Treystir sér til að fóðra ráðhúsfólkið fyrir miklu minni pening Jakob Bjarnar skrifar 3. desember 2019 11:43 Ráðhúsfólkið er vel haldið en Kristján treystir sér til að fóðra það fyrir umtalsvert minni pening en nú fer í kostinn. Margir furða sig á því hversu vel borgarfulltrúar gera við sig í mat og drykk en eins og fram hefur komið borða þeir og drekka fyrir 360 þúsund krónur á fundi hverjum. Einn þeirra er veitingamaðurinn Kristján Þorsteinsson, annar eiganda veitingastaðarins Osushi á Facebook:Illa farið með fé útsvarsgreiðenda „Þetta er með hreinum ólíkindum. Ég er tilbúinn að bjóða borginni veitingar á þessa fundi á 70 prósentum lægra verði - og jafnvel bjóða einn kaldan með. Hér er einfaldlega farið illa með fé útsvarsgreiðenda.“ Kristján segir í samtali við Vísi að ekki myndi standa á sér með slíkt. Hann hafi kynnt sér málið á sínum tíma, starfsfólk ráðhússins sé með mötuneyti auk þess sem það geti keypt sér eitthvað aukreitis svo sem salat eða samloku lítist þeim ekki á það sem er í matinn í það og það skiptið. Kristján vildi bjóða uppá aukamöguleika í þeim efnum og hafði samband við þá sem hafa með veitingar í ráðhúsinu að gera en var þá sagt að hann yrði að tala við Múlakaffi um það. „Engar veitingar færu þarna inn nema í gegnum þá.“ Múlakaffi með hreðjatak á ráðhúsfólki Þannig virðist sem Múlakaffi hefi eitthvert hreðjatak á ráðhúsinu með það, einhvern samning sem útilokar aðra. „Þeir eru sennilega með einhvern samning við Múlakaffi og sá samningur er ekki góður. Eins og ég segi fullum fetum: Ég myndi treysta mér til að bjóða uppá veitingar á 70 prósent lægra verði en Múlakaffi er að taka fyrir þetta. Og ég held að flestir veitingamenn væru tilbúnir að bjóða það sama. Þetta er absúrd verð,“ segir Kristján og bendir á að ekkert jólahlaðborð á almennum markaði sé svo dýrt sem þetta. „Væri gaman að fá að vita hvað þau eru að fá að borða, það hlýtur að vera eitthvað stórglæsilegt. Fyrir þessa upphæð,“ segir Kristján. Hann teldi reyndar ekki úr vegi að borgarfulltrúarnir færu úr húsi á þá fjölmörgu veitingastaði sem eru í grenndinni hvar rekstur er í járnum. Framundan séu erfiðir mánuðir; janúar, febrúar og mars eru þungir fyrir veitingafólk. Borgarstjórn Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Borgarfulltrúum svelgist á veitingunum frá Múlakaffi Ljóst er að borgarfulltrúum ofbýður kostnaðurinn sem er vegna veitinga við þeirra eigin fundahöld. 3. desember 2019 09:17 Kolbrún segir kræsingarnar fara fram hjá sér Borgarfulltrúi Flokks fólksins ofbýður kostnaður vegna borgarstórnarfunda. 3. desember 2019 10:48 Borða og drekka fyrir 360 þúsund á hverjum fundi borgarstjórnar Kostnaður við þá tuttugu fundi borgarstjórnar sem haldnir hafa verið frá því í júní í fyrra og þar til í júlí á þessu ári nemur alls 17 milljónum króna eða 850 þúsundum fyrir hvern fund. 3. desember 2019 06:30 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Margir furða sig á því hversu vel borgarfulltrúar gera við sig í mat og drykk en eins og fram hefur komið borða þeir og drekka fyrir 360 þúsund krónur á fundi hverjum. Einn þeirra er veitingamaðurinn Kristján Þorsteinsson, annar eiganda veitingastaðarins Osushi á Facebook:Illa farið með fé útsvarsgreiðenda „Þetta er með hreinum ólíkindum. Ég er tilbúinn að bjóða borginni veitingar á þessa fundi á 70 prósentum lægra verði - og jafnvel bjóða einn kaldan með. Hér er einfaldlega farið illa með fé útsvarsgreiðenda.“ Kristján segir í samtali við Vísi að ekki myndi standa á sér með slíkt. Hann hafi kynnt sér málið á sínum tíma, starfsfólk ráðhússins sé með mötuneyti auk þess sem það geti keypt sér eitthvað aukreitis svo sem salat eða samloku lítist þeim ekki á það sem er í matinn í það og það skiptið. Kristján vildi bjóða uppá aukamöguleika í þeim efnum og hafði samband við þá sem hafa með veitingar í ráðhúsinu að gera en var þá sagt að hann yrði að tala við Múlakaffi um það. „Engar veitingar færu þarna inn nema í gegnum þá.“ Múlakaffi með hreðjatak á ráðhúsfólki Þannig virðist sem Múlakaffi hefi eitthvert hreðjatak á ráðhúsinu með það, einhvern samning sem útilokar aðra. „Þeir eru sennilega með einhvern samning við Múlakaffi og sá samningur er ekki góður. Eins og ég segi fullum fetum: Ég myndi treysta mér til að bjóða uppá veitingar á 70 prósent lægra verði en Múlakaffi er að taka fyrir þetta. Og ég held að flestir veitingamenn væru tilbúnir að bjóða það sama. Þetta er absúrd verð,“ segir Kristján og bendir á að ekkert jólahlaðborð á almennum markaði sé svo dýrt sem þetta. „Væri gaman að fá að vita hvað þau eru að fá að borða, það hlýtur að vera eitthvað stórglæsilegt. Fyrir þessa upphæð,“ segir Kristján. Hann teldi reyndar ekki úr vegi að borgarfulltrúarnir færu úr húsi á þá fjölmörgu veitingastaði sem eru í grenndinni hvar rekstur er í járnum. Framundan séu erfiðir mánuðir; janúar, febrúar og mars eru þungir fyrir veitingafólk.
Borgarstjórn Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Borgarfulltrúum svelgist á veitingunum frá Múlakaffi Ljóst er að borgarfulltrúum ofbýður kostnaðurinn sem er vegna veitinga við þeirra eigin fundahöld. 3. desember 2019 09:17 Kolbrún segir kræsingarnar fara fram hjá sér Borgarfulltrúi Flokks fólksins ofbýður kostnaður vegna borgarstórnarfunda. 3. desember 2019 10:48 Borða og drekka fyrir 360 þúsund á hverjum fundi borgarstjórnar Kostnaður við þá tuttugu fundi borgarstjórnar sem haldnir hafa verið frá því í júní í fyrra og þar til í júlí á þessu ári nemur alls 17 milljónum króna eða 850 þúsundum fyrir hvern fund. 3. desember 2019 06:30 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Borgarfulltrúum svelgist á veitingunum frá Múlakaffi Ljóst er að borgarfulltrúum ofbýður kostnaðurinn sem er vegna veitinga við þeirra eigin fundahöld. 3. desember 2019 09:17
Kolbrún segir kræsingarnar fara fram hjá sér Borgarfulltrúi Flokks fólksins ofbýður kostnaður vegna borgarstórnarfunda. 3. desember 2019 10:48
Borða og drekka fyrir 360 þúsund á hverjum fundi borgarstjórnar Kostnaður við þá tuttugu fundi borgarstjórnar sem haldnir hafa verið frá því í júní í fyrra og þar til í júlí á þessu ári nemur alls 17 milljónum króna eða 850 þúsundum fyrir hvern fund. 3. desember 2019 06:30