Innlent

Gæsluvarðhald yfir lektornum rennur út í dag

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kristján Gunnar Valdimarsson er starfandi lögmaður og lektor í skattarétti við lagadeild Háskóla Íslands.
Kristján Gunnar Valdimarsson er starfandi lögmaður og lektor í skattarétti við lagadeild Háskóla Íslands. Vísir/Þorbjörn

Gæsluvarðhald yfir Kristjáni Gunnari Valdimarssyni, lektor við Háskóla Íslands, sem er grunaður um brot gegn þremur konum, rennur út í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður farið fram á framlengingu á gæsluvarðhaldinu eftir hádegi í dag.

Kristján er grunaður um að hafa svipt þrjár konur frelsi og beitt þær kynferðislegu ofbeldi á heimili sínu á aðfangadag og jóladag.

Á föstudag aflétti Landsréttur einangrun yfir Kristjáni Gunnari en hann áfram látinn sæta gæsluvarðahaldi.

Lögmaður Kristjáns vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í gær.


Tengdar fréttir

Lektorinn ekki lengur í einangrun

Landsréttur staðfesti gæsluvarðhald yfir Kristjáni Gunnari Valdimarssyni, lektor við Háskóla Íslands, í gær en aflétti einangrun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×