Á stundum að þegja? Friðrik Agni Árnason skrifar 20. desember 2019 07:00 Mér finnst áhugavert þegar fólk hendir neikvæðu skoðunum sínum um útlit mitt beint í andlitið á mér. Sérstaklega þegar það tengist útliti sem er valfrjálst. En ég hef einmitt verið að lenda í því undanfarið. Ástæðan: Ég litaði á mér hárið. Ég vildi breyta til og skapa mér aðeins nýrri og ferskari ímynd. Mér líður vel með hvernig það breytti útliti mínu. Þannig þegar ég horfi í spegil þá allavega fæ ég ekki þunglyndiskast yfir spegilmyndinni og gerði það nú svo sem ekki heldur fyrir litun. Ég er jú eins og flestir samt og mis sáttur við sjálfan mig eftir dagsgeðinu. Að sjálfsögðu er samt leiðinlegt að heyra þegar fólk segist jafnvel ekki vilja yrða á mig vegna þess að ég er með ljóst hár. Það gerðist nú fyrir stuttu og fólk hefur einnig sagst kunna einfaldlega illa við mig svona. Og þetta er ekki fólk sem þekkir mig manna best. Á þessum tímapunkti þá spyr ég af einlægni: Hvað fær fólk út úr því að láta svona skoðanir í ljós? Líður fólki betra þegar það kemur þessu frá sér? Snýst þetta um VALD? Ég velti því fyrir mér hvort fólk sem deilir svona skoðunum á fólki hafi það sameiginlegt að vera stjórnsamt. Því hvað ætti ég t.d. að taka frá svona athugasemd og móðgun? Annað en að jú kannski breyta útliti mínu aftur til þess að þóknast manneskjunni. Ég myndi persónulega aldrei segja neinum, nema kannski maka, mína skoðun á útlitsbreytingu hans ef hún er neikvæð og þá myndi ég samt ekki orða það svo harkalega. Fyrir mér má fólk alltaf bara líta út eins og það vill og líður best. Ef ég hef neikvæða skoðun á útliti annars fólks þá yfirleitt bara held ég því fyrir sjálfan mig nema það virkilega spyrji mig álits og biður um hreinskilni. Þannig ég er aðallega að velta því fyrir mér hvað fólk fær út úr því að móðga aðra á svona persónulegan hátt og fela sig svo jafnvel á bakvið að þetta sé bara þeirra skoðun. Víst höfum við öll rétt á okkar skoðun en mér finnst ekki alltaf nauðsynlegt að skoðanir komi fram. Ef skoðun leiðir af sér hugleiðingar, spurningar og opnar á samtal þá finnst mér það frábært en þegar það eru svona þungar persónulegar skoðanir eða dómur öllu heldur á útliti annarra þá er ég ekki alveg að fatta tilganginn. En þetta er auðvitað bara mín skoðun. Þegar öllu er á botninn hvolft þá snýst þetta um viðbrögð og mín viðbrögð í þessu tilfelli. Ég vel að láta það ekki pirra mig þegar einhver segir svona við mig heldur skoða af hverju ég tek það til mín og hvernig. Hvað get ég lært um sjálfan mig? Hugsa sér það fólk sem hefur almennt svona sterkar skoðanir sem það verður að láta í ljós, og móðgar og særir annað fólk með því, hvernig er það þá að dæma sig sjálft? #mínskoðun Góða helgi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Agni Árnason Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Mér finnst áhugavert þegar fólk hendir neikvæðu skoðunum sínum um útlit mitt beint í andlitið á mér. Sérstaklega þegar það tengist útliti sem er valfrjálst. En ég hef einmitt verið að lenda í því undanfarið. Ástæðan: Ég litaði á mér hárið. Ég vildi breyta til og skapa mér aðeins nýrri og ferskari ímynd. Mér líður vel með hvernig það breytti útliti mínu. Þannig þegar ég horfi í spegil þá allavega fæ ég ekki þunglyndiskast yfir spegilmyndinni og gerði það nú svo sem ekki heldur fyrir litun. Ég er jú eins og flestir samt og mis sáttur við sjálfan mig eftir dagsgeðinu. Að sjálfsögðu er samt leiðinlegt að heyra þegar fólk segist jafnvel ekki vilja yrða á mig vegna þess að ég er með ljóst hár. Það gerðist nú fyrir stuttu og fólk hefur einnig sagst kunna einfaldlega illa við mig svona. Og þetta er ekki fólk sem þekkir mig manna best. Á þessum tímapunkti þá spyr ég af einlægni: Hvað fær fólk út úr því að láta svona skoðanir í ljós? Líður fólki betra þegar það kemur þessu frá sér? Snýst þetta um VALD? Ég velti því fyrir mér hvort fólk sem deilir svona skoðunum á fólki hafi það sameiginlegt að vera stjórnsamt. Því hvað ætti ég t.d. að taka frá svona athugasemd og móðgun? Annað en að jú kannski breyta útliti mínu aftur til þess að þóknast manneskjunni. Ég myndi persónulega aldrei segja neinum, nema kannski maka, mína skoðun á útlitsbreytingu hans ef hún er neikvæð og þá myndi ég samt ekki orða það svo harkalega. Fyrir mér má fólk alltaf bara líta út eins og það vill og líður best. Ef ég hef neikvæða skoðun á útliti annars fólks þá yfirleitt bara held ég því fyrir sjálfan mig nema það virkilega spyrji mig álits og biður um hreinskilni. Þannig ég er aðallega að velta því fyrir mér hvað fólk fær út úr því að móðga aðra á svona persónulegan hátt og fela sig svo jafnvel á bakvið að þetta sé bara þeirra skoðun. Víst höfum við öll rétt á okkar skoðun en mér finnst ekki alltaf nauðsynlegt að skoðanir komi fram. Ef skoðun leiðir af sér hugleiðingar, spurningar og opnar á samtal þá finnst mér það frábært en þegar það eru svona þungar persónulegar skoðanir eða dómur öllu heldur á útliti annarra þá er ég ekki alveg að fatta tilganginn. En þetta er auðvitað bara mín skoðun. Þegar öllu er á botninn hvolft þá snýst þetta um viðbrögð og mín viðbrögð í þessu tilfelli. Ég vel að láta það ekki pirra mig þegar einhver segir svona við mig heldur skoða af hverju ég tek það til mín og hvernig. Hvað get ég lært um sjálfan mig? Hugsa sér það fólk sem hefur almennt svona sterkar skoðanir sem það verður að láta í ljós, og móðgar og særir annað fólk með því, hvernig er það þá að dæma sig sjálft? #mínskoðun Góða helgi
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun