Colin og Livia Firth skilin eftir tuttugu og tveggja ára hjónaband Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. desember 2019 08:38 Hjónin hafa ákveðið að skilja eftir tuttugu og tveggja ára hjónaband. getty/ Anthony Harvey Breski leikarinn Colin Firth og Livia Firth, konan hans eru skilin. Tvö ár eru liðin síðan hjónin greindu frá því að hún hafi átt í sambandi við annan mann á meðan þau skildu stuttlega. Frá þessu er greint á vef People. „Colin og Livia Firth eru skilin. Þau eru enn góðir vinir og eru sameinuð í ást sinni fyrir börnunum þeirra,“ sagði í tilkynningu frá fjölmiðlafulltrúa parsins. „Þau biðja vinsamlegast um að einkalíf þeirra sé virt.“ Parið var síðast myndað saman í september þegar Green Carpet Fashion Awards var í Mílan. Þau eiga saman synina Luca og Matteo sem eru sextán og átján ára gamlir. Í mars 2018 greindi parið frá því að Livia hafi átt í sambandi við ítalskan blaðamann á meðan þau Colin skyldu stuttlega árin 2015 og 2016. Eftir að sambandi þeirra lauk kærði Livia blaðamanninn fyrir áreitni og hélt hún því fram að hann elti sig. Samband þeirra varði í aðeins ellefu mánuði. Lögregla hóf rannsókna á blaðamaninnum, Marco Brancaccia, árið 2017 eftir að Livia tilkynnti hann til lögreglu og sakaði hún hann um áreitni, sem hann neitaði. Marco Brancaccia var giftur Snæfríði Baldvinsdóttur en hún flúði undan honum frá Mexíkó þar sem þau voru búsett. Snæfríður og Brancaccia áttu í forræðisdeilum árið 2003 en árið 2003 flúði Snæfríður frá heimili þeirra í Mexíkó til Íslands með dóttur þeirra. Þurfti hún að fá neyðarvegabréf fyrir stúlkuna þar sem Brancaccia hafði tekið vegabréf hennar í sína vörslu. Sjá einnig: Fyrrverandi tengdasonur Íslands sakaður um að hrella eiginkonu Colin Firth Í samtali við People sagði Brancaccia að þau Livia hafi þekkst frá því þau voru unglingar en þau hafi átt í ellefu mánaða ástarsambandi árin 2015-2016. Eftir að sambandinu hafi lokið í Júní 2016 hafi hann aldrei hringt í hana aftur. „Ég sendi henni tvö skilaboð á WhatsApp, skilaboð í tilefni af afmælinu hennar og tölvupóst á Colin sem ég sé eftir.“ Brancaccia var ákærður fyrir að áreita hana eftir að yfirvöld fundu ofbeldisfull skilaboð og tölvupósta á síma Brancaccia við rannsókn málsins. Málið var afgreitt utan dómstóla í júlí 2018. Firth og Livia giftust árið 1997 en þau hittust fyrst við tökur á þáttunum Nostromo árið 1996. Parið flutti saman til ítalska héraðsins Umbria og eignuðust þar drengina sína tvo. Hollywood Tengdar fréttir Fyrrverandi tengdasonur Íslands sakaður um að hrella eiginkonu Colin Firth Livia Giuggioli og eiginmaður hennar Colin Firth hafa sakað ítalska blaðamanninn Marco Brancaccia um að senda ógnandi skilaboð til Giuggioli. Brancaccia var á árum áður giftur Snæfríði Baldvinsdóttur sem flúði undan honum frá Mexíkó. 11. mars 2018 10:15 Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sjá meira
Breski leikarinn Colin Firth og Livia Firth, konan hans eru skilin. Tvö ár eru liðin síðan hjónin greindu frá því að hún hafi átt í sambandi við annan mann á meðan þau skildu stuttlega. Frá þessu er greint á vef People. „Colin og Livia Firth eru skilin. Þau eru enn góðir vinir og eru sameinuð í ást sinni fyrir börnunum þeirra,“ sagði í tilkynningu frá fjölmiðlafulltrúa parsins. „Þau biðja vinsamlegast um að einkalíf þeirra sé virt.“ Parið var síðast myndað saman í september þegar Green Carpet Fashion Awards var í Mílan. Þau eiga saman synina Luca og Matteo sem eru sextán og átján ára gamlir. Í mars 2018 greindi parið frá því að Livia hafi átt í sambandi við ítalskan blaðamann á meðan þau Colin skyldu stuttlega árin 2015 og 2016. Eftir að sambandi þeirra lauk kærði Livia blaðamanninn fyrir áreitni og hélt hún því fram að hann elti sig. Samband þeirra varði í aðeins ellefu mánuði. Lögregla hóf rannsókna á blaðamaninnum, Marco Brancaccia, árið 2017 eftir að Livia tilkynnti hann til lögreglu og sakaði hún hann um áreitni, sem hann neitaði. Marco Brancaccia var giftur Snæfríði Baldvinsdóttur en hún flúði undan honum frá Mexíkó þar sem þau voru búsett. Snæfríður og Brancaccia áttu í forræðisdeilum árið 2003 en árið 2003 flúði Snæfríður frá heimili þeirra í Mexíkó til Íslands með dóttur þeirra. Þurfti hún að fá neyðarvegabréf fyrir stúlkuna þar sem Brancaccia hafði tekið vegabréf hennar í sína vörslu. Sjá einnig: Fyrrverandi tengdasonur Íslands sakaður um að hrella eiginkonu Colin Firth Í samtali við People sagði Brancaccia að þau Livia hafi þekkst frá því þau voru unglingar en þau hafi átt í ellefu mánaða ástarsambandi árin 2015-2016. Eftir að sambandinu hafi lokið í Júní 2016 hafi hann aldrei hringt í hana aftur. „Ég sendi henni tvö skilaboð á WhatsApp, skilaboð í tilefni af afmælinu hennar og tölvupóst á Colin sem ég sé eftir.“ Brancaccia var ákærður fyrir að áreita hana eftir að yfirvöld fundu ofbeldisfull skilaboð og tölvupósta á síma Brancaccia við rannsókn málsins. Málið var afgreitt utan dómstóla í júlí 2018. Firth og Livia giftust árið 1997 en þau hittust fyrst við tökur á þáttunum Nostromo árið 1996. Parið flutti saman til ítalska héraðsins Umbria og eignuðust þar drengina sína tvo.
Hollywood Tengdar fréttir Fyrrverandi tengdasonur Íslands sakaður um að hrella eiginkonu Colin Firth Livia Giuggioli og eiginmaður hennar Colin Firth hafa sakað ítalska blaðamanninn Marco Brancaccia um að senda ógnandi skilaboð til Giuggioli. Brancaccia var á árum áður giftur Snæfríði Baldvinsdóttur sem flúði undan honum frá Mexíkó. 11. mars 2018 10:15 Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sjá meira
Fyrrverandi tengdasonur Íslands sakaður um að hrella eiginkonu Colin Firth Livia Giuggioli og eiginmaður hennar Colin Firth hafa sakað ítalska blaðamanninn Marco Brancaccia um að senda ógnandi skilaboð til Giuggioli. Brancaccia var á árum áður giftur Snæfríði Baldvinsdóttur sem flúði undan honum frá Mexíkó. 11. mars 2018 10:15