Kynnti aðgerðir til að bregðast við niðurstöðum PISA-könnunar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. desember 2019 12:07 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti aðgerðirnar á blaðamannafundi í morgun. Vísir/vilhelm Frammistaða í lesskilningi á Íslandi er mun lakari en á öðrum Norðurlöndum og áfram nokkuð undir meðaltali OECD samkvæmt nýrri PISA-könnunar. Ríflega fjórðungur nemenda sem tóku þátt í könnuninni ná ekki grunnhæfniviðmiðum í lesskilningi. Menntamálaráðherra kynnti viðbragðsaðgerðir í dag. Könnunin var lögð fyrir 15 ára nemendur á Íslandi vorið 2018. PISA er alþjóðlegt könnunarpróf, sem framkvæmt er á þriggja ára fresti í 79 löndum þar sem kannaður er lesskilningur og læsi á stærðfræði og náttúruvísindi. Sjá einnig: Mun lakari frammistaða í lesskilningi en á öðrum Norðurlöndum Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, kynnti niðurstöður könnunarinnar á blaðamannafundi í menntamálaráðuneytinu í morgun. „Varðandi lesskilning, sem er nú aðalsviðið núna, þá erum við að fara marktækt aftur úr frá því 2009 þegar lesskilningur var síðast aðal sviðið. En við höfum kannski náð ákveðnu jafnvægi, það er ekki marktæk breyting frá 2015 þó það sé heldur niður á við þar,“ segir Arnór. Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, kynnir niðurstöður PISA-könnunar 2018.Vísir/Vilhelm Þannig fá aðeins sex af 37 ríkjum OECD færri stig en Ísland þegar kemur að lesskilningi. Þeim hefur fjölgað milli kannana sem ekki geta lesið sér til gagns. „Í stærðfræðinni þá eru mjög ánægjulegar fréttir, við erum að bæta okkur þar verulega, marktækt frá því í síðustu könnun og erum komin yfir meðaltal OECD þar og á svipuðu róli og Norðurlöndin. Náttúruvísindin eru svona svipuð og þau hafa verið, því miður frekar slakur árangur þar,“ segir Arnór en skýrslu um niðurstöður könnunarinnar má finna hér. Stofna fagráð og fjölga kennslustundum í móðurmáli Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segist líta niðurstöðurnar alvarlegum augum. „Þess vegna þurfum við að gera betur og þess vegna var ég að tilkynna um aðgerðirnar. Það sem við erum að fara í, við erum að fara að efla námsorðaforða, við erum að fara í starfsþróun kennara og við ætlum að fjölga íslenskutímum, það er að segja í móðurmálinu okkar,“ segir Lilja. „Eitt af því sem við sjáum þegar við erum að bera okkur saman, til að mynda við Svíþjóð, er að þar eru fleiri tímar í móðurmálinu og nú tökum við mið á þessu og förum strax í aðgerðir.“ Þá stendur jafnframt til að ráðast í aðgerðir til að fjölga kennurum með sérhæfða þekkingu, endurskoða námsefni og fyrirkomulag námsefnisgerðar og efla menntarannsóknir. Stofnuð verða fagráð í læsi, stærðfræði og náttúruvísindum sem heyra munu beint undir ráðherra. Nánar er fjallað um þær aðgerðir sem ráðherra kynnti í morgun í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.Hér að neðan má sjá kynninguna í heild sinni. Klippa: Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar kynntar Skóla - og menntamál PISA-könnun Grunnskólar Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Frammistaða í lesskilningi á Íslandi er mun lakari en á öðrum Norðurlöndum og áfram nokkuð undir meðaltali OECD samkvæmt nýrri PISA-könnunar. Ríflega fjórðungur nemenda sem tóku þátt í könnuninni ná ekki grunnhæfniviðmiðum í lesskilningi. Menntamálaráðherra kynnti viðbragðsaðgerðir í dag. Könnunin var lögð fyrir 15 ára nemendur á Íslandi vorið 2018. PISA er alþjóðlegt könnunarpróf, sem framkvæmt er á þriggja ára fresti í 79 löndum þar sem kannaður er lesskilningur og læsi á stærðfræði og náttúruvísindi. Sjá einnig: Mun lakari frammistaða í lesskilningi en á öðrum Norðurlöndum Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, kynnti niðurstöður könnunarinnar á blaðamannafundi í menntamálaráðuneytinu í morgun. „Varðandi lesskilning, sem er nú aðalsviðið núna, þá erum við að fara marktækt aftur úr frá því 2009 þegar lesskilningur var síðast aðal sviðið. En við höfum kannski náð ákveðnu jafnvægi, það er ekki marktæk breyting frá 2015 þó það sé heldur niður á við þar,“ segir Arnór. Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, kynnir niðurstöður PISA-könnunar 2018.Vísir/Vilhelm Þannig fá aðeins sex af 37 ríkjum OECD færri stig en Ísland þegar kemur að lesskilningi. Þeim hefur fjölgað milli kannana sem ekki geta lesið sér til gagns. „Í stærðfræðinni þá eru mjög ánægjulegar fréttir, við erum að bæta okkur þar verulega, marktækt frá því í síðustu könnun og erum komin yfir meðaltal OECD þar og á svipuðu róli og Norðurlöndin. Náttúruvísindin eru svona svipuð og þau hafa verið, því miður frekar slakur árangur þar,“ segir Arnór en skýrslu um niðurstöður könnunarinnar má finna hér. Stofna fagráð og fjölga kennslustundum í móðurmáli Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segist líta niðurstöðurnar alvarlegum augum. „Þess vegna þurfum við að gera betur og þess vegna var ég að tilkynna um aðgerðirnar. Það sem við erum að fara í, við erum að fara að efla námsorðaforða, við erum að fara í starfsþróun kennara og við ætlum að fjölga íslenskutímum, það er að segja í móðurmálinu okkar,“ segir Lilja. „Eitt af því sem við sjáum þegar við erum að bera okkur saman, til að mynda við Svíþjóð, er að þar eru fleiri tímar í móðurmálinu og nú tökum við mið á þessu og förum strax í aðgerðir.“ Þá stendur jafnframt til að ráðast í aðgerðir til að fjölga kennurum með sérhæfða þekkingu, endurskoða námsefni og fyrirkomulag námsefnisgerðar og efla menntarannsóknir. Stofnuð verða fagráð í læsi, stærðfræði og náttúruvísindum sem heyra munu beint undir ráðherra. Nánar er fjallað um þær aðgerðir sem ráðherra kynnti í morgun í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.Hér að neðan má sjá kynninguna í heild sinni. Klippa: Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar kynntar
Skóla - og menntamál PISA-könnun Grunnskólar Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira