Thunberg birti í hádeginu mynd á Twitter-síðu sinni þar sem hún segir einfaldlega „Lissabon!“. Leið hennar liggur nú á lofslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem fram fer í spænsku höfuðborginni Madríd dagana 2. til 13. desember.
„Mér finnst þetta óraunverulegt. Það er mjög sérstök tilfinning að land og manneskjur,“ segir hin sextán ára Thunberg í samtali við DN.
Lisbon!! pic.twitter.com/WkWi1da4WO
— Greta Thunberg (@GretaThunberg) December 3, 2019
Thunberg fékk far yfir Atlantshafið með áströlskum YouTube-stjörnum, þeim Riley Whitlum og Elayna Carausu, og ensku siglingakonunni Nikki Henderson. Auk þess var faðir Gretu, Svante Thunberg, með í för.