Fjármálaráðherra fær mig til að hugsa upphátt Sandra B. Franks skrifar 17. desember 2019 07:00 Er fólk ekki almennt meðvitað um að eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu ræðst af samfélagsgerðinni en ekki hagstæðri aldursamsetningu þjóðarinnar í samanburði við OECD ríkin. Ætli fjármálaráðherra telji að minna framlag til heilbrigðismála leiði sjálfkrafa til þess að eftirspurn eftir þjónustu á Landspítalanum minnki? Að fólk leyfi sér ekki að slasast eða verða veikt umfram heimildir fjárlaga? Það þarf auðvitað skilgreina hvaða heilbrigðisþjónustu á að veita og kostnaðargreina hana. Framlag ríkisins þarf að vera í samræmi við niðurstöðuna. Það þarf að taka tillit til sérstöðu samfélagsins og mannfjöldaspá, annað er ábyrgðarlaus fjármálastjórnun. Vaxandi umfang á starfsemi Landspítalans síðustu ár er vegna fjölmargra samverkandi þátta. Ekki bara vegna þess að menn hafa ekki gefið sér tíma til að kostnaðarmeta kjarasamninga. Menn hljóta að sjá að hér á landi hefur orðið vaxandi fjöldi ferðamanna sem því miður hefur þurft í einhverjum tilvikum að þiggja þjónustu spítalans, og það stendur ekki utan á fólki hvort það sé með gildar sjúkratryggingar. Umsýslan og þjónustan í kringum þennan hóp hlýtur að vera nokkur ársverk, og ég velti því fyrir mér hvort gefist hafi tími til að kostnaðarmeta hana? Eins hefur hækkandi lífaldur fólks sitt að segja. Fjármálaráðherra veit að þjóðin er að eldast. Eldri borgarar koma á Landspítalann með fjölþætt og flókin vandamál og fá þjónustu, og svo komast þeir ekki út af spítalanum því það er ekkert sem tekur við. Það hlýtur að vera kostnaðarsamt þegar hópur eldra fólks liggur inn á hátæknisjúkrahúsi, en hefur hins vegar þörf fyrir ódýrari úrræðum eins og félagslegum stuðningi og hjúkrunarþjónustu. Er búið að kostnaðarmeta fráflæðisvandann? Svo vitum við hvernig húsakynni Landspítalans eru. Ætli fjármálaráðherra sé meðvitaður um óhagræðið sem hlýst af lélegu húsnæði þar sem heilbrigðisstarfsfólkinu er ætlað að veita hverjum og einum heilbrigðisþjónustu? Skortur á einangrunarrýmum og velferðartæknilausnum gera störfin ekki auðveldari fyrir. Ætli afleiðingar af óviðunandi vinnuaðstöðu starfsmanna hafi verið kannaðar og kostnaðarmetnar? Það sætir furðu að fjármálaráðherra réttlæti ákvörðun um lægri framlög til heilbrigðismála og harkalegan niðurskurð á Landspítalanum með því að benda á samanburðarrannsókn OECD ríkjanna.Vissulega hefur framlag til heilbrigðismála aukist á síðustu árum, sem er eðlileg framvinda eftir erfiðar aðhaldsaðgerðir sem grípa þurfti til í kjölfar efnahagshrunsins. Vandi Landspítalans á undanförnum árum hefur verið margvíslegur og þá ekki síst vegna skorts á heilbrigðisstarfsfólki, og þá einkum sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum. Við sem til þekkjum vitum að aðhaldsaðgerðir á Landspítala eykur álag á starfsfólk og bætir því ekki þann vanda. Markvissara væri að leita allra leiða til að draga úr álagi og bæta kjörin til að fjölga í þessum nauðsynlegu fagstéttum.Nú eru kjarasamningar opinberra starfsmanna lausir, þar með talið sjúkraliða og annarra sem starfa á Landspítalanum. Það er því fáránlegt innlegg inn í kjaraviðræðurnar, og alls ekki til þess að greiða fyrir um gerð kjarasamninga, að boða þennan niðurskurð og auka þannig enn frekar álagið á þá starfsmenn sem eftir eru.Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Sandra B. Franks Tengdar fréttir Svikin loforð eða óþolandi seinagangur? Í sérstakri yfirlýsingu ríkisstjórnar frá því í maí 2015 var aðgerðum um menntamál lofað. 11. desember 2019 11:00 Aukin framleiðni í heilbrigðisþjónustu Formaður Sjúkraliðafélags Íslands skrifar um hvernig megi auka framleiðni í heilbrigðisþjónustu. 20. nóvember 2019 16:30 Ólíðandi kynjamisrétti Alþekkt er að menntun kvenna hefur aukist verulega á Íslandi síðustu ár og atvinnuþátttaka þeirra hefur jafnframt vaxið gríðarlega. 12. nóvember 2019 12:30 Mest lesið Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Er fólk ekki almennt meðvitað um að eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu ræðst af samfélagsgerðinni en ekki hagstæðri aldursamsetningu þjóðarinnar í samanburði við OECD ríkin. Ætli fjármálaráðherra telji að minna framlag til heilbrigðismála leiði sjálfkrafa til þess að eftirspurn eftir þjónustu á Landspítalanum minnki? Að fólk leyfi sér ekki að slasast eða verða veikt umfram heimildir fjárlaga? Það þarf auðvitað skilgreina hvaða heilbrigðisþjónustu á að veita og kostnaðargreina hana. Framlag ríkisins þarf að vera í samræmi við niðurstöðuna. Það þarf að taka tillit til sérstöðu samfélagsins og mannfjöldaspá, annað er ábyrgðarlaus fjármálastjórnun. Vaxandi umfang á starfsemi Landspítalans síðustu ár er vegna fjölmargra samverkandi þátta. Ekki bara vegna þess að menn hafa ekki gefið sér tíma til að kostnaðarmeta kjarasamninga. Menn hljóta að sjá að hér á landi hefur orðið vaxandi fjöldi ferðamanna sem því miður hefur þurft í einhverjum tilvikum að þiggja þjónustu spítalans, og það stendur ekki utan á fólki hvort það sé með gildar sjúkratryggingar. Umsýslan og þjónustan í kringum þennan hóp hlýtur að vera nokkur ársverk, og ég velti því fyrir mér hvort gefist hafi tími til að kostnaðarmeta hana? Eins hefur hækkandi lífaldur fólks sitt að segja. Fjármálaráðherra veit að þjóðin er að eldast. Eldri borgarar koma á Landspítalann með fjölþætt og flókin vandamál og fá þjónustu, og svo komast þeir ekki út af spítalanum því það er ekkert sem tekur við. Það hlýtur að vera kostnaðarsamt þegar hópur eldra fólks liggur inn á hátæknisjúkrahúsi, en hefur hins vegar þörf fyrir ódýrari úrræðum eins og félagslegum stuðningi og hjúkrunarþjónustu. Er búið að kostnaðarmeta fráflæðisvandann? Svo vitum við hvernig húsakynni Landspítalans eru. Ætli fjármálaráðherra sé meðvitaður um óhagræðið sem hlýst af lélegu húsnæði þar sem heilbrigðisstarfsfólkinu er ætlað að veita hverjum og einum heilbrigðisþjónustu? Skortur á einangrunarrýmum og velferðartæknilausnum gera störfin ekki auðveldari fyrir. Ætli afleiðingar af óviðunandi vinnuaðstöðu starfsmanna hafi verið kannaðar og kostnaðarmetnar? Það sætir furðu að fjármálaráðherra réttlæti ákvörðun um lægri framlög til heilbrigðismála og harkalegan niðurskurð á Landspítalanum með því að benda á samanburðarrannsókn OECD ríkjanna.Vissulega hefur framlag til heilbrigðismála aukist á síðustu árum, sem er eðlileg framvinda eftir erfiðar aðhaldsaðgerðir sem grípa þurfti til í kjölfar efnahagshrunsins. Vandi Landspítalans á undanförnum árum hefur verið margvíslegur og þá ekki síst vegna skorts á heilbrigðisstarfsfólki, og þá einkum sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum. Við sem til þekkjum vitum að aðhaldsaðgerðir á Landspítala eykur álag á starfsfólk og bætir því ekki þann vanda. Markvissara væri að leita allra leiða til að draga úr álagi og bæta kjörin til að fjölga í þessum nauðsynlegu fagstéttum.Nú eru kjarasamningar opinberra starfsmanna lausir, þar með talið sjúkraliða og annarra sem starfa á Landspítalanum. Það er því fáránlegt innlegg inn í kjaraviðræðurnar, og alls ekki til þess að greiða fyrir um gerð kjarasamninga, að boða þennan niðurskurð og auka þannig enn frekar álagið á þá starfsmenn sem eftir eru.Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Svikin loforð eða óþolandi seinagangur? Í sérstakri yfirlýsingu ríkisstjórnar frá því í maí 2015 var aðgerðum um menntamál lofað. 11. desember 2019 11:00
Aukin framleiðni í heilbrigðisþjónustu Formaður Sjúkraliðafélags Íslands skrifar um hvernig megi auka framleiðni í heilbrigðisþjónustu. 20. nóvember 2019 16:30
Ólíðandi kynjamisrétti Alþekkt er að menntun kvenna hefur aukist verulega á Íslandi síðustu ár og atvinnuþátttaka þeirra hefur jafnframt vaxið gríðarlega. 12. nóvember 2019 12:30
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun