Undraáhrif svarta kattarins í NFL-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2019 12:00 Svarti kötturinn sem birtist í miðjum NFL-leik. Getty/Emilee Chinn Svartur köttur hefur aldrei þótt boða gott og þróun mála í NFL-deildinni í ameríska fótboltanum hefur heldur betur ýtt undir þá goðsögn. Svartur köttur birtist óvænt á miðjum vellinum í Mánudagsleik NFL-deildarinnar fyrir nokkrum vikum en þar áttust við Dallas Cowboys og New York Giants á MetLife leikvanginum. Leikurinn var eini leikur kvöldsins og var á svokölluðum „Prime Time“. Innkoma svarta kattarins vakti því mikla athygli. New York Giants liðið var þá yfir í leiknum en allt gekk á afturfótunum eftir innkomu svarta kattarins og Dallas vann leikinn örugglega 37-18. Darren Rovell benti á það á Twitter að undraáhrif svarta kattarins næðu ekki aðeins til leikmanna New York Giants. Það er nefnilega magnaða að skoða gengi „kattarliðanna“ svokölluð í NFL-deildinni frá þessum atburði í byrjun nóvembermánaðar.Since the Black Cat appeared on Monday Night Football, Cat nicknamed teams are 1-14: Lions (0-4), Panthers (0-4), Jaguars (0-3) and Bengals (1-3) pic.twitter.com/Kvnf9yS6Jo — Darren Rovell (@darrenrovell) December 1, 2019New York Giants liðið tapaði ekki aðeins þessum leik á móti Dallas heldur hefur liðið tapað öllum leikjum sínum síðan. En Risarnir eru ekki þeir einu sem hafa mátt glíma við örlög svarta kattarins. Þau lið sem hafa gælunöfn úr kattarættinni hafa nefnilega verið í miklum vandræðum síðan að kötturinn birtist óvænt á MetLife leikvanginum. Fjögur lið tengja sig við kattardýr en það eru Ljónin frá Detroit, Pardusdýrin frá Carolina, Jagúararnir frá Jacksonville og Bengal-tígrisdýrin frá Cincinnati. Þessi fjögur lið hafa frá þessu örlagaríka kvöldi í New Jersey tapað fjórtán af fimmtán leikjum sínum. Cincinnati Bengals vann reyndar leik sinn í gær og varð um leið síðasta liðið til að vinna leik á þessu tímabili. Bengals menn höfðu tapað fyrstu ellefu leikjum sínum. Sigurinn í gær kom á móti New York Jets liðinu sem spilar einmitt heimaleiki sína á fyrrnefndum á MetLife leikvangi.No matter what else happens in this game, the black cat wins the night... pic.twitter.com/WYYf3WmYCe — Mike Leslie (@MikeLeslieWFAA) November 5, 2019 NFL Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Enski boltinn United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Lewandowski tryggði Barcelona sigur Albert skoraði á móti gömlu félögunum Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Sjá meira
Svartur köttur hefur aldrei þótt boða gott og þróun mála í NFL-deildinni í ameríska fótboltanum hefur heldur betur ýtt undir þá goðsögn. Svartur köttur birtist óvænt á miðjum vellinum í Mánudagsleik NFL-deildarinnar fyrir nokkrum vikum en þar áttust við Dallas Cowboys og New York Giants á MetLife leikvanginum. Leikurinn var eini leikur kvöldsins og var á svokölluðum „Prime Time“. Innkoma svarta kattarins vakti því mikla athygli. New York Giants liðið var þá yfir í leiknum en allt gekk á afturfótunum eftir innkomu svarta kattarins og Dallas vann leikinn örugglega 37-18. Darren Rovell benti á það á Twitter að undraáhrif svarta kattarins næðu ekki aðeins til leikmanna New York Giants. Það er nefnilega magnaða að skoða gengi „kattarliðanna“ svokölluð í NFL-deildinni frá þessum atburði í byrjun nóvembermánaðar.Since the Black Cat appeared on Monday Night Football, Cat nicknamed teams are 1-14: Lions (0-4), Panthers (0-4), Jaguars (0-3) and Bengals (1-3) pic.twitter.com/Kvnf9yS6Jo — Darren Rovell (@darrenrovell) December 1, 2019New York Giants liðið tapaði ekki aðeins þessum leik á móti Dallas heldur hefur liðið tapað öllum leikjum sínum síðan. En Risarnir eru ekki þeir einu sem hafa mátt glíma við örlög svarta kattarins. Þau lið sem hafa gælunöfn úr kattarættinni hafa nefnilega verið í miklum vandræðum síðan að kötturinn birtist óvænt á MetLife leikvanginum. Fjögur lið tengja sig við kattardýr en það eru Ljónin frá Detroit, Pardusdýrin frá Carolina, Jagúararnir frá Jacksonville og Bengal-tígrisdýrin frá Cincinnati. Þessi fjögur lið hafa frá þessu örlagaríka kvöldi í New Jersey tapað fjórtán af fimmtán leikjum sínum. Cincinnati Bengals vann reyndar leik sinn í gær og varð um leið síðasta liðið til að vinna leik á þessu tímabili. Bengals menn höfðu tapað fyrstu ellefu leikjum sínum. Sigurinn í gær kom á móti New York Jets liðinu sem spilar einmitt heimaleiki sína á fyrrnefndum á MetLife leikvangi.No matter what else happens in this game, the black cat wins the night... pic.twitter.com/WYYf3WmYCe — Mike Leslie (@MikeLeslieWFAA) November 5, 2019
NFL Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Enski boltinn United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Lewandowski tryggði Barcelona sigur Albert skoraði á móti gömlu félögunum Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Sjá meira