Virðingarleysi að skipa astmasjúklingum úr borginni yfir áramótin Birgir Olgeirsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 29. desember 2019 12:52 Flugeldaskot getur haft mikil áhrif á líðan astmasjúklinga. vísir/vilhelm Formaður astmafélagsins segir ekki til marks um mikla virðingu í garð náungans að skipa öndunarfærasjúklingum að yfirgefa borgina svo þeir skemmi ekki áramótagleði fjöldans. Finna þurfi skynsamlegar lausnir á þeirri loftmengun sem fylgi flugeldaskotgleði borgarbúa svo allir geti fagnað áramótunum í sátt og samlyndi. Afstaða almennings til flugeldasölu hefur breyst töluvert á undanförnum árum. Samkvæmt nýrri könnun Maskínu vildu 37 prósent svarenda óbreytt fyrirkomulag í flugeldasölu á móti rúmum 45 prósentum fyrir ári síðan. Fríða Rún Þórðardóttir, formaður astma- og ofnæmisfélags Íslands, segir þessa loftmengun sem fylgi flugeldunum ekki góða fyrir lungnaheilsu neins. Niðurstöður rannsókna á áhrif þessara mengunar eru ótvíræðar. Taki þurfi fast á þessum málum sem varða loftgæði á höfuðborgarsvæðinu. Fríða Rún Þórðardóttir, formaður astma- og ofnæmisfélags Íslands.aðsend „En við þurfum að gera þetta af skynsemi og reyna að líta til hagsmuna þeirra sem bera hagsmuni af flugeldasölunni. Ég er ekki að segja með þessu að við eigum endilega að horfa bara eftir þessu heldur er það númer eitt tvö og þrjú að horfa á áhrif mengunar á lungnaheilsu til lengri og styttri tíma.“ Margir lungnasjúklingar eru ekki úti þegar skotgleðin er sem mest og upplifa þeir skerðingu á lífsgæðum þetta kvöld. Hún segir skilgreind skotsvæði í útjaðri byggðar dæmi um ágætis lausn á þessum vanda. „Þeir hafa líka verið að setja upp svæði sem betra er að skjóta af heldur en önnur og það er auðvitað reynandi að sjá hvernig það kemur út. Síðan er líka bara mikilvægt að gera mælingar á menguninni og sjá hvernig hún dreifir sér og vera fagleg í þessari vinnu.“ Að mörgu er að huga og hefur til að mynda framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar varða við takmörkun á notkun flugelda. Hún geti haft neikvæð áhrif á verðmætasköpun tengdri ferðaþjónustu. Aðrir segja að öndunarfærasjúklingar þurfi hreinlega að koma sér úr borginni á gamlárskvöld til að skemma ekki gleðina fyrir fjöldanum. „Auðvitað getum við ekki sagt eitthvað slíkt, fólk eigi bara að koma sér að heiman út af einhverju þess háttar. Við eigum að sýna hvort öðru virðingu og skilning, það er algjörlega á hreinu. Við eigum ekki að tala svona.“ Hún segir þyngsl við andardrátt hjá öndunarfærasjúklingum á þessum kvöldi. „Þú getur ekki andað, þú ert ekki að fá það súrefni sem líkaminn þinn þarf til að starfa fullkomlega eðlilega. Þetta eru svona þyngsli sem maður upplifir sem mikla vanlíðan að maður sé ekki að fá nóg súrefni,“ sagði Fríða Rún. Áramót Flugeldar Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Astmasjúkir vilja að blási vel um áramót Á fyrstu klukkutímum ársins 2017 mældist svifryksmengun á Grensásvegi 29-falt yfir heilsuverndarmörkum. Mengunin var rúm 1.450 míkrógrömm á rúmmetra en heilsuverndarmörk eru 50 míkrógrömm. 