Undraáhrif svarta kattarins í NFL-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2019 12:00 Svarti kötturinn sem birtist í miðjum NFL-leik. Getty/Emilee Chinn Svartur köttur hefur aldrei þótt boða gott og þróun mála í NFL-deildinni í ameríska fótboltanum hefur heldur betur ýtt undir þá goðsögn. Svartur köttur birtist óvænt á miðjum vellinum í Mánudagsleik NFL-deildarinnar fyrir nokkrum vikum en þar áttust við Dallas Cowboys og New York Giants á MetLife leikvanginum. Leikurinn var eini leikur kvöldsins og var á svokölluðum „Prime Time“. Innkoma svarta kattarins vakti því mikla athygli. New York Giants liðið var þá yfir í leiknum en allt gekk á afturfótunum eftir innkomu svarta kattarins og Dallas vann leikinn örugglega 37-18. Darren Rovell benti á það á Twitter að undraáhrif svarta kattarins næðu ekki aðeins til leikmanna New York Giants. Það er nefnilega magnaða að skoða gengi „kattarliðanna“ svokölluð í NFL-deildinni frá þessum atburði í byrjun nóvembermánaðar.Since the Black Cat appeared on Monday Night Football, Cat nicknamed teams are 1-14: Lions (0-4), Panthers (0-4), Jaguars (0-3) and Bengals (1-3) pic.twitter.com/Kvnf9yS6Jo — Darren Rovell (@darrenrovell) December 1, 2019New York Giants liðið tapaði ekki aðeins þessum leik á móti Dallas heldur hefur liðið tapað öllum leikjum sínum síðan. En Risarnir eru ekki þeir einu sem hafa mátt glíma við örlög svarta kattarins. Þau lið sem hafa gælunöfn úr kattarættinni hafa nefnilega verið í miklum vandræðum síðan að kötturinn birtist óvænt á MetLife leikvanginum. Fjögur lið tengja sig við kattardýr en það eru Ljónin frá Detroit, Pardusdýrin frá Carolina, Jagúararnir frá Jacksonville og Bengal-tígrisdýrin frá Cincinnati. Þessi fjögur lið hafa frá þessu örlagaríka kvöldi í New Jersey tapað fjórtán af fimmtán leikjum sínum. Cincinnati Bengals vann reyndar leik sinn í gær og varð um leið síðasta liðið til að vinna leik á þessu tímabili. Bengals menn höfðu tapað fyrstu ellefu leikjum sínum. Sigurinn í gær kom á móti New York Jets liðinu sem spilar einmitt heimaleiki sína á fyrrnefndum á MetLife leikvangi.No matter what else happens in this game, the black cat wins the night... pic.twitter.com/WYYf3WmYCe — Mike Leslie (@MikeLeslieWFAA) November 5, 2019 NFL Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sjá meira
Svartur köttur hefur aldrei þótt boða gott og þróun mála í NFL-deildinni í ameríska fótboltanum hefur heldur betur ýtt undir þá goðsögn. Svartur köttur birtist óvænt á miðjum vellinum í Mánudagsleik NFL-deildarinnar fyrir nokkrum vikum en þar áttust við Dallas Cowboys og New York Giants á MetLife leikvanginum. Leikurinn var eini leikur kvöldsins og var á svokölluðum „Prime Time“. Innkoma svarta kattarins vakti því mikla athygli. New York Giants liðið var þá yfir í leiknum en allt gekk á afturfótunum eftir innkomu svarta kattarins og Dallas vann leikinn örugglega 37-18. Darren Rovell benti á það á Twitter að undraáhrif svarta kattarins næðu ekki aðeins til leikmanna New York Giants. Það er nefnilega magnaða að skoða gengi „kattarliðanna“ svokölluð í NFL-deildinni frá þessum atburði í byrjun nóvembermánaðar.Since the Black Cat appeared on Monday Night Football, Cat nicknamed teams are 1-14: Lions (0-4), Panthers (0-4), Jaguars (0-3) and Bengals (1-3) pic.twitter.com/Kvnf9yS6Jo — Darren Rovell (@darrenrovell) December 1, 2019New York Giants liðið tapaði ekki aðeins þessum leik á móti Dallas heldur hefur liðið tapað öllum leikjum sínum síðan. En Risarnir eru ekki þeir einu sem hafa mátt glíma við örlög svarta kattarins. Þau lið sem hafa gælunöfn úr kattarættinni hafa nefnilega verið í miklum vandræðum síðan að kötturinn birtist óvænt á MetLife leikvanginum. Fjögur lið tengja sig við kattardýr en það eru Ljónin frá Detroit, Pardusdýrin frá Carolina, Jagúararnir frá Jacksonville og Bengal-tígrisdýrin frá Cincinnati. Þessi fjögur lið hafa frá þessu örlagaríka kvöldi í New Jersey tapað fjórtán af fimmtán leikjum sínum. Cincinnati Bengals vann reyndar leik sinn í gær og varð um leið síðasta liðið til að vinna leik á þessu tímabili. Bengals menn höfðu tapað fyrstu ellefu leikjum sínum. Sigurinn í gær kom á móti New York Jets liðinu sem spilar einmitt heimaleiki sína á fyrrnefndum á MetLife leikvangi.No matter what else happens in this game, the black cat wins the night... pic.twitter.com/WYYf3WmYCe — Mike Leslie (@MikeLeslieWFAA) November 5, 2019
NFL Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sjá meira