Sara vann fjórðu greinina og er komin upp í efsta sæti í Dúbaí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2019 15:45 Sara Sigmundsdóttir var mjög kát í viðtali eftir fjórðu greinina. Skjámynd/Youtube Sara Sigmundsdóttir komst í toppsætið á Dubai CrossFit Championship með frábærri fjórðu grein þar sem enginn gerði betur en Suðurnesjakonan öfluga. Sara lyfti mest 112 kílóum í jafnhendingu (Clean & Jerk) og hlaut að launum hundrað stig. Enginn lyfti meiru en Sara. Sara lyfti 105 kílóum í fyrstu tilraun og 110 kílóum í annarri tilraun. Hver keppandi fékk 30 sekúndur til að klára hverja jafnhendingu og gat hver keppandi ráðið þyngdinni sem hann reyndi við. Sara vann sinn riðil og jafnaði um leið árangur Callerina Natori frá því í fyrstu greininni. Natori fékk hundrað stig af því að hún lyfti jafnmiklu og Sara. „Ég hugsaði um það allan tímann að þetta væri auðvelt,“ sagði Sara í viðtali eftir riðilinn. Sara hefði getað reynt við 113 kíló í síðustu lyftunni og hefði þá verið ein á toppnum. Samantha Briggs var með 34 stiga forskot á toppnum fyrir þessa grein og var með 53 stigum meira en Sara. Briggs náði „aðeins“ að lyfta 85 kílóum og datt niður í annað sætið. Sara fór á toppinn og er nú með 332 stig eða fjórum stigum meira en Briggs. Sara var í fimmta sætinu fyrir fjórðu greinina en fer nú inni í tvo síðustu dagana í toppsætinu. Karin Frey er í þriðja sæti með 321 stig eða ellefu stigum á eftir Söru. „Ég vissi ekkert hvað hinar höfðu gert. Ég fylgdi bara mínu plani og einbeitti mér bara af því sem ég ætlaði að gera. Ég hugsaði á ég að reyna við 115 kíló en sagði svo sjálfri mér að vera bara róleg. Ég valdi bara 112. 12 er mín tala og svo er líka 12. desember. Það var fullkomið,“ sagði Sara. Fjölskylda Sara er mætt til Dúbaí og fylgist með henni í stúkunni. „Ég gæti þetta ekki ef þau væru ekki hér. Ég leitaði að fjölskyldu minni í stúkunni og það gaf mér svo mikla orku að sjá þau,“ sagði Sara. Sara fékk fimm þúsund dollara eða 616 þúsund íslenskar krónur fyrir að vinna þessa fjórðu grein eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram 1st place prize increased for Individual Event 4 to $5,000. #DCC19 #DubaiCrossFitChampionship #CrossFit #Sanctionals @RogueFitness @reebokmena @emirates @jumeirahcreeksidehotel @dubaisc @hyperice @511tactical @picsil_sport @gowod_mobilityfirst @wodproofapp @rephouse @akifitness @dubaicalendar A post shared by Dubai CrossFit® Championship (@dxbfitnesschamp) on Dec 12, 2019 at 6:36am PST Næstu greinar á mótinu fara fram á morgun. CrossFit Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir komst í toppsætið á Dubai CrossFit Championship með frábærri fjórðu grein þar sem enginn gerði betur en Suðurnesjakonan öfluga. Sara lyfti mest 112 kílóum í jafnhendingu (Clean & Jerk) og hlaut að launum hundrað stig. Enginn lyfti meiru en Sara. Sara lyfti 105 kílóum í fyrstu tilraun og 110 kílóum í annarri tilraun. Hver keppandi fékk 30 sekúndur til að klára hverja jafnhendingu og gat hver keppandi ráðið þyngdinni sem hann reyndi við. Sara vann sinn riðil og jafnaði um leið árangur Callerina Natori frá því í fyrstu greininni. Natori fékk hundrað stig af því að hún lyfti jafnmiklu og Sara. „Ég hugsaði um það allan tímann að þetta væri auðvelt,“ sagði Sara í viðtali eftir riðilinn. Sara hefði getað reynt við 113 kíló í síðustu lyftunni og hefði þá verið ein á toppnum. Samantha Briggs var með 34 stiga forskot á toppnum fyrir þessa grein og var með 53 stigum meira en Sara. Briggs náði „aðeins“ að lyfta 85 kílóum og datt niður í annað sætið. Sara fór á toppinn og er nú með 332 stig eða fjórum stigum meira en Briggs. Sara var í fimmta sætinu fyrir fjórðu greinina en fer nú inni í tvo síðustu dagana í toppsætinu. Karin Frey er í þriðja sæti með 321 stig eða ellefu stigum á eftir Söru. „Ég vissi ekkert hvað hinar höfðu gert. Ég fylgdi bara mínu plani og einbeitti mér bara af því sem ég ætlaði að gera. Ég hugsaði á ég að reyna við 115 kíló en sagði svo sjálfri mér að vera bara róleg. Ég valdi bara 112. 12 er mín tala og svo er líka 12. desember. Það var fullkomið,“ sagði Sara. Fjölskylda Sara er mætt til Dúbaí og fylgist með henni í stúkunni. „Ég gæti þetta ekki ef þau væru ekki hér. Ég leitaði að fjölskyldu minni í stúkunni og það gaf mér svo mikla orku að sjá þau,“ sagði Sara. Sara fékk fimm þúsund dollara eða 616 þúsund íslenskar krónur fyrir að vinna þessa fjórðu grein eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram 1st place prize increased for Individual Event 4 to $5,000. #DCC19 #DubaiCrossFitChampionship #CrossFit #Sanctionals @RogueFitness @reebokmena @emirates @jumeirahcreeksidehotel @dubaisc @hyperice @511tactical @picsil_sport @gowod_mobilityfirst @wodproofapp @rephouse @akifitness @dubaicalendar A post shared by Dubai CrossFit® Championship (@dxbfitnesschamp) on Dec 12, 2019 at 6:36am PST Næstu greinar á mótinu fara fram á morgun.
CrossFit Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Sjá meira