Farið verður fram á framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir Kristjáni Gunnari Valdimarssyni, lektor við Háskóla Íslands, á morgun samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu.
Kristján er grunaður um að hafa svipt þrjár konur frelsi og beitt þær kynferðislegu ofbeldi á heimili sínu á aðfangadag og jóladag.
Í gærkvöldi aflétti Landréttur einangrun yfir Kristjáni en hann er áfram í gæsluvarðhaldi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er hann í farsíma-, heimsóknar- og fjölmiðlabanni. Samkvæmt heimildum fréttastofu var ekki búið að yfirheyra Kristján Gunnar í dag en rannsókn málsins er í fullum gangi.
Lögmaður Kristjáns Gunnars vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í dag en sá sem gætti hagsmuna hans í fyrstu sagði sig frá því í gær.
Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir lektornum

Tengdar fréttir

Réttargæslumaður verulega ósáttur við vinnubrögð lögreglu: „Það hefði átt setja Kristján strax í gæsluvarðhald“
Kristján Gunnar Valdimarsson, lögmaður og lektor í skattarétti við lagadeild Háskóla Íslands, er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur ungum konum eftir að honum var sleppt úr haldi lögreglu á aðfangadag

Lektorinn grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur konum eftir að honum var sleppt úr haldi
Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur ungum konum eftir að honum var sleppt úr haldi lögreglu á aðfangadag.

Lektorinn í farsíma-, heimsóknar- og fjölmiðlabanni
Kristján Gunnar Valdimarsson, sem sakaður er um að hafa frelsissvipt þrjár konur og beitt þær kynferðislegu ofbeldi, er í farsíma-, heimsóknar- og fjölmiðlabanni samkvæmt heimildum fréttastofu.

Lektorinn ekki lengur í einangrun
Landsréttur staðfesti gæsluvarðhald yfir Kristjáni Gunnari Valdimarssyni, lektor við Háskóla Íslands, í gær en aflétti einangrun.