Raddlausu börnin Benedikt Traustason skrifar 1. desember 2019 13:23 Ef það er eitthvað sem tengir saman stúdenta og Jón Sigurðsson, nú 101 ári eftir fullveldi Íslands, þá er það sameiginlegur reynsluheimur. Það sem bæði stúdentar og Fjölnismenn lærðu af sinni baráttu var að sigrarnir nást ekki nema fyrir þeim sé barist og enginn mun berjast fyrir sigrunum nema við sjálf. Á næsta ári verða 100 ár frá því að Stúdentaráð Háskóla Íslands var stofnað. Það gerir ráðið eldra en nokkurn stjórnmálaflokk í landinu. Það gerir ráðið jafngamalt Veðurstofunni, Hæstarétti, skipun Guðjóns Samúelssonar sem húsameistara ríkisins og Nóa í Nóa Síríus. Það er hollt fyrir okkur sem höfum fengið tækifæri til þess að sækja háskólamenntun að skoða stærra samhengi hlutanna. Við höfum fengið tækifæri sem minnihluti mannkyns lætur sig dreyma um. Tækifæri til þess að elta okkar drauma; læra það sem við höfum áhuga á. Á hverju ári koma börn til Íslands sem flýja hörmungar sem eru okkur svo fjarri að við getum ekki með nokkru móti sett okkur í þeirra spor. Þessi börn hafa ferðast ein um langan veg, að mörkum hins byggilega, í leit að öryggi, samkennd og tækifærum til þess að elta sína drauma. Því miður er viðmót íslenskra stjórnvalda gangvart þessum börnum ekki skilyrðislaust öryggi og samhugur. Þess í stað er frásögn þessara barna dregin í efa og þau send í líkamsrannsókn. Fyrr á þessu ári ákvað Háskóli Íslands að annast þá líkamsrannsókn fyrir stjórnvöld, í stað þess að opna faðm sinn með manngæsku að leiðarljósi. Þessi börn eiga engan málsvara, enga rödd. Það er þess vegna sem við stúdentar höfum ljáð þeim okkar rödd því við vitum að sigrarnir nást ekki nema fyrir þeim sé barist. Það er ósk mín að háskólinn endurskoði afstöðu sína, hætti tanngreiningum og bjóði fylgdarlausum flóttabörnum möguleika á framtíð sem þau gætu annars aldrei látið sig dreyma um. Til hamingju með daginn.Hugvekja flutt á fullveldisdaginn, 1. desember.Benedikt Traustason, varaforseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Traustason Flóttamenn Innflytjendamál Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Ef það er eitthvað sem tengir saman stúdenta og Jón Sigurðsson, nú 101 ári eftir fullveldi Íslands, þá er það sameiginlegur reynsluheimur. Það sem bæði stúdentar og Fjölnismenn lærðu af sinni baráttu var að sigrarnir nást ekki nema fyrir þeim sé barist og enginn mun berjast fyrir sigrunum nema við sjálf. Á næsta ári verða 100 ár frá því að Stúdentaráð Háskóla Íslands var stofnað. Það gerir ráðið eldra en nokkurn stjórnmálaflokk í landinu. Það gerir ráðið jafngamalt Veðurstofunni, Hæstarétti, skipun Guðjóns Samúelssonar sem húsameistara ríkisins og Nóa í Nóa Síríus. Það er hollt fyrir okkur sem höfum fengið tækifæri til þess að sækja háskólamenntun að skoða stærra samhengi hlutanna. Við höfum fengið tækifæri sem minnihluti mannkyns lætur sig dreyma um. Tækifæri til þess að elta okkar drauma; læra það sem við höfum áhuga á. Á hverju ári koma börn til Íslands sem flýja hörmungar sem eru okkur svo fjarri að við getum ekki með nokkru móti sett okkur í þeirra spor. Þessi börn hafa ferðast ein um langan veg, að mörkum hins byggilega, í leit að öryggi, samkennd og tækifærum til þess að elta sína drauma. Því miður er viðmót íslenskra stjórnvalda gangvart þessum börnum ekki skilyrðislaust öryggi og samhugur. Þess í stað er frásögn þessara barna dregin í efa og þau send í líkamsrannsókn. Fyrr á þessu ári ákvað Háskóli Íslands að annast þá líkamsrannsókn fyrir stjórnvöld, í stað þess að opna faðm sinn með manngæsku að leiðarljósi. Þessi börn eiga engan málsvara, enga rödd. Það er þess vegna sem við stúdentar höfum ljáð þeim okkar rödd því við vitum að sigrarnir nást ekki nema fyrir þeim sé barist. Það er ósk mín að háskólinn endurskoði afstöðu sína, hætti tanngreiningum og bjóði fylgdarlausum flóttabörnum möguleika á framtíð sem þau gætu annars aldrei látið sig dreyma um. Til hamingju með daginn.Hugvekja flutt á fullveldisdaginn, 1. desember.Benedikt Traustason, varaforseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun