Fékk barnaklám sent á Snapchat og hlaut fimm mánaða dóm Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. desember 2019 18:13 Maðurinn sagði í skýrslutöku hjá lögreglu að einhver í Snapchat-grúppu hefði sent honum myndbandið. Vísir/getty Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í síðustu viku ungan mann í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir vörslu á barnaklámi, sem hann kvaðst hafa fengið sent í hópsamtali á samskiptaforritinu Snapchat. Þá játaði maðurinn á sig fleiri brot, sem hann framdi mörg í félagi við tvo aðra menn. Kveiktu í flugeldi og sprengdu póstkassa Manninum var gefið að sök að hafa haft myndskeið inni á farsíma sínum árið 2018 sem sýndi börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Farsími mannsins var haldlagður þann 26. september 2018 vegna rannsóknar lögreglu á öðru máli. Maðurinn var ákærður fyrir brotið, sem og fleiri brot. Brotin framdi hann mörg í félagi við tvo menn en mál þremenninganna voru tekin fyrir samtímis. Á meðal þess sem mönnunum var gefið að sök, ýmist einir eða saman, voru ítrekaðir stuldir á bifreiðum, þjófnaður á peningakassa úr Smáratívolí, þjófnaður á bifhjólum, skemmdarverk á fjölbýlishúsi með því að kveikja í flugeldi og setja ofan í póstkassa, auk umferðarlagabrota. Þeir játuðu allir brot sín, þar á meðal maðurinn sem hafði umrætt myndskeið í sinni vörslu. Hann taldi hins vegar að varsla sín á myndskeiðinu varðaði ekki 210. grein almennra hegningarlaga, sem fjallar um barnaklám. Sagðist halda að börnin væru útlendingar Í dómnum segir að maðurinn hafi sagt í skýrslutöku hjá lögreglu að einhver í Snapchat-grúppu hefði sent honum myndskeiðið og hann hefði hlaðið því niður í símann sinn. Hann kvaðst ekki þekkja þá sem sáust á myndskeiðinu og taldi víst að um útlendinga að ræða. Þá segir í dómi að myndbandið sýni m.a. unga drengi í kynferðislegum athöfnum og því verði það réttilega heimfært til umræddrar greinar almennra hegningarlaga um barnaklám. Dómurinn leit til þess að maðurinn er ungur að aldri og þess að hann viðurkenndi brot sín. Ákveðið var að hann skyldi sæta fimm mánaða skilorðsbundnu fangelsi. Þá var hann einnig sviptur ökuréttindum í átján mánuði. Hinir mennirnir tveir voru annars vegar dæmdir í fjögurra mánaða fangelsi og hins vegar tveggja mánaða fangelsi, einnig að fullu skilorðsbundið. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í síðustu viku ungan mann í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir vörslu á barnaklámi, sem hann kvaðst hafa fengið sent í hópsamtali á samskiptaforritinu Snapchat. Þá játaði maðurinn á sig fleiri brot, sem hann framdi mörg í félagi við tvo aðra menn. Kveiktu í flugeldi og sprengdu póstkassa Manninum var gefið að sök að hafa haft myndskeið inni á farsíma sínum árið 2018 sem sýndi börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Farsími mannsins var haldlagður þann 26. september 2018 vegna rannsóknar lögreglu á öðru máli. Maðurinn var ákærður fyrir brotið, sem og fleiri brot. Brotin framdi hann mörg í félagi við tvo menn en mál þremenninganna voru tekin fyrir samtímis. Á meðal þess sem mönnunum var gefið að sök, ýmist einir eða saman, voru ítrekaðir stuldir á bifreiðum, þjófnaður á peningakassa úr Smáratívolí, þjófnaður á bifhjólum, skemmdarverk á fjölbýlishúsi með því að kveikja í flugeldi og setja ofan í póstkassa, auk umferðarlagabrota. Þeir játuðu allir brot sín, þar á meðal maðurinn sem hafði umrætt myndskeið í sinni vörslu. Hann taldi hins vegar að varsla sín á myndskeiðinu varðaði ekki 210. grein almennra hegningarlaga, sem fjallar um barnaklám. Sagðist halda að börnin væru útlendingar Í dómnum segir að maðurinn hafi sagt í skýrslutöku hjá lögreglu að einhver í Snapchat-grúppu hefði sent honum myndskeiðið og hann hefði hlaðið því niður í símann sinn. Hann kvaðst ekki þekkja þá sem sáust á myndskeiðinu og taldi víst að um útlendinga að ræða. Þá segir í dómi að myndbandið sýni m.a. unga drengi í kynferðislegum athöfnum og því verði það réttilega heimfært til umræddrar greinar almennra hegningarlaga um barnaklám. Dómurinn leit til þess að maðurinn er ungur að aldri og þess að hann viðurkenndi brot sín. Ákveðið var að hann skyldi sæta fimm mánaða skilorðsbundnu fangelsi. Þá var hann einnig sviptur ökuréttindum í átján mánuði. Hinir mennirnir tveir voru annars vegar dæmdir í fjögurra mánaða fangelsi og hins vegar tveggja mánaða fangelsi, einnig að fullu skilorðsbundið.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira