggst á „slæmri dómgreind“. Heimildarmenn Reuters útiloka ekki að FBI gæti reynt að ná tali af Andrési síðar.
Bandaríkin Bretland Mál Jeffrey Epstein Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Biður breskan almenning um að standa með sér Í viðtali sem sýnt verður á BBC í kvöld tjáir Virginia Giuffre sig í fyrsta sinn við breska fjölmiðla 2. desember 2019 19:14 Meint fórnarlamb Andrésar prins tjáir sig í fyrsta sinn við breska fjölmiðla Virginia Guiffre, konan sem steig fram og ásakaði Andrés Bretaprins um að hafa nauðgað sér árin 2001 og 2002, sagði sögu sína í breska fréttaskýringarþættinum Panorama sem sýndur verður á BBC annað kvöld. 1. desember 2019 22:56 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Biður breskan almenning um að standa með sér Í viðtali sem sýnt verður á BBC í kvöld tjáir Virginia Giuffre sig í fyrsta sinn við breska fjölmiðla 2. desember 2019 19:14
Meint fórnarlamb Andrésar prins tjáir sig í fyrsta sinn við breska fjölmiðla Virginia Guiffre, konan sem steig fram og ásakaði Andrés Bretaprins um að hafa nauðgað sér árin 2001 og 2002, sagði sögu sína í breska fréttaskýringarþættinum Panorama sem sýndur verður á BBC annað kvöld. 1. desember 2019 22:56