Landsréttardómari fjallaði um emoji í sératkvæði Sylvía Hall skrifar 14. desember 2019 10:23 Maðurinn var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í gær. Vísir/Vilhelm Í gær dæmdi Landsréttur karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í gær fyrir hótanir og blygðunarsemisbrot á samskiptamiðlinum Snapchat í janúar árið 2018. Skilaboðin voru send til konu sem maðurinn hafði áður verið að hitta í nokkra mánuði, en hann var starfandi lögreglumaður þegar brotin áttu sér stað.Sjá einnig: Lögreglumaður dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir hótanir og blygðunarsemisbrot Héraðsdómur hafði sýknað manninn af ákæru um blygðunarsemisbrot vegna skilaboðanna: „Ætlaru að riða mer a eftir?[...] Viltu mig? Riddu mer dóninn þinn [...] Riddu mer beibe,“ en meirihluti Landsréttar komst að þeirri niðurstöðu að umrædd skilaboð brytu í bága við 209. gr. almennra hegningarlaga sem kveður á um refsingu fyrir lostugt athæfi sem særir blygðunarsemi manna eða er til opinbers hneykslis „Hlutrænt séð verður að telja að ummælin sem um ræðir hafi verið lostug í skilningi ákvæðisins og jafnframt til þess fallin að særa blygðunarsemi brotaþola. Breytir engu þar um þótt ákærði og brotaþoli hafi átt í sambandi um tíma og haft kynferðismök í nokkur skipti eftir að því lauk,“ sagði meðal annars í rökstuðningi meirihlutans. Var meðal annars litið til þess að brotaþoli hafi verið tvítugur að aldri þegar skilaboðin voru send en hinn ákærði átta árum eldri. „Face with tears of joy“ og „face blowing a kiss“ Eiríkur Jónsson landsréttardómari skilaði sératkvæði í málinu og var sammála meirihluta dómsins um að dæma ætti manninn til refsingar vegna hótanna, en taldi að sýkna ætti manninn af ákæru um blygðunarsemisbrot. Rakti hann þar samskipti ákærða og brotaþola og leit þar meðal annars til emojis, sem oft hafa verið þýtt sem lyndistákn, sem brotaþoli sendi. „Á milli þeirra orða sem tilgreind eru í 1. ákærulið sendi brotaþoli ákærða meðal annars skilaboðin „Hahah heyrðu fulli“ og tvenns konar lyndistákn, annars vegar tvö brosandi andlit sem gráta af hlátri (á ensku hefur táknið heitið „face with tears of joy“) og hins vegar andlit sem blikkar öðru augu og sendir koss sem hjarta fylgir (á ensku hefur táknið heitið „face blowing a kiss“). Að loknum síðustu orðunum sem greinir í 1. ákærulið sendi brotaþoli loks skilaboðin „Heyrðu stopp núna“ og eftir það lauk þeim ummælum sem ákæruvaldið heimfærir undir 209. gr. almennra hegningarlaga.“ Í sératkvæðinu segir að brotaþoli hafi gert mikinn greinarmun á þeim samskiptum sem þóttu vera blygðunarsemisbrot og þeim sem á eftir komu, en þau skilaboð sem fylgdu í kjölfarið vöktu mikinn ótta og glímdi hún við svefnleysi vegna þeirra. „Þrátt fyrir að tjáning ákærða samkvæmt 1. ákærulið sé rakin smekkleysa verður í ljósi alls framangreinds, sem og að virtri þeirri meginreglu íslensks réttarfars að allan vafa um það hvort refsiákvæði taki til háttsemi ákærða eigi að virða honum í hag, ekki staðhæft að ummæli ákærða teljist lostugt athæfi sem hafi verið til þess fallið að særa blygðunarkennd brotaþola,“ sagði í sératkvæðinu. Dómsmál Tengdar fréttir Lögreglumaður dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir hótanir og blygðunarsemisbrot Landsréttur dæmdi í dag þrítugan karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir hótanir og blygðunarsemisbrot gegn konu sem hann var í sambandi með í nokkra mánuði. 13. desember 2019 15:22 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira
