Kallar saman þjóðaröryggisráð vegna óveðursins Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. desember 2019 13:44 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er formaður þjóðaröryggisráðs. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs hefur boðað til fundar í þjóðaröryggisráði síðdegis í dag vegna þess ofsaveðurs sem gekk yfir landið og þeirra afleiðinga sem það hefur haft. Þá munu ráðherrar heimsækja samhæfingamiðstöð almannvarna í dag til að taka stöðuna að því er fram kemur í færslu Katrínar á Facebook. „Síðustu sólarhringa höfum við verið minnt á að við búum við öflug náttúruöfl. Aftakaveður hefur verið fyrir norðan og íbúar þar eru í sérstaklega erfiðri stöðu,“ skrifar Katrín. Hún hafi verið í sambandi við bæði íbúa og sveitarstjórnafólk en víða sé staðan bæði þung og erfið. „Á sama tíma er ljóst að viðbragðsaðilar hafa ekki unnt sér hvíldar og hafa unnið þrekvirki við erfiðar aðstæður,“ segir Katrín.Viðtali Katrínar við Reykjavík Síðdegis hefur verið bætt við fréttina og má heyra hér að neðan. Hún hafi því boðað þjóðaröryggisráð á fund klukkan fimm í dag og fer fundurinn fram í stjórnarráðinu. Þá hefur verið settur saman hópur sem mun fara í það að greina stöðuna og leggja til nauðsynlegar úrbætur til að tryggja að afleiðingar á borð við þær sem sést hafa eftir óveður síðustu daga geti ekki endurtekið sig. „Hópurinn fer strax af stað með fulltrúa mínum, fjármála- og efnahagsráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra,“ segir Katrín. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir í færslu á sinni Facebook síðu að yfirvöld muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að bregðast við skjótt og koma hlutunum í samt lag á nýjan leik. „Enn og aftur kemur í ljós hvað við Íslendingar búum vel að öflugum viðbragðsaðilum,“ skrifar Áslaug og vísar þar til bæði sjálfboðaliða í björgunar- og hjálparsveitum, starfsfólks lögreglu, landhelgisgæslu, sveitarfélaga, Vegagerðarinnar og fyrirtækja á borð við Landsnet og Rarik. „Það er aðdáunarvert að fylgjast með öllu því fólki sem þar starfar og er reiðubúið að bregðast við, fara út í óveðrið og bjarga því sem bjargað verður í þágu samborgara sinna. Við stöndum í mikilli þakkarskuld við allt þetta fólk,“ segir Áslaug. Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Ríkisstjórnin muni leggjast yfir afleiðingar óveðursins "Ríkisstjórnin mun taka höndum saman og leggjast yfir það sem gekk á hérna á undanförnum dögum og fara í það hvernig við getum farið bara í beinharðar aðgerðir til þess að læra af því,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. 12. desember 2019 11:53 Ráðherra lofar að brugðist verði við veikleikum í kerfum Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir óveðrið sem gekk yfir landið hafa minnt landsmenn illilega á hvað maðurinn á sér lítils gagnvart náttúruöflunum. 12. desember 2019 11:51 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs hefur boðað til fundar í þjóðaröryggisráði síðdegis í dag vegna þess ofsaveðurs sem gekk yfir landið og þeirra afleiðinga sem það hefur haft. Þá munu ráðherrar heimsækja samhæfingamiðstöð almannvarna í dag til að taka stöðuna að því er fram kemur í færslu Katrínar á Facebook. „Síðustu sólarhringa höfum við verið minnt á að við búum við öflug náttúruöfl. Aftakaveður hefur verið fyrir norðan og íbúar þar eru í sérstaklega erfiðri stöðu,“ skrifar Katrín. Hún hafi verið í sambandi við bæði íbúa og sveitarstjórnafólk en víða sé staðan bæði þung og erfið. „Á sama tíma er ljóst að viðbragðsaðilar hafa ekki unnt sér hvíldar og hafa unnið þrekvirki við erfiðar aðstæður,“ segir Katrín.Viðtali Katrínar við Reykjavík Síðdegis hefur verið bætt við fréttina og má heyra hér að neðan. Hún hafi því boðað þjóðaröryggisráð á fund klukkan fimm í dag og fer fundurinn fram í stjórnarráðinu. Þá hefur verið settur saman hópur sem mun fara í það að greina stöðuna og leggja til nauðsynlegar úrbætur til að tryggja að afleiðingar á borð við þær sem sést hafa eftir óveður síðustu daga geti ekki endurtekið sig. „Hópurinn fer strax af stað með fulltrúa mínum, fjármála- og efnahagsráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra,“ segir Katrín. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir í færslu á sinni Facebook síðu að yfirvöld muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að bregðast við skjótt og koma hlutunum í samt lag á nýjan leik. „Enn og aftur kemur í ljós hvað við Íslendingar búum vel að öflugum viðbragðsaðilum,“ skrifar Áslaug og vísar þar til bæði sjálfboðaliða í björgunar- og hjálparsveitum, starfsfólks lögreglu, landhelgisgæslu, sveitarfélaga, Vegagerðarinnar og fyrirtækja á borð við Landsnet og Rarik. „Það er aðdáunarvert að fylgjast með öllu því fólki sem þar starfar og er reiðubúið að bregðast við, fara út í óveðrið og bjarga því sem bjargað verður í þágu samborgara sinna. Við stöndum í mikilli þakkarskuld við allt þetta fólk,“ segir Áslaug.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Ríkisstjórnin muni leggjast yfir afleiðingar óveðursins "Ríkisstjórnin mun taka höndum saman og leggjast yfir það sem gekk á hérna á undanförnum dögum og fara í það hvernig við getum farið bara í beinharðar aðgerðir til þess að læra af því,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. 12. desember 2019 11:53 Ráðherra lofar að brugðist verði við veikleikum í kerfum Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir óveðrið sem gekk yfir landið hafa minnt landsmenn illilega á hvað maðurinn á sér lítils gagnvart náttúruöflunum. 12. desember 2019 11:51 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat Sjá meira
Ríkisstjórnin muni leggjast yfir afleiðingar óveðursins "Ríkisstjórnin mun taka höndum saman og leggjast yfir það sem gekk á hérna á undanförnum dögum og fara í það hvernig við getum farið bara í beinharðar aðgerðir til þess að læra af því,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. 12. desember 2019 11:53
Ráðherra lofar að brugðist verði við veikleikum í kerfum Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir óveðrið sem gekk yfir landið hafa minnt landsmenn illilega á hvað maðurinn á sér lítils gagnvart náttúruöflunum. 12. desember 2019 11:51