Fékk barnaklám sent á Snapchat og hlaut fimm mánaða dóm Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. desember 2019 18:13 Maðurinn sagði í skýrslutöku hjá lögreglu að einhver í Snapchat-grúppu hefði sent honum myndbandið. Vísir/getty Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í síðustu viku ungan mann í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir vörslu á barnaklámi, sem hann kvaðst hafa fengið sent í hópsamtali á samskiptaforritinu Snapchat. Þá játaði maðurinn á sig fleiri brot, sem hann framdi mörg í félagi við tvo aðra menn. Kveiktu í flugeldi og sprengdu póstkassa Manninum var gefið að sök að hafa haft myndskeið inni á farsíma sínum árið 2018 sem sýndi börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Farsími mannsins var haldlagður þann 26. september 2018 vegna rannsóknar lögreglu á öðru máli. Maðurinn var ákærður fyrir brotið, sem og fleiri brot. Brotin framdi hann mörg í félagi við tvo menn en mál þremenninganna voru tekin fyrir samtímis. Á meðal þess sem mönnunum var gefið að sök, ýmist einir eða saman, voru ítrekaðir stuldir á bifreiðum, þjófnaður á peningakassa úr Smáratívolí, þjófnaður á bifhjólum, skemmdarverk á fjölbýlishúsi með því að kveikja í flugeldi og setja ofan í póstkassa, auk umferðarlagabrota. Þeir játuðu allir brot sín, þar á meðal maðurinn sem hafði umrætt myndskeið í sinni vörslu. Hann taldi hins vegar að varsla sín á myndskeiðinu varðaði ekki 210. grein almennra hegningarlaga, sem fjallar um barnaklám. Sagðist halda að börnin væru útlendingar Í dómnum segir að maðurinn hafi sagt í skýrslutöku hjá lögreglu að einhver í Snapchat-grúppu hefði sent honum myndskeiðið og hann hefði hlaðið því niður í símann sinn. Hann kvaðst ekki þekkja þá sem sáust á myndskeiðinu og taldi víst að um útlendinga að ræða. Þá segir í dómi að myndbandið sýni m.a. unga drengi í kynferðislegum athöfnum og því verði það réttilega heimfært til umræddrar greinar almennra hegningarlaga um barnaklám. Dómurinn leit til þess að maðurinn er ungur að aldri og þess að hann viðurkenndi brot sín. Ákveðið var að hann skyldi sæta fimm mánaða skilorðsbundnu fangelsi. Þá var hann einnig sviptur ökuréttindum í átján mánuði. Hinir mennirnir tveir voru annars vegar dæmdir í fjögurra mánaða fangelsi og hins vegar tveggja mánaða fangelsi, einnig að fullu skilorðsbundið. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í síðustu viku ungan mann í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir vörslu á barnaklámi, sem hann kvaðst hafa fengið sent í hópsamtali á samskiptaforritinu Snapchat. Þá játaði maðurinn á sig fleiri brot, sem hann framdi mörg í félagi við tvo aðra menn. Kveiktu í flugeldi og sprengdu póstkassa Manninum var gefið að sök að hafa haft myndskeið inni á farsíma sínum árið 2018 sem sýndi börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Farsími mannsins var haldlagður þann 26. september 2018 vegna rannsóknar lögreglu á öðru máli. Maðurinn var ákærður fyrir brotið, sem og fleiri brot. Brotin framdi hann mörg í félagi við tvo menn en mál þremenninganna voru tekin fyrir samtímis. Á meðal þess sem mönnunum var gefið að sök, ýmist einir eða saman, voru ítrekaðir stuldir á bifreiðum, þjófnaður á peningakassa úr Smáratívolí, þjófnaður á bifhjólum, skemmdarverk á fjölbýlishúsi með því að kveikja í flugeldi og setja ofan í póstkassa, auk umferðarlagabrota. Þeir játuðu allir brot sín, þar á meðal maðurinn sem hafði umrætt myndskeið í sinni vörslu. Hann taldi hins vegar að varsla sín á myndskeiðinu varðaði ekki 210. grein almennra hegningarlaga, sem fjallar um barnaklám. Sagðist halda að börnin væru útlendingar Í dómnum segir að maðurinn hafi sagt í skýrslutöku hjá lögreglu að einhver í Snapchat-grúppu hefði sent honum myndskeiðið og hann hefði hlaðið því niður í símann sinn. Hann kvaðst ekki þekkja þá sem sáust á myndskeiðinu og taldi víst að um útlendinga að ræða. Þá segir í dómi að myndbandið sýni m.a. unga drengi í kynferðislegum athöfnum og því verði það réttilega heimfært til umræddrar greinar almennra hegningarlaga um barnaklám. Dómurinn leit til þess að maðurinn er ungur að aldri og þess að hann viðurkenndi brot sín. Ákveðið var að hann skyldi sæta fimm mánaða skilorðsbundnu fangelsi. Þá var hann einnig sviptur ökuréttindum í átján mánuði. Hinir mennirnir tveir voru annars vegar dæmdir í fjögurra mánaða fangelsi og hins vegar tveggja mánaða fangelsi, einnig að fullu skilorðsbundið.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira