Sara vann fjórðu greinina og er komin upp í efsta sæti í Dúbaí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2019 15:45 Sara Sigmundsdóttir var mjög kát í viðtali eftir fjórðu greinina. Skjámynd/Youtube Sara Sigmundsdóttir komst í toppsætið á Dubai CrossFit Championship með frábærri fjórðu grein þar sem enginn gerði betur en Suðurnesjakonan öfluga. Sara lyfti mest 112 kílóum í jafnhendingu (Clean & Jerk) og hlaut að launum hundrað stig. Enginn lyfti meiru en Sara. Sara lyfti 105 kílóum í fyrstu tilraun og 110 kílóum í annarri tilraun. Hver keppandi fékk 30 sekúndur til að klára hverja jafnhendingu og gat hver keppandi ráðið þyngdinni sem hann reyndi við. Sara vann sinn riðil og jafnaði um leið árangur Callerina Natori frá því í fyrstu greininni. Natori fékk hundrað stig af því að hún lyfti jafnmiklu og Sara. „Ég hugsaði um það allan tímann að þetta væri auðvelt,“ sagði Sara í viðtali eftir riðilinn. Sara hefði getað reynt við 113 kíló í síðustu lyftunni og hefði þá verið ein á toppnum. Samantha Briggs var með 34 stiga forskot á toppnum fyrir þessa grein og var með 53 stigum meira en Sara. Briggs náði „aðeins“ að lyfta 85 kílóum og datt niður í annað sætið. Sara fór á toppinn og er nú með 332 stig eða fjórum stigum meira en Briggs. Sara var í fimmta sætinu fyrir fjórðu greinina en fer nú inni í tvo síðustu dagana í toppsætinu. Karin Frey er í þriðja sæti með 321 stig eða ellefu stigum á eftir Söru. „Ég vissi ekkert hvað hinar höfðu gert. Ég fylgdi bara mínu plani og einbeitti mér bara af því sem ég ætlaði að gera. Ég hugsaði á ég að reyna við 115 kíló en sagði svo sjálfri mér að vera bara róleg. Ég valdi bara 112. 12 er mín tala og svo er líka 12. desember. Það var fullkomið,“ sagði Sara. Fjölskylda Sara er mætt til Dúbaí og fylgist með henni í stúkunni. „Ég gæti þetta ekki ef þau væru ekki hér. Ég leitaði að fjölskyldu minni í stúkunni og það gaf mér svo mikla orku að sjá þau,“ sagði Sara. Sara fékk fimm þúsund dollara eða 616 þúsund íslenskar krónur fyrir að vinna þessa fjórðu grein eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram 1st place prize increased for Individual Event 4 to $5,000. #DCC19 #DubaiCrossFitChampionship #CrossFit #Sanctionals @RogueFitness @reebokmena @emirates @jumeirahcreeksidehotel @dubaisc @hyperice @511tactical @picsil_sport @gowod_mobilityfirst @wodproofapp @rephouse @akifitness @dubaicalendar A post shared by Dubai CrossFit® Championship (@dxbfitnesschamp) on Dec 12, 2019 at 6:36am PST Næstu greinar á mótinu fara fram á morgun. CrossFit Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Fleiri fréttir Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir komst í toppsætið á Dubai CrossFit Championship með frábærri fjórðu grein þar sem enginn gerði betur en Suðurnesjakonan öfluga. Sara lyfti mest 112 kílóum í jafnhendingu (Clean & Jerk) og hlaut að launum hundrað stig. Enginn lyfti meiru en Sara. Sara lyfti 105 kílóum í fyrstu tilraun og 110 kílóum í annarri tilraun. Hver keppandi fékk 30 sekúndur til að klára hverja jafnhendingu og gat hver keppandi ráðið þyngdinni sem hann reyndi við. Sara vann sinn riðil og jafnaði um leið árangur Callerina Natori frá því í fyrstu greininni. Natori fékk hundrað stig af því að hún lyfti jafnmiklu og Sara. „Ég hugsaði um það allan tímann að þetta væri auðvelt,“ sagði Sara í viðtali eftir riðilinn. Sara hefði getað reynt við 113 kíló í síðustu lyftunni og hefði þá verið ein á toppnum. Samantha Briggs var með 34 stiga forskot á toppnum fyrir þessa grein og var með 53 stigum meira en Sara. Briggs náði „aðeins“ að lyfta 85 kílóum og datt niður í annað sætið. Sara fór á toppinn og er nú með 332 stig eða fjórum stigum meira en Briggs. Sara var í fimmta sætinu fyrir fjórðu greinina en fer nú inni í tvo síðustu dagana í toppsætinu. Karin Frey er í þriðja sæti með 321 stig eða ellefu stigum á eftir Söru. „Ég vissi ekkert hvað hinar höfðu gert. Ég fylgdi bara mínu plani og einbeitti mér bara af því sem ég ætlaði að gera. Ég hugsaði á ég að reyna við 115 kíló en sagði svo sjálfri mér að vera bara róleg. Ég valdi bara 112. 12 er mín tala og svo er líka 12. desember. Það var fullkomið,“ sagði Sara. Fjölskylda Sara er mætt til Dúbaí og fylgist með henni í stúkunni. „Ég gæti þetta ekki ef þau væru ekki hér. Ég leitaði að fjölskyldu minni í stúkunni og það gaf mér svo mikla orku að sjá þau,“ sagði Sara. Sara fékk fimm þúsund dollara eða 616 þúsund íslenskar krónur fyrir að vinna þessa fjórðu grein eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram 1st place prize increased for Individual Event 4 to $5,000. #DCC19 #DubaiCrossFitChampionship #CrossFit #Sanctionals @RogueFitness @reebokmena @emirates @jumeirahcreeksidehotel @dubaisc @hyperice @511tactical @picsil_sport @gowod_mobilityfirst @wodproofapp @rephouse @akifitness @dubaicalendar A post shared by Dubai CrossFit® Championship (@dxbfitnesschamp) on Dec 12, 2019 at 6:36am PST Næstu greinar á mótinu fara fram á morgun.
CrossFit Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Fleiri fréttir Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sjá meira