Ítölsku veggspjöldin gegn kynþáttafordómum sem gera heiminn orðlausan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2019 08:00 Myndir af veggspjöldunum umdeildu. Mynd/Twitter Sería A hneykslar marga með myndum af öpum á glænýjum baráttuspjöldum sínum gegn kynþáttafordómum. Kynþáttafordómar eru mikið vandamál á Ítalíu eins og hefur komið vel fram í mörgum myndum á síðustu vikum og mánuðum, allt frá hegðun áhorfenda upp í framsetningu á forsíðum íþróttablaða. Fáir áttu samt von á því að Sería A deildin sjálf myndi misstíga sig í þessum málum. Það má segja að deildin sjálf hafi klúðrað síðustu skrefum sínum all svakalega. An anti-racism campaign by Serie A has been criticised for using "misguided" posters of monkeys. Read more: https://t.co/fNRdYfUZ2n#bbcfootballpic.twitter.com/lAP19V7sYq— BBC Sport (@BBCSport) December 16, 2019 Sería A er að setja af stað nýja herferð gegn kynþáttafordómum og kynnti ný veggspjöld í gær. Sumir trúa því varla sem þeir sjá þar og telja um einstaklega klaufalega tilraun að ræða. Á veggspjöldunum þremur, sem voru kynnt í höfuðstöðvum deildarinnar í Mílanó, eru nefnilega myndir af öpum með málað andlit og undir stendur „Nei við rasisma“ „Einu sinni enn þá gerir ítalskur fótbolti heiminn orðlausan. Það er erfitt að sjá fyrir sér hvað forráðamenn Seríu A voru að hugsa með þessu eða við hverja þeir ráðfærðu sig,“ sagði í yfirlýsingu frá baráttusamtökunum Fare. „Í landi þar sem yfirvöldum mistekst að taka á kynþáttafordómum í hverri viku hefur Sería A sett af stað herferð sem lítur út eins og sjúkur brandari. Þessar myndir eru hneyksli. Þær hafa öfug áhrif og sjá til þess að menn halda áfram að gera lítið úr fólki af afrískum uppruna,“ segir enn fremur í yfirlýsingu Fare og þar kalla menn nú eftir raunverulegum aðgerðum: „Það er kominn tími fyrir framfarasinnuð félög í þessari deild til að láta heyra í sér.“ Serie A's new 'No to Racism' campaign. This is an absolute joke. pic.twitter.com/YektJx7cch— Football Tweet (@Football__Tweet) December 16, 2019 This is ridiculous, the way Seria A and the Italian media has handled themselves is not acceptable pic.twitter.com/bQqbYcFDlI— Androo Heeley (@andyheeley) December 16, 2019 Ítalía Ítalski boltinn Jafnréttismál Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Sería A hneykslar marga með myndum af öpum á glænýjum baráttuspjöldum sínum gegn kynþáttafordómum. Kynþáttafordómar eru mikið vandamál á Ítalíu eins og hefur komið vel fram í mörgum myndum á síðustu vikum og mánuðum, allt frá hegðun áhorfenda upp í framsetningu á forsíðum íþróttablaða. Fáir áttu samt von á því að Sería A deildin sjálf myndi misstíga sig í þessum málum. Það má segja að deildin sjálf hafi klúðrað síðustu skrefum sínum all svakalega. An anti-racism campaign by Serie A has been criticised for using "misguided" posters of monkeys. Read more: https://t.co/fNRdYfUZ2n#bbcfootballpic.twitter.com/lAP19V7sYq— BBC Sport (@BBCSport) December 16, 2019 Sería A er að setja af stað nýja herferð gegn kynþáttafordómum og kynnti ný veggspjöld í gær. Sumir trúa því varla sem þeir sjá þar og telja um einstaklega klaufalega tilraun að ræða. Á veggspjöldunum þremur, sem voru kynnt í höfuðstöðvum deildarinnar í Mílanó, eru nefnilega myndir af öpum með málað andlit og undir stendur „Nei við rasisma“ „Einu sinni enn þá gerir ítalskur fótbolti heiminn orðlausan. Það er erfitt að sjá fyrir sér hvað forráðamenn Seríu A voru að hugsa með þessu eða við hverja þeir ráðfærðu sig,“ sagði í yfirlýsingu frá baráttusamtökunum Fare. „Í landi þar sem yfirvöldum mistekst að taka á kynþáttafordómum í hverri viku hefur Sería A sett af stað herferð sem lítur út eins og sjúkur brandari. Þessar myndir eru hneyksli. Þær hafa öfug áhrif og sjá til þess að menn halda áfram að gera lítið úr fólki af afrískum uppruna,“ segir enn fremur í yfirlýsingu Fare og þar kalla menn nú eftir raunverulegum aðgerðum: „Það er kominn tími fyrir framfarasinnuð félög í þessari deild til að láta heyra í sér.“ Serie A's new 'No to Racism' campaign. This is an absolute joke. pic.twitter.com/YektJx7cch— Football Tweet (@Football__Tweet) December 16, 2019 This is ridiculous, the way Seria A and the Italian media has handled themselves is not acceptable pic.twitter.com/bQqbYcFDlI— Androo Heeley (@andyheeley) December 16, 2019
Ítalía Ítalski boltinn Jafnréttismál Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira