„Nánast engin umferð á götunum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. desember 2019 17:30 Sjaldgæf sjón á Bústaðavegi á fimmta tímanum á virkum degi. Nánast engin umferð á háannatíma. vísir/vilhelm Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að svo virðist sem almenningur hafi hlustað vel á viðvaranir vegna óveðursins sem nú gengur yfir landið. Það má sjá á því að mjög lítil umferð er nú á götum höfuðborgarsvæðisins, á tíma sem er yfirleitt háannatími í umferðinni. „Við erum með ansi margar myndavélar um bæinn sem við erum að fylgjast með og það er bara mjög lítil umferð og nánast engin umferð á götunum yfirhöfuð. Þannig að fólk virðist hafa hlustað vel á þessar viðvaranir sem komu og er bara komið heim til sín,“ segir Ásgeir í samtali við Vísi. Þá segir hann einnig mjög rólegt í útköllum vegna hefðbundinna lögreglumála en frá því klukkan tvö hafa síðan komið tólf óveðursútköll. Lögregla, slökkvilið og björgunarsveitir manna aðgerðastjórn í samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Þá hefur einnig verið óskað eftir aðstoð Rauða kross Íslands og var fjöldahjálparstöð virkjuð á Kjalarnesi nú síðdegis. Var það gert vegna bíla sem voru að koma að norðan en búið var að loka veginum um Kjalarnes inn til Reykjavíkur. Fólki var beint í fjöldahjálparstöðina þar sem það þarf að bíða af sér veðrið. Ásgeir segir að það megi alveg hrósa fólki fyrir að hafa farið eftir tilmælum vegna veðursins. „Vegna þess að veðrið er virkilega vont og það er meiri vindur en spáð var,“ segir Ásgeir. Hann bendir jafnframt á það sem bjargi miklu, og eiginlega öllu, á höfuðborgarsvæðinu sé að engin ofankoma er í verðinu. „Ef við værum með ofankomu með þessu í formi snjós þá værum við í virkilega vondum málum. En það var eitthvað sem við gátum ekki alveg treyst á því úrkomubeltið var alveg að teygja sig í áttina að höfuðborginni en við erum allavega enn þá að sleppa.“ Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Fleiri fréttir Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Sjá meira
Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að svo virðist sem almenningur hafi hlustað vel á viðvaranir vegna óveðursins sem nú gengur yfir landið. Það má sjá á því að mjög lítil umferð er nú á götum höfuðborgarsvæðisins, á tíma sem er yfirleitt háannatími í umferðinni. „Við erum með ansi margar myndavélar um bæinn sem við erum að fylgjast með og það er bara mjög lítil umferð og nánast engin umferð á götunum yfirhöfuð. Þannig að fólk virðist hafa hlustað vel á þessar viðvaranir sem komu og er bara komið heim til sín,“ segir Ásgeir í samtali við Vísi. Þá segir hann einnig mjög rólegt í útköllum vegna hefðbundinna lögreglumála en frá því klukkan tvö hafa síðan komið tólf óveðursútköll. Lögregla, slökkvilið og björgunarsveitir manna aðgerðastjórn í samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Þá hefur einnig verið óskað eftir aðstoð Rauða kross Íslands og var fjöldahjálparstöð virkjuð á Kjalarnesi nú síðdegis. Var það gert vegna bíla sem voru að koma að norðan en búið var að loka veginum um Kjalarnes inn til Reykjavíkur. Fólki var beint í fjöldahjálparstöðina þar sem það þarf að bíða af sér veðrið. Ásgeir segir að það megi alveg hrósa fólki fyrir að hafa farið eftir tilmælum vegna veðursins. „Vegna þess að veðrið er virkilega vont og það er meiri vindur en spáð var,“ segir Ásgeir. Hann bendir jafnframt á það sem bjargi miklu, og eiginlega öllu, á höfuðborgarsvæðinu sé að engin ofankoma er í verðinu. „Ef við værum með ofankomu með þessu í formi snjós þá værum við í virkilega vondum málum. En það var eitthvað sem við gátum ekki alveg treyst á því úrkomubeltið var alveg að teygja sig í áttina að höfuðborginni en við erum allavega enn þá að sleppa.“
Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Fleiri fréttir Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Sjá meira