29. desember 2017 06:00 Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Formaður astmafélagsins segir ekki til marks um mikla virðingu í garð náungans að skipa öndunarfærasjúklingum að yfirgefa borgina svo þeir skemmi ekki áramótagleði fjöldans. Finna þurfi skynsamlegar lausnir á þeirri loftmengun sem fylgi flugeldaskotgleði borgarbúa svo allir geti fagnað áramótunum í sátt og samlyndi. Afstaða almennings til flugeldasölu hefur breyst töluvert á undanförnum árum. Samkvæmt nýrri könnun Maskínu vildu 37 prósent svarenda óbreytt fyrirkomulag í flugeldasölu á móti rúmum 45 prósentum fyrir ári síðan. Fríða Rún Þórðardóttir, formaður astma- og ofnæmisfélags Íslands, segir þessa loftmengun sem fylgi flugeldunum ekki góða fyrir lungnaheilsu neins. Niðurstöður rannsókna á áhrif þessara mengunar eru ótvíræðar. Taki þurfi fast á þessum málum sem varða loftgæði á höfuðborgarsvæðinu. Fríða Rún Þórðardóttir, formaður astma- og ofnæmisfélags Íslands.aðsend „En við þurfum að gera þetta af skynsemi og reyna að líta til hagsmuna þeirra sem bera hagsmuni af flugeldasölunni. Ég er ekki að segja með þessu að við eigum endilega að horfa bara eftir þessu heldur er það númer eitt tvö og þrjú að horfa á áhrif mengunar á lungnaheilsu til lengri og styttri tíma.“ Margir lungnasjúklingar eru ekki úti þegar skotgleðin er sem mest og upplifa þeir skerðingu á lífsgæðum þetta kvöld. Hún segir skilgreind skotsvæði í útjaðri byggðar dæmi um ágætis lausn á þessum vanda. „Þeir hafa líka verið að setja upp svæði sem betra er að skjóta af heldur en önnur og það er auðvitað reynandi að sjá hvernig það kemur út. Síðan er líka bara mikilvægt að gera mælingar á menguninni og sjá hvernig hún dreifir sér og vera fagleg í þessari vinnu.“ Að mörgu er að huga og hefur til að mynda framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar varða við takmörkun á notkun flugelda. Hún geti haft neikvæð áhrif á verðmætasköpun tengdri ferðaþjónustu. Aðrir segja að öndunarfærasjúklingar þurfi hreinlega að koma sér úr borginni á gamlárskvöld til að skemma ekki gleðina fyrir fjöldanum. „Auðvitað getum við ekki sagt eitthvað slíkt, fólk eigi bara að koma sér að heiman út af einhverju þess háttar. Við eigum að sýna hvort öðru virðingu og skilning, það er algjörlega á hreinu. Við eigum ekki að tala svona.“ Hún segir þyngsl við andardrátt hjá öndunarfærasjúklingum á þessum kvöldi. „Þú getur ekki andað, þú ert ekki að fá það súrefni sem líkaminn þinn þarf til að starfa fullkomlega eðlilega. Þetta eru svona þyngsli sem maður upplifir sem mikla vanlíðan að maður sé ekki að fá nóg súrefni,“ sagði Fríða Rún.
Áramót Flugeldar Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Astmasjúkir vilja að blási vel um áramót Á fyrstu klukkutímum ársins 2017 mældist svifryksmengun á Grensásvegi 29-falt yfir heilsuverndarmörkum. Mengunin var rúm 1.450 míkrógrömm á rúmmetra en heilsuverndarmörk eru 50 míkrógrömm. 29. desember 2017 06:00 Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Astmasjúkir vilja að blási vel um áramót Á fyrstu klukkutímum ársins 2017 mældist svifryksmengun á Grensásvegi 29-falt yfir heilsuverndarmörkum. Mengunin var rúm 1.450 míkrógrömm á rúmmetra en heilsuverndarmörk eru 50 míkrógrömm. 29. desember 2017 06:00