Annaðhvort sé Ásmundur með sig á heilanum eða Sjálfstæðisflokkurinn að hefna sín Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. desember 2019 11:26 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir tímasetningu tilkynningar Ásmundar sérstaka og veltir fyrir sér hvort hann sé með hana á heilanum eða Sjálfstæðisflokkurinn sé að hefna sín. Vísir/Vilhelm Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur upplýst Evrópuráðsþingið um að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmanns Pírata, hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis. Þórhildur Sunna segist ekki hafa nokkrar áhyggjur af bréfaskriftum Ásmundar en segir tímasetninguna vekja furðu. Morgunblaðið greinir frá því í dag að Ásmundur hafi sent forseta Evrópuráðsþingsins erindi þar sem vakin er athygli á því að siðanefnd Alþingis hafi komist að þeirri niðurstöðu að Þórhildur Sunna hafi gerst brotleg við siðareglur. Brotið fólst í ummælum sem Þórhildur Sunna lét falla um Ásmund í Silfrinu í febrúar, þar sem hún sagði rökstuddan grun um að Ásmundur hefði dregið sér fé. Þórhildur Sunna er varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins og formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins. Vissi ekki af bréfaskriftunum Í samtali við Morgunblaðið segir Ásmundur að honum þyki mikilvægt að gera Evrópuráðsþinginu viðvart um þessi brot. Þórhildur Sunna segist ekki hafa miklar áhyggjur af þessum bréfaskriftum Ásmundar til forseta þingsins. Hafði Ásmundur upplýst þig um að hann hygðist tilkynna þetta til Evrópuráðsþingsins? „Ásmundur hafði ekki látið mig vita af slíku. En ég velti fyrir mér hvort Sjálfstæðisflokkurinn hafi vitað af þessu? Hvort þetta sé annaðhvort það að Ásmundur Friðriksson nái mér ekki út úr heilanum sínum eða þá að Sjálfstæðisflokkurinn sé þarna að hefna sín fyrir þá frumkvæðisathugun sem ég átti frumkvæði að í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á hæfi Kristjáns Þórs (Júlíussonar sjávarútvegsráðherra),“ segir Þórhildur Sunna. Vísar hún til frumkvæðisathugunar á hæfi sjávarútvegsráðherra í kjölfar Samherjamálsins. Tímsetningin skrýtin „Mér finnst allavega tímasetningin á þessum bréfaskriftum hans vekja upp spurningar. Vegna þess að ekki gerði hann þetta þegar þessi úrskurður féll heldur bíður hann þar til nú, stuttu eftir að þessi frumkvæðisrannsókn fer af stað.“ Hún segist ekki vita til þess að það hafi tíðkast að þingmenn þjóðþinga sendi bréf til Evrópuráðsþingsins um aðra þingmenn. „Ég býst ekki við öðru en að þessu verði svarað á einn eða annan hátt en ég hef í sjálfu sér bara engar áhyggjur af niðurstöðunni. Hún segir bréfaskrifin lýsa misskilningi á því hvernig Evrópuráðið virkar. „Þarna er Ásmundur að reyna að koma mér út úr Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins en hefur greinilega ekki hugmynd um að slíkt er bara á forræði íslenska þingsins. Hann ætti því frekar að leita á náðir Steingríms J. Sigfússonar (forseta Alþingis) eða eða kollega sinna í ríkisstjórn vilji þeir sprengja upp allt samkomulag milli stjórnar og stjórnarandstöðu og fjarlægja mig úr þessari nefnd,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. Viðurkenndi að greiðslurnar orkuðu tvímælis Þórhildur Sunna sagði í Silfrinu þann 25. febrúar í fyrra að uppi væri rökstuddur grunur um að Ásmundur hefði dregið sér fé. Þá lá fyrir að Ásmundur hafði fengið 4,6 milljóna króna aksturskostnað endurgreiddan frá Alþingi vegna 48 þúsund kílómetra aksturs á eigin bíl. Reglur um þingfararkostnað kveða á um að þingmenn sem aka meira en 15 þúsund kílómetra á ári skuli notast við bílaleigubíl sem Ásmundur gerði ekki. Viðurkenndi Ásmundur að hluti af endurgreiðslunum til sín hefðu orkað tvímælis, eins og hann komst að ári. Endurgreiddi hann skrifstofu Alþingis 178 þúsund krónur sem hann fékk fyrir ferðir um Suðurkjördæmi með tökufólki frá sjónvarpsstöðinni ÍNN. Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Ásmundur tilkynnti brot Þórhildar Sunnu til Evrópuráðsþingsins Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur vakið athygli Evrópuráðsþingsins á því að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis. 18. desember 2019 10:10 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur upplýst Evrópuráðsþingið um að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmanns Pírata, hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis. Þórhildur Sunna segist ekki hafa nokkrar áhyggjur af bréfaskriftum Ásmundar en segir tímasetninguna vekja furðu. Morgunblaðið greinir frá því í dag að Ásmundur hafi sent forseta Evrópuráðsþingsins erindi þar sem vakin er athygli á því að siðanefnd Alþingis hafi komist að þeirri niðurstöðu að Þórhildur Sunna hafi gerst brotleg við siðareglur. Brotið fólst í ummælum sem Þórhildur Sunna lét falla um Ásmund í Silfrinu í febrúar, þar sem hún sagði rökstuddan grun um að Ásmundur hefði dregið sér fé. Þórhildur Sunna er varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins og formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins. Vissi ekki af bréfaskriftunum Í samtali við Morgunblaðið segir Ásmundur að honum þyki mikilvægt að gera Evrópuráðsþinginu viðvart um þessi brot. Þórhildur Sunna segist ekki hafa miklar áhyggjur af þessum bréfaskriftum Ásmundar til forseta þingsins. Hafði Ásmundur upplýst þig um að hann hygðist tilkynna þetta til Evrópuráðsþingsins? „Ásmundur hafði ekki látið mig vita af slíku. En ég velti fyrir mér hvort Sjálfstæðisflokkurinn hafi vitað af þessu? Hvort þetta sé annaðhvort það að Ásmundur Friðriksson nái mér ekki út úr heilanum sínum eða þá að Sjálfstæðisflokkurinn sé þarna að hefna sín fyrir þá frumkvæðisathugun sem ég átti frumkvæði að í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á hæfi Kristjáns Þórs (Júlíussonar sjávarútvegsráðherra),“ segir Þórhildur Sunna. Vísar hún til frumkvæðisathugunar á hæfi sjávarútvegsráðherra í kjölfar Samherjamálsins. Tímsetningin skrýtin „Mér finnst allavega tímasetningin á þessum bréfaskriftum hans vekja upp spurningar. Vegna þess að ekki gerði hann þetta þegar þessi úrskurður féll heldur bíður hann þar til nú, stuttu eftir að þessi frumkvæðisrannsókn fer af stað.“ Hún segist ekki vita til þess að það hafi tíðkast að þingmenn þjóðþinga sendi bréf til Evrópuráðsþingsins um aðra þingmenn. „Ég býst ekki við öðru en að þessu verði svarað á einn eða annan hátt en ég hef í sjálfu sér bara engar áhyggjur af niðurstöðunni. Hún segir bréfaskrifin lýsa misskilningi á því hvernig Evrópuráðið virkar. „Þarna er Ásmundur að reyna að koma mér út úr Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins en hefur greinilega ekki hugmynd um að slíkt er bara á forræði íslenska þingsins. Hann ætti því frekar að leita á náðir Steingríms J. Sigfússonar (forseta Alþingis) eða eða kollega sinna í ríkisstjórn vilji þeir sprengja upp allt samkomulag milli stjórnar og stjórnarandstöðu og fjarlægja mig úr þessari nefnd,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. Viðurkenndi að greiðslurnar orkuðu tvímælis Þórhildur Sunna sagði í Silfrinu þann 25. febrúar í fyrra að uppi væri rökstuddur grunur um að Ásmundur hefði dregið sér fé. Þá lá fyrir að Ásmundur hafði fengið 4,6 milljóna króna aksturskostnað endurgreiddan frá Alþingi vegna 48 þúsund kílómetra aksturs á eigin bíl. Reglur um þingfararkostnað kveða á um að þingmenn sem aka meira en 15 þúsund kílómetra á ári skuli notast við bílaleigubíl sem Ásmundur gerði ekki. Viðurkenndi Ásmundur að hluti af endurgreiðslunum til sín hefðu orkað tvímælis, eins og hann komst að ári. Endurgreiddi hann skrifstofu Alþingis 178 þúsund krónur sem hann fékk fyrir ferðir um Suðurkjördæmi með tökufólki frá sjónvarpsstöðinni ÍNN.
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Ásmundur tilkynnti brot Þórhildar Sunnu til Evrópuráðsþingsins Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur vakið athygli Evrópuráðsþingsins á því að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis. 18. desember 2019 10:10 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Sjá meira
Ásmundur tilkynnti brot Þórhildar Sunnu til Evrópuráðsþingsins Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur vakið athygli Evrópuráðsþingsins á því að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis. 18. desember 2019 10:10