Dagur sjálfboðaliðans: Sjálfboðaliðastörf á vinnu- og skólatíma? Sólveig Ása B. Tryggvadóttir skrifar 5. desember 2019 08:00 Í tilefni af degi sjálfboðaliðans langar mig að skrifa litla hugleiðingu og áskorun til vinnustaða og skóla. Ég held að allir landsmenn séu orðnir sammála um það að samfélagsleg ábyrgð er mikilvæg í jöfnu og hamingjusömu samfélagi. Stór hluti af því að vera samfélagslega ábyrgur er að vera virkur borgari. Hugsa vel um náttúruna, bíða í röð, kjósa og að koma týndum vettlingi fyrir á grindverki. Í dag er gerð ríkari krafa til fyrirtækja að gefa til baka og að vera ábyrg, hvort sem það er til að jafna kolefnisfótspor eða gefa til góðgerðarmála. Enn fremur reiðir vinnumarkaðurinn sig á vel þjálfað og metnaðarfullt starfsfólk. Öll fyrirtæki vilja hafa ánægða starfsmenn því að það ýtir undir afköst og framleiðni, sem og að næla í hæfileikaríkt fólk með aðlaðandi og eftirsóttum vinnustað. Markvisst vinnur samfélagið saman að því að bæta líðan fólks í vinnu og námi. Síðastliðin ár hafa fyrirtæki boðið upp á að fólk stundi hreyfingu á vinnutíma og margir hafa stytt vinnudaginn. Þeir sem vinna að andlegri heilsueflingu, eða geðrækt, líður betur í vinnu. Það er þá ekki úr vegi að alveg eins og starfsfólk fær að stunda heilsurækt á vinnutíma að það ætti að geta sinnt sjálfboðaliðastarfi. Skólar reyna að sama skapi að hlúa vel að nemendum og geta lagt sitt af mörkum með því að meta sjálfboðaliðastarf til eininga. Sýnt hefur verið fram á það að á vinnumarkaði framtíðarinnar verði vöntun á færni sem einmitt lærist í gegnum samfélagslega virkni sjálfboðaliðastarfs. Færni í gagnrýnni hugsun, samskiptum, samvinnu, aðlögunarhæfni, sköpun og tilfinningargreind svo eitthvað sé nefnt. Sjálfboðaliðastarf er þjóðfélagslega hagkvæmt og nauðsynlegt Í gegnum tíðina hafa Íslendingar verið virkir í félags- og sjálfboðaliðastarfi. Helst ber að nefna björgunarsveitirnar, sem sannarlega vinna lífsnauðsynlegt starf. Mikið af félagastarfi er viðurkennt en ekki hefur skapast nægilega góður rammi í kringum óeigingjarnt starf greiðasamra einstaklinga. Sjálfboðaliðastarf verður seint metið út frá krónum og aurum, en framlag sjálfboðaliða til samfélagsins er ómetanlegt. Sjálfboðaliðastarf fær mis mikla viðurkenningu þó að það sé auðvitað mikilvægt bæði að fara á fjöll í óveðri og að selja kakó á jólamörkuðum. Sumir vinna mjög sýnilegt starf í formi t.d. matargjafa og aðrir vinna að langtíma verkefnum. Sjálf vinn ég með sjálfboðaliðum að því að auka skilning í alþjóðasamfélagi með því að byggja brýr milli ólíkra sjónarmiða og auka samskipti. Sjálfboðaliðar stunda geðrækt í gegnum sín störf og þjálfa samkennd og samskipti. Færni sem er mjög mikilvæg og sannarlega ávinningur fyrir gæði samfélagsins. Ég vil hvetja vinnuveitendur sem og skóla til að leyfa starfsfólki og nemum að vinna að mannúðarstarfi og gefa í það tíma og einingar. Það er sennilega sjálfbærasta leiðin til þess að sýna samfélagslega ábyrgð fyrir þjóðarbúið.Höfundur er framkvæmdastjóri sjálfboðaliðasamtakanna AFS á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálparstarf Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Sjá meira
Í tilefni af degi sjálfboðaliðans langar mig að skrifa litla hugleiðingu og áskorun til vinnustaða og skóla. Ég held að allir landsmenn séu orðnir sammála um það að samfélagsleg ábyrgð er mikilvæg í jöfnu og hamingjusömu samfélagi. Stór hluti af því að vera samfélagslega ábyrgur er að vera virkur borgari. Hugsa vel um náttúruna, bíða í röð, kjósa og að koma týndum vettlingi fyrir á grindverki. Í dag er gerð ríkari krafa til fyrirtækja að gefa til baka og að vera ábyrg, hvort sem það er til að jafna kolefnisfótspor eða gefa til góðgerðarmála. Enn fremur reiðir vinnumarkaðurinn sig á vel þjálfað og metnaðarfullt starfsfólk. Öll fyrirtæki vilja hafa ánægða starfsmenn því að það ýtir undir afköst og framleiðni, sem og að næla í hæfileikaríkt fólk með aðlaðandi og eftirsóttum vinnustað. Markvisst vinnur samfélagið saman að því að bæta líðan fólks í vinnu og námi. Síðastliðin ár hafa fyrirtæki boðið upp á að fólk stundi hreyfingu á vinnutíma og margir hafa stytt vinnudaginn. Þeir sem vinna að andlegri heilsueflingu, eða geðrækt, líður betur í vinnu. Það er þá ekki úr vegi að alveg eins og starfsfólk fær að stunda heilsurækt á vinnutíma að það ætti að geta sinnt sjálfboðaliðastarfi. Skólar reyna að sama skapi að hlúa vel að nemendum og geta lagt sitt af mörkum með því að meta sjálfboðaliðastarf til eininga. Sýnt hefur verið fram á það að á vinnumarkaði framtíðarinnar verði vöntun á færni sem einