Kynnti aðgerðir til að bregðast við niðurstöðum PISA-könnunar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. desember 2019 12:07 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti aðgerðirnar á blaðamannafundi í morgun. Vísir/vilhelm Frammistaða í lesskilningi á Íslandi er mun lakari en á öðrum Norðurlöndum og áfram nokkuð undir meðaltali OECD samkvæmt nýrri PISA-könnunar. Ríflega fjórðungur nemenda sem tóku þátt í könnuninni ná ekki grunnhæfniviðmiðum í lesskilningi. Menntamálaráðherra kynnti viðbragðsaðgerðir í dag. Könnunin var lögð fyrir 15 ára nemendur á Íslandi vorið 2018. PISA er alþjóðlegt könnunarpróf, sem framkvæmt er á þriggja ára fresti í 79 löndum þar sem kannaður er lesskilningur og læsi á stærðfræði og náttúruvísindi. Sjá einnig: Mun lakari frammistaða í lesskilningi en á öðrum Norðurlöndum Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, kynnti niðurstöður könnunarinnar á blaðamannafundi í menntamálaráðuneytinu í morgun. „Varðandi lesskilning, sem er nú aðalsviðið núna, þá erum við að fara marktækt aftur úr frá því 2009 þegar lesskilningur var síðast aðal sviðið. En við höfum kannski náð ákveðnu jafnvægi, það er ekki marktæk breyting frá 2015 þó það sé heldur niður á við þar,“ segir Arnór. Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, kynnir niðurstöður PISA-könnunar 2018.Vísir/Vilhelm Þannig fá aðeins sex af 37 ríkjum OECD færri stig en Ísland þegar kemur að lesskilningi. Þeim hefur fjölgað milli kannana sem ekki geta lesið sér til gagns. „Í stærðfræðinni þá eru mjög ánægjulegar fréttir, við erum að bæta okkur þar verulega, marktækt frá því í síðustu könnun og erum komin yfir meðaltal OECD þar og á svipuðu róli og Norðurlöndin. Náttúruvísindin eru svona svipuð og þau hafa verið, því miður frekar slakur árangur þar,“ segir Arnór en skýrslu um niðurstöður könnunarinnar má finna hér. Stofna fagráð og fjölga kennslustundum í móðurmáli Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segist líta niðurstöðurnar alvarlegum augum. „Þess vegna þurfum við að gera betur og þess vegna var ég að tilkynna um aðgerðirnar. Það sem við erum að fara í, við erum að fara að efla námsorðaforða, við erum að fara í starfsþróun kennara og við ætlum að fjölga íslenskutímum, það er að segja í móðurmálinu okkar,“ segir Lilja. „Eitt af því sem við sjáum þegar við erum að bera okkur saman, til að mynda við Svíþjóð, er að þar eru fleiri tímar í móðurmálinu og nú tökum við mið á þessu og förum strax í aðgerðir.“ Þá stendur jafnframt til að ráðast í aðgerðir til að fjölga kennurum með sérhæfða þekkingu, endurskoða námsefni og fyrirkomulag námsefnisgerðar og efla menntarannsóknir. Stofnuð verða fagráð í læsi, stærðfræði og náttúruvísindum sem heyra munu beint undir ráðherra. Nánar er fjallað um þær aðgerðir sem ráðherra kynnti í morgun í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.Hér að neðan má sjá kynninguna í heild sinni. Klippa: Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar kynntar Skóla - og menntamál PISA-könnun Grunnskólar Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Frammistaða í lesskilningi á Íslandi er mun lakari en á öðrum Norðurlöndum og áfram nokkuð undir meðaltali OECD samkvæmt nýrri PISA-könnunar. Ríflega fjórðungur nemenda sem tóku þátt í könnuninni ná ekki grunnhæfniviðmiðum í lesskilningi. Menntamálaráðherra kynnti viðbragðsaðgerðir í dag. Könnunin var lögð fyrir 15 ára nemendur á Íslandi vorið 2018. PISA er alþjóðlegt könnunarpróf, sem framkvæmt er á þriggja ára fresti í 79 löndum þar sem kannaður er lesskilningur og læsi á stærðfræði og náttúruvísindi. Sjá einnig: Mun lakari frammistaða í lesskilningi en á öðrum Norðurlöndum Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, kynnti niðurstöður könnunarinnar á blaðamannafundi í menntamálaráðuneytinu í morgun. „Varðandi lesskilning, sem er nú aðalsviðið núna, þá erum við að fara marktækt aftur úr frá því 2009 þegar lesskilningur var síðast aðal sviðið. En við höfum kannski náð ákveðnu jafnvægi, það er ekki marktæk breyting frá 2015 þó það sé heldur niður á við þar,“ segir Arnór. Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, kynnir niðurstöður PISA-könnunar 2018.Vísir/Vilhelm Þannig fá aðeins sex af 37 ríkjum OECD færri stig en Ísland þegar kemur að lesskilningi. Þeim hefur fjölgað milli kannana sem ekki geta lesið sér til gagns. „Í stærðfræðinni þá eru mjög ánægjulegar fréttir, við erum að bæta okkur þar verulega, marktækt frá því í síðustu könnun og erum komin yfir meðaltal OECD þar og á svipuðu róli og Norðurlöndin. Náttúruvísindin eru svona svipuð og þau hafa verið, því miður frekar slakur árangur þar,“ segir Arnór en skýrslu um niðurstöður könnunarinnar má finna hér. Stofna fagráð og fjölga kennslustundum í móðurmáli Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segist líta niðurstöðurnar alvarlegum augum. „Þess vegna þurfum við að gera betur og þess vegna var ég að tilkynna um aðgerðirnar. Það sem við erum að fara í, við erum að fara að efla námsorðaforða, við erum að fara í starfsþróun kennara og við ætlum að fjölga íslenskutímum, það er að segja í móðurmálinu okkar,“ segir Lilja. „Eitt af því sem við sjáum þegar við erum að bera okkur saman, til að mynda við Svíþjóð, er að þar eru fleiri tímar í móðurmálinu og nú tökum við mið á þessu og förum strax í aðgerðir.“ Þá stendur jafnframt til að ráðast í aðgerðir til að fjölga kennurum með sérhæfða þekkingu, endurskoða námsefni og fyrirkomulag námsefnisgerðar og efla menntarannsóknir. Stofnuð verða fagráð í læsi, stærðfræði og náttúruvísindum sem heyra munu beint undir ráðherra. Nánar er fjallað um þær aðgerðir sem ráðherra kynnti í morgun í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.Hér að neðan má sjá kynninguna í heild sinni. Klippa: Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar kynntar
Skóla - og menntamál PISA-könnun Grunnskólar Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum