Raddlausu börnin Benedikt Traustason skrifar 1. desember 2019 13:23 Ef það er eitthvað sem tengir saman stúdenta og Jón Sigurðsson, nú 101 ári eftir fullveldi Íslands, þá er það sameiginlegur reynsluheimur. Það sem bæði stúdentar og Fjölnismenn lærðu af sinni baráttu var að sigrarnir nást ekki nema fyrir þeim sé barist og enginn mun berjast fyrir sigrunum nema við sjálf. Á næsta ári verða 100 ár frá því að Stúdentaráð Háskóla Íslands var stofnað. Það gerir ráðið eldra en nokkurn stjórnmálaflokk í landinu. Það gerir ráðið jafngamalt Veðurstofunni, Hæstarétti, skipun Guðjóns Samúelssonar sem húsameistara ríkisins og Nóa í Nóa Síríus. Það er hollt fyrir okkur sem höfum fengið tækifæri til þess að sækja háskólamenntun að skoða stærra samhengi hlutanna. Við höfum fengið tækifæri sem minnihluti mannkyns lætur sig dreyma um. Tækifæri til þess að elta okkar drauma; læra það sem við höfum áhuga á. Á hverju ári koma börn til Íslands sem flýja hörmungar sem eru okkur svo fjarri að við getum ekki með nokkru móti sett okkur í þeirra spor. Þessi börn hafa ferðast ein um langan veg, að mörkum hins byggilega, í leit að öryggi, samkennd og tækifærum til þess að elta sína drauma. Því miður er viðmót íslenskra stjórnvalda gangvart þessum börnum ekki skilyrðislaust öryggi og samhugur. Þess í stað er frásögn þessara barna dregin í efa og þau send í líkamsrannsókn. Fyrr á þessu ári ákvað Háskóli Íslands að annast þá líkamsrannsókn fyrir stjórnvöld, í stað þess að opna faðm sinn með manngæsku að leiðarljósi. Þessi börn eiga engan málsvara, enga rödd. Það er þess vegna sem við stúdentar höfum ljáð þeim okkar rödd því við vitum að sigrarnir nást ekki nema fyrir þeim sé barist. Það er ósk mín að háskólinn endurskoði afstöðu sína, hætti tanngreiningum og bjóði fylgdarlausum flóttabörnum möguleika á framtíð sem þau gætu annars aldrei látið sig dreyma um. Til hamingju með daginn.Hugvekja flutt á fullveldisdaginn, 1. desember.Benedikt Traustason, varaforseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Traustason Flóttamenn Innflytjendamál Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Sjá meira
Ef það er eitthvað sem tengir saman stúdenta og Jón Sigurðsson, nú 101 ári eftir fullveldi Íslands, þá er það sameiginlegur reynsluheimur. Það sem bæði stúdentar og Fjölnismenn lærðu af sinni baráttu var að sigrarnir nást ekki nema fyrir þeim sé barist og enginn mun berjast fyrir sigrunum nema við sjálf. Á næsta ári verða 100 ár frá því að Stúdentaráð Háskóla Íslands var stofnað. Það gerir ráðið eldra en nokkurn stjórnmálaflokk í landinu. Það gerir ráðið jafngamalt Veðurstofunni, Hæstarétti, skipun Guðjóns Samúelssonar sem húsameistara ríkisins og Nóa í Nóa Síríus. Það er hollt fyrir okkur sem höfum fengið tækifæri til þess að sækja háskólamenntun að skoða stærra samhengi hlutanna. Við höfum fengið tækifæri sem minnihluti mannkyns lætur sig dreyma um. Tækifæri til þess að elta okkar drauma; læra það sem við höfum áhuga á. Á hverju ári koma börn til Íslands sem flýja hörmungar sem eru okkur svo fjarri að við getum ekki með nokkru móti sett okkur í þeirra spor. Þessi börn hafa ferðast ein um langan veg, að mörkum hins byggilega, í leit að öryggi, samkennd og tækifærum til þess að elta sína drauma. Því miður er viðmót íslenskra stjórnvalda gangvart þessum börnum ekki skilyrðislaust öryggi og samhugur. Þess í stað er frásögn þessara barna dregin í efa og þau send í líkamsrannsókn. Fyrr á þessu ári ákvað Háskóli Íslands að annast þá líkamsrannsókn fyrir stjórnvöld, í stað þess að opna faðm sinn með manngæsku að leiðarljósi. Þessi börn eiga engan málsvara, enga rödd. Það er þess vegna sem við stúdentar höfum ljáð þeim okkar rödd því við vitum að sigrarnir nást ekki nema fyrir þeim sé barist. Það er ósk mín að háskólinn endurskoði afstöðu sína, hætti tanngreiningum og bjóði fylgdarlausum flóttabörnum möguleika á framtíð sem þau gætu annars aldrei látið sig dreyma um. Til hamingju með daginn.Hugvekja flutt á fullveldisdaginn, 1. desember.Benedikt Traustason, varaforseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar