Kallar saman þjóðaröryggisráð vegna óveðursins Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. desember 2019 13:44 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er formaður þjóðaröryggisráðs. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs hefur boðað til fundar í þjóðaröryggisráði síðdegis í dag vegna þess ofsaveðurs sem gekk yfir landið og þeirra afleiðinga sem það hefur haft. Þá munu ráðherrar heimsækja samhæfingamiðstöð almannvarna í dag til að taka stöðuna að því er fram kemur í færslu Katrínar á Facebook. „Síðustu sólarhringa höfum við verið minnt á að við búum við öflug náttúruöfl. Aftakaveður hefur verið fyrir norðan og íbúar þar eru í sérstaklega erfiðri stöðu,“ skrifar Katrín. Hún hafi verið í sambandi við bæði íbúa og sveitarstjórnafólk en víða sé staðan bæði þung og erfið. „Á sama tíma er ljóst að viðbragðsaðilar hafa ekki unnt sér hvíldar og hafa unnið þrekvirki við erfiðar aðstæður,“ segir Katrín.Viðtali Katrínar við Reykjavík Síðdegis hefur verið bætt við fréttina og má heyra hér að neðan. Hún hafi því boðað þjóðaröryggisráð á fund klukkan fimm í dag og fer fundurinn fram í stjórnarráðinu. Þá hefur verið settur saman hópur sem mun fara í það að greina stöðuna og leggja til nauðsynlegar úrbætur til að tryggja að afleiðingar á borð við þær sem sést hafa eftir óveður síðustu daga geti ekki endurtekið sig. „Hópurinn fer strax af stað með fulltrúa mínum, fjármála- og efnahagsráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra,“ segir Katrín. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir í færslu á sinni Facebook síðu að yfirvöld muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að bregðast við skjótt og koma hlutunum í samt lag á nýjan leik. „Enn og aftur kemur í ljós hvað við Íslendingar búum vel að öflugum viðbragðsaðilum,“ skrifar Áslaug og vísar þar til bæði sjálfboðaliða í björgunar- og hjálparsveitum, starfsfólks lögreglu, landhelgisgæslu, sveitarfélaga, Vegagerðarinnar og fyrirtækja á borð við Landsnet og Rarik. „Það er aðdáunarvert að fylgjast með öllu því fólki sem þar starfar og er reiðubúið að bregðast við, fara út í óveðrið og bjarga því sem bjargað verður í þágu samborgara sinna. Við stöndum í mikilli þakkarskuld við allt þetta fólk,“ segir Áslaug. Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Ríkisstjórnin muni leggjast yfir afleiðingar óveðursins "Ríkisstjórnin mun taka höndum saman og leggjast yfir það sem gekk á hérna á undanförnum dögum og fara í það hvernig við getum farið bara í beinharðar aðgerðir til þess að læra af því,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. 12. desember 2019 11:53 Ráðherra lofar að brugðist verði við veikleikum í kerfum Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir óveðrið sem gekk yfir landið hafa minnt landsmenn illilega á hvað maðurinn á sér lítils gagnvart náttúruöflunum. 12. desember 2019 11:51 Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs hefur boðað til fundar í þjóðaröryggisráði síðdegis í dag vegna þess ofsaveðurs sem gekk yfir landið og þeirra afleiðinga sem það hefur haft. Þá munu ráðherrar heimsækja samhæfingamiðstöð almannvarna í dag til að taka stöðuna að því er fram kemur í færslu Katrínar á Facebook. „Síðustu sólarhringa höfum við verið minnt á að við búum við öflug náttúruöfl. Aftakaveður hefur verið fyrir norðan og íbúar þar eru í sérstaklega erfiðri stöðu,“ skrifar Katrín. Hún hafi verið í sambandi við bæði íbúa og sveitarstjórnafólk en víða sé staðan bæði þung og erfið. „Á sama tíma er ljóst að viðbragðsaðilar hafa ekki unnt sér hvíldar og hafa unnið þrekvirki við erfiðar aðstæður,“ segir Katrín.Viðtali Katrínar við Reykjavík Síðdegis hefur verið bætt við fréttina og má heyra hér að neðan. Hún hafi því boðað þjóðaröryggisráð á fund klukkan fimm í dag og fer fundurinn fram í stjórnarráðinu. Þá hefur verið settur saman hópur sem mun fara í það að greina stöðuna og leggja til nauðsynlegar úrbætur til að tryggja að afleiðingar á borð við þær sem sést hafa eftir óveður síðustu daga geti ekki endurtekið sig. „Hópurinn fer strax af stað með fulltrúa mínum, fjármála- og efnahagsráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra,“ segir Katrín. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir í færslu á sinni Facebook síðu að yfirvöld muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að bregðast við skjótt og koma hlutunum í samt lag á nýjan leik. „Enn og aftur kemur í ljós hvað við Íslendingar búum vel að öflugum viðbragðsaðilum,“ skrifar Áslaug og vísar þar til bæði sjálfboðaliða í björgunar- og hjálparsveitum, starfsfólks lögreglu, landhelgisgæslu, sveitarfélaga, Vegagerðarinnar og fyrirtækja á borð við Landsnet og Rarik. „Það er aðdáunarvert að fylgjast með öllu því fólki sem þar starfar og er reiðubúið að bregðast við, fara út í óveðrið og bjarga því sem bjargað verður í þágu samborgara sinna. Við stöndum í mikilli þakkarskuld við allt þetta fólk,“ segir Áslaug.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Ríkisstjórnin muni leggjast yfir afleiðingar óveðursins "Ríkisstjórnin mun taka höndum saman og leggjast yfir það sem gekk á hérna á undanförnum dögum og fara í það hvernig við getum farið bara í beinharðar aðgerðir til þess að læra af því,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. 12. desember 2019 11:53 Ráðherra lofar að brugðist verði við veikleikum í kerfum Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir óveðrið sem gekk yfir landið hafa minnt landsmenn illilega á hvað maðurinn á sér lítils gagnvart náttúruöflunum. 12. desember 2019 11:51 Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
Ríkisstjórnin muni leggjast yfir afleiðingar óveðursins "Ríkisstjórnin mun taka höndum saman og leggjast yfir það sem gekk á hérna á undanförnum dögum og fara í það hvernig við getum farið bara í beinharðar aðgerðir til þess að læra af því,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. 12. desember 2019 11:53
Ráðherra lofar að brugðist verði við veikleikum í kerfum Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir óveðrið sem gekk yfir landið hafa minnt landsmenn illilega á hvað maðurinn á sér lítils gagnvart náttúruöflunum. 12. desember 2019 11:51