Colin og Livia Firth skilin eftir tuttugu og tveggja ára hjónaband Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. desember 2019 08:38 Hjónin hafa ákveðið að skilja eftir tuttugu og tveggja ára hjónaband. getty/ Anthony Harvey Breski leikarinn Colin Firth og Livia Firth, konan hans eru skilin. Tvö ár eru liðin síðan hjónin greindu frá því að hún hafi átt í sambandi við annan mann á meðan þau skildu stuttlega. Frá þessu er greint á vef People. „Colin og Livia Firth eru skilin. Þau eru enn góðir vinir og eru sameinuð í ást sinni fyrir börnunum þeirra,“ sagði í tilkynningu frá fjölmiðlafulltrúa parsins. „Þau biðja vinsamlegast um að einkalíf þeirra sé virt.“ Parið var síðast myndað saman í september þegar Green Carpet Fashion Awards var í Mílan. Þau eiga saman synina Luca og Matteo sem eru sextán og átján ára gamlir. Í mars 2018 greindi parið frá því að Livia hafi átt í sambandi við ítalskan blaðamann á meðan þau Colin skyldu stuttlega árin 2015 og 2016. Eftir að sambandi þeirra lauk kærði Livia blaðamanninn fyrir áreitni og hélt hún því fram að hann elti sig. Samband þeirra varði í aðeins ellefu mánuði. Lögregla hóf rannsókna á blaðamaninnum, Marco Brancaccia, árið 2017 eftir að Livia tilkynnti hann til lögreglu og sakaði hún hann um áreitni, sem hann neitaði. Marco Brancaccia var giftur Snæfríði Baldvinsdóttur en hún flúði undan honum frá Mexíkó þar sem þau voru búsett. Snæfríður og Brancaccia áttu í forræðisdeilum árið 2003 en árið 2003 flúði Snæfríður frá heimili þeirra í Mexíkó til Íslands með dóttur þeirra. Þurfti hún að fá neyðarvegabréf fyrir stúlkuna þar sem Brancaccia hafði tekið vegabréf hennar í sína vörslu. Sjá einnig: Fyrrverandi tengdasonur Íslands sakaður um að hrella eiginkonu Colin Firth Í samtali við People sagði Brancaccia að þau Livia hafi þekkst frá því þau voru unglingar en þau hafi átt í ellefu mánaða ástarsambandi árin 2015-2016. Eftir að sambandinu hafi lokið í Júní 2016 hafi hann aldrei hringt í hana aftur. „Ég sendi henni tvö skilaboð á WhatsApp, skilaboð í tilefni af afmælinu hennar og tölvupóst á Colin sem ég sé eftir.“ Brancaccia var ákærður fyrir að áreita hana eftir að yfirvöld fundu ofbeldisfull skilaboð og tölvupósta á síma Brancaccia við rannsókn málsins. Málið var afgreitt utan dómstóla í júlí 2018. Firth og Livia giftust árið 1997 en þau hittust fyrst við tökur á þáttunum Nostromo árið 1996. Parið flutti saman til ítalska héraðsins Umbria og eignuðust þar drengina sína tvo. Hollywood Tengdar fréttir Fyrrverandi tengdasonur Íslands sakaður um að hrella eiginkonu Colin Firth Livia Giuggioli og eiginmaður hennar Colin Firth hafa sakað ítalska blaðamanninn Marco Brancaccia um að senda ógnandi skilaboð til Giuggioli. Brancaccia var á árum áður giftur Snæfríði Baldvinsdóttur sem flúði undan honum frá Mexíkó. 11. mars 2018 10:15 Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Sjá meira
Breski leikarinn Colin Firth og Livia Firth, konan hans eru skilin. Tvö ár eru liðin síðan hjónin greindu frá því að hún hafi átt í sambandi við annan mann á meðan þau skildu stuttlega. Frá þessu er greint á vef People. „Colin og Livia Firth eru skilin. Þau eru enn góðir vinir og eru sameinuð í ást sinni fyrir börnunum þeirra,“ sagði í tilkynningu frá fjölmiðlafulltrúa parsins. „Þau biðja vinsamlegast um að einkalíf þeirra sé virt.“ Parið var síðast myndað saman í september þegar Green Carpet Fashion Awards var í Mílan. Þau eiga saman synina Luca og Matteo sem eru sextán og átján ára gamlir. Í mars 2018 greindi parið frá því að Livia hafi átt í sambandi við ítalskan blaðamann á meðan þau Colin skyldu stuttlega árin 2015 og 2016. Eftir að sambandi þeirra lauk kærði Livia blaðamanninn fyrir áreitni og hélt hún því fram að hann elti sig. Samband þeirra varði í aðeins ellefu mánuði. Lögregla hóf rannsókna á blaðamaninnum, Marco Brancaccia, árið 2017 eftir að Livia tilkynnti hann til lögreglu og sakaði hún hann um áreitni, sem hann neitaði. Marco Brancaccia var giftur Snæfríði Baldvinsdóttur en hún flúði undan honum frá Mexíkó þar sem þau voru búsett. Snæfríður og Brancaccia áttu í forræðisdeilum árið 2003 en árið 2003 flúði Snæfríður frá heimili þeirra í Mexíkó til Íslands með dóttur þeirra. Þurfti hún að fá neyðarvegabréf fyrir stúlkuna þar sem Brancaccia hafði tekið vegabréf hennar í sína vörslu. Sjá einnig: Fyrrverandi tengdasonur Íslands sakaður um að hrella eiginkonu Colin Firth Í samtali við People sagði Brancaccia að þau Livia hafi þekkst frá því þau voru unglingar en þau hafi átt í ellefu mánaða ástarsambandi árin 2015-2016. Eftir að sambandinu hafi lokið í Júní 2016 hafi hann aldrei hringt í hana aftur. „Ég sendi henni tvö skilaboð á WhatsApp, skilaboð í tilefni af afmælinu hennar og tölvupóst á Colin sem ég sé eftir.“ Brancaccia var ákærður fyrir að áreita hana eftir að yfirvöld fundu ofbeldisfull skilaboð og tölvupósta á síma Brancaccia við rannsókn málsins. Málið var afgreitt utan dómstóla í júlí 2018. Firth og Livia giftust árið 1997 en þau hittust fyrst við tökur á þáttunum Nostromo árið 1996. Parið flutti saman til ítalska héraðsins Umbria og eignuðust þar drengina sína tvo.
Hollywood Tengdar fréttir Fyrrverandi tengdasonur Íslands sakaður um að hrella eiginkonu Colin Firth Livia Giuggioli og eiginmaður hennar Colin Firth hafa sakað ítalska blaðamanninn Marco Brancaccia um að senda ógnandi skilaboð til Giuggioli. Brancaccia var á árum áður giftur Snæfríði Baldvinsdóttur sem flúði undan honum frá Mexíkó. 11. mars 2018 10:15 Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Sjá meira
Fyrrverandi tengdasonur Íslands sakaður um að hrella eiginkonu Colin Firth Livia Giuggioli og eiginmaður hennar Colin Firth hafa sakað ítalska blaðamanninn Marco Brancaccia um að senda ógnandi skilaboð til Giuggioli. Brancaccia var á árum áður giftur Snæfríði Baldvinsdóttur sem flúði undan honum frá Mexíkó. 11. mars 2018 10:15