Í gær dæmdi Landsréttur karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í gær fyrir hótanir og blygðunarsemisbrot á samskiptamiðlinum Snapchat í janúar árið 2018. Skilaboðin voru send til konu sem maðurinn hafði áður verið að hitta í nokkra mánuði, en hann var starfandi lögreglumaður þegar brotin áttu sér stað.Sjá einnig: Lögreglumaður dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir hótanir og blygðunarsemisbrot Héraðsdómur hafði sýknað manninn af ákæru um blygðunarsemisbrot vegna skilaboðanna: „Ætlaru að riða mer a eftir?[...] Viltu mig? Riddu mer dóninn þinn [...] Riddu mer beibe,“ en meirihluti Landsréttar komst að þeirri niðurstöðu að umrædd skilaboð brytu í bága við 209. gr. almennra hegningarlaga sem kveður á um refsingu fyrir lostugt athæfi sem særir blygðunarsemi manna eða er til opinbers hneykslis „Hlutrænt séð verður að telja að ummælin sem um ræðir hafi verið lostug í skilningi ákvæðisins og jafnframt til þess fallin að særa blygðunarsemi brotaþola. Breytir engu þar um þótt ákærði og brotaþoli hafi átt í sambandi um tíma og haft kynferðismök í nokkur skipti eftir að því lauk,“ sagði meðal annars í rökstuðningi meirihlutans. Var meðal annars litið til þess að brotaþoli hafi verið tvítugur að aldri þegar skilaboðin voru send en hinn ákærði átta árum eldri. „Face with tears of joy“ og „face blowing a kiss“ Eiríkur Jónsson landsréttardómari skilaði sératkvæði í málinu og var sammála meirihluta dómsins um að dæma ætti manninn til refsingar vegna hótanna, en taldi að sýkna ætti manninn af ákæru um blygðunarsemisbrot. Rakti hann þar samskipti ákærða og brotaþola og leit þar meðal annars til emojis, sem oft hafa verið þýtt sem lyndistákn, sem brotaþoli sendi. „Á milli þeirra orða sem tilgreind eru í 1. ákærulið sendi brotaþoli ákærða meðal annars skilaboðin „Hahah heyrðu fulli“ og tvenns konar lyndistákn, annars vegar tvö brosandi andlit sem gráta af hlátri (á ensku hefur táknið heitið „face with tears of joy“) og hins vegar andlit sem blikkar öðru augu og sendir koss sem hjarta fylgir (á ensku hefur táknið heitið „face blowing a kiss“). Að loknum síðustu orðunum sem greinir í 1. ákærulið sendi brotaþoli loks skilaboðin „Heyrðu stopp núna“ og eftir það lauk þeim ummælum sem ákæruvaldið heimfærir undir 209. gr. almennra hegningarlaga.“ Í sératkvæðinu segir að brotaþoli hafi gert mikinn greinarmun á þeim samskiptum sem þóttu vera blygðunarsemisbrot og þeim sem á eftir komu, en þau skilaboð sem fylgdu í kjölfarið vöktu mikinn ótta og glímdi hún við svefnleysi vegna þeirra. „Þrátt fyrir að tjáning ákærða samkvæmt 1. ákærulið sé rakin smekkleysa verður í ljósi alls framangreinds, sem og að virtri þeirri meginreglu íslensks réttarfars að allan vafa um það hvort refsiákvæði taki til háttsemi ákærða eigi að virða honum í hag, ekki staðhæft að ummæli ákærða teljist lostugt athæfi sem hafi verið til þess fallið að særa blygðunarkennd brotaþola,“ sagði í sératkvæðinu.
Dómsmál Tengdar fréttir Lögreglumaður dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir hótanir og blygðunarsemisbrot Landsréttur dæmdi í dag þrítugan karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir hótanir og blygðunarsemisbrot gegn konu sem hann var í sambandi með í nokkra mánuði. 13. desember 2019 15:22 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira
Lögreglumaður dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir hótanir og blygðunarsemisbrot Landsréttur dæmdi í dag þrítugan karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir hótanir og blygðunarsemisbrot gegn konu sem hann var í sambandi með í nokkra mánuði. 13. desember 2019 15:22