Fjármálaráðherra fær mig til að hugsa upphátt Sandra B. Franks skrifar 17. desember 2019 07:00 Er fólk ekki almennt meðvitað um að eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu ræðst af samfélagsgerðinni en ekki hagstæðri aldursamsetningu þjóðarinnar í samanburði við OECD ríkin. Ætli fjármálaráðherra telji að minna framlag til heilbrigðismála leiði sjálfkrafa til þess að eftirspurn eftir þjónustu á Landspítalanum minnki? Að fólk leyfi sér ekki að slasast eða verða veikt umfram heimildir fjárlaga? Það þarf auðvitað skilgreina hvaða heilbrigðisþjónustu á að veita og kostnaðargreina hana. Framlag ríkisins þarf að vera í samræmi við niðurstöðuna. Það þarf að taka tillit til sérstöðu samfélagsins og mannfjöldaspá, annað er ábyrgðarlaus fjármálastjórnun. Vaxandi umfang á starfsemi Landspítalans síðustu ár er vegna fjölmargra samverkandi þátta. Ekki bara vegna þess að menn hafa ekki gefið sér tíma til að kostnaðarmeta kjarasamninga. Menn hljóta að sjá að hér á landi hefur orðið vaxandi fjöldi ferðamanna sem því miður hefur þurft í einhverjum tilvikum að þiggja þjónustu spítalans, og það stendur ekki utan á fólki hvort það sé með gildar sjúkratryggingar. Umsýslan og þjónustan í kringum þennan hóp hlýtur að vera nokkur ársverk, og ég velti því fyrir mér hvort gefist hafi tími til að kostnaðarmeta hana? Eins hefur hækkandi lífaldur fólks sitt að segja. Fjármálaráðherra veit að þjóðin er að eldast. Eldri borgarar koma á Landspítalann með fjölþætt og flókin vandamál og fá þjónustu, og svo komast þeir ekki út af spítalanum því það er ekkert sem tekur við. Það hlýtur að vera kostnaðarsamt þegar hópur eldra fólks liggur inn á hátæknisjúkrahúsi, en hefur hins vegar þörf fyrir ódýrari úrræðum eins og félagslegum stuðningi og hjúkrunarþjónustu. Er búið að kostnaðarmeta fráflæðisvandann? Svo vitum við hvernig húsakynni Landspítalans eru. Ætli fjármálaráðherra sé meðvitaður um óhagræðið sem hlýst af lélegu húsnæði þar sem heilbrigðisstarfsfólkinu er ætlað að veita hverjum og einum heilbrigðisþjónustu? Skortur á einangrunarrýmum og velferðartæknilausnum gera störfin ekki auðveldari fyrir. Ætli afleiðingar af óviðunandi vinnuaðstöðu starfsmanna hafi verið kannaðar og kostnaðarmetnar? Það sætir furðu að fjármálaráðherra réttlæti ákvörðun um lægri framlög til heilbrigðismála og harkalegan niðurskurð á Landspítalanum með því að benda á samanburðarrannsókn OECD ríkjanna.Vissulega hefur framlag til heilbrigðismála aukist á síðustu árum, sem er eðlileg framvinda eftir erfiðar aðhaldsaðgerðir sem grípa þurfti til í kjölfar efnahagshrunsins. Vandi Landspítalans á undanförnum árum hefur verið margvíslegur og þá ekki síst vegna skorts á heilbrigðisstarfsfólki, og þá einkum sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum. Við sem til þekkjum vitum að aðhaldsaðgerðir á Landspítala eykur álag á starfsfólk og bætir því ekki þann vanda. Markvissara væri að leita allra leiða til að draga úr álagi og bæta kjörin til að fjölga í þessum nauðsynlegu fagstéttum.Nú eru kjarasamningar opinberra starfsmanna lausir, þar með talið sjúkraliða og annarra sem starfa á Landspítalanum. Það er því fáránlegt innlegg inn í kjaraviðræðurnar, og alls ekki til þess að greiða fyrir um gerð kjarasamninga, að boða þennan niðurskurð og auka þannig enn frekar álagið á þá starfsmenn sem eftir eru.Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Sandra B. Franks Tengdar fréttir Svikin loforð eða óþolandi seinagangur? Í sérstakri yfirlýsingu ríkisstjórnar frá því í maí 2015 var aðgerðum um menntamál lofað. 11. desember 2019 11:00 Aukin framleiðni í heilbrigðisþjónustu Formaður Sjúkraliðafélags Íslands skrifar um hvernig megi auka framleiðni í heilbrigðisþjónustu. 20. nóvember 2019 16:30 Ólíðandi kynjamisrétti Alþekkt er að menntun kvenna hefur aukist verulega á Íslandi síðustu ár og atvinnuþátttaka þeirra hefur jafnframt vaxið gríðarlega. 12. nóvember 2019 12:30 Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Er fólk ekki almennt meðvitað um að eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu ræðst af samfélagsgerðinni en ekki hagstæðri aldursamsetningu þjóðarinnar í samanburði við OECD ríkin. Ætli fjármálaráðherra telji að minna framlag til heilbrigðismála leiði sjálfkrafa til þess að eftirspurn eftir þjónustu á Landspítalanum minnki? Að fólk leyfi sér ekki að slasast eða verða veikt umfram heimildir fjárlaga? Það þarf auðvitað skilgreina hvaða heilbrigðisþjónustu á að veita og kostnaðargreina hana. Framlag ríkisins þarf að vera í samræmi við niðurstöðuna. Það þarf að taka tillit til sérstöðu samfélagsins og mannfjöldaspá, annað er ábyrgðarlaus fjármálastjórnun. Vaxandi umfang á starfsemi Landspítalans síðustu ár er vegna fjölmargra samverkandi þátta. Ekki bara vegna þess að menn hafa ekki gefið sér tíma til að kostnaðarmeta kjarasamninga. Menn hljóta að sjá að hér á landi hefur orðið vaxandi fjöldi ferðamanna sem því miður hefur þurft í einhverjum tilvikum að þiggja þjónustu spítalans, og það stendur ekki utan á fólki hvort það sé með gildar sjúkratryggingar. Umsýslan og þjónustan í kringum þennan hóp hlýtur að vera nokkur ársverk, og ég velti því fyrir mér hvort gefist hafi tími til að kostnaðarmeta hana? Eins hefur hækkandi lífaldur fólks sitt að segja. Fjármálaráðherra veit að þjóðin er að eldast. Eldri borgarar koma á Landspítalann með fjölþætt og flókin vandamál og fá þjónustu, og svo komast þeir ekki út af spítalanum því það er ekkert sem tekur við. Það hlýtur að vera kostnaðarsamt þegar hópur eldra fólks liggur inn á hátæknisjúkrahúsi, en hefur hins vegar þörf fyrir ódýrari úrræðum eins og félagslegum stuðningi og hjúkrunarþjónustu. Er búið að kostnaðarmeta fráflæðisvandann? Svo vitum við hvernig húsakynni Landspítalans eru. Ætli fjármálaráðherra sé meðvitaður um óhagræðið sem hlýst af lélegu húsnæði þar sem heilbrigðisstarfsfólkinu er ætlað að veita hverjum og einum heilbrigðisþjónustu? Skortur á einangrunarrýmum og velferðartæknilausnum gera störfin ekki auðveldari fyrir. Ætli afleiðingar af óviðunandi vinnuaðstöðu starfsmanna hafi verið kannaðar og kostnaðarmetnar? Það sætir furðu að fjármálaráðherra réttlæti ákvörðun um lægri framlög til heilbrigðismála og harkalegan niðurskurð á Landspítalanum með því að benda á samanburðarrannsókn OECD ríkjanna.Vissulega hefur framlag til heilbrigðismála aukist á síðustu árum, sem er eðlileg framvinda eftir erfiðar aðhaldsaðgerðir sem grípa þurfti til í kjölfar efnahagshrunsins. Vandi Landspítalans á undanförnum árum hefur verið margvíslegur og þá ekki síst vegna skorts á heilbrigðisstarfsfólki, og þá einkum sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum. Við sem til þekkjum vitum að aðhaldsaðgerðir á Landspítala eykur álag á starfsfólk og bætir því ekki þann vanda. Markvissara væri að leita allra leiða til að draga úr álagi og bæta kjörin til að fjölga í þessum nauðsynlegu fagstéttum.Nú eru kjarasamningar opinberra starfsmanna lausir, þar með talið sjúkraliða og annarra sem starfa á Landspítalanum. Það er því fáránlegt innlegg inn í kjaraviðræðurnar, og alls ekki til þess að greiða fyrir um gerð kjarasamninga, að boða þennan niðurskurð og auka þannig enn frekar álagið á þá starfsmenn sem eftir eru.Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Svikin loforð eða óþolandi seinagangur? Í sérstakri yfirlýsingu ríkisstjórnar frá því í maí 2015 var aðgerðum um menntamál lofað. 11. desember 2019 11:00
Aukin framleiðni í heilbrigðisþjónustu Formaður Sjúkraliðafélags Íslands skrifar um hvernig megi auka framleiðni í heilbrigðisþjónustu. 20. nóvember 2019 16:30
Ólíðandi kynjamisrétti Alþekkt er að menntun kvenna hefur aukist verulega á Íslandi síðustu ár og atvinnuþátttaka þeirra hefur jafnframt vaxið gríðarlega. 12. nóvember 2019 12:30
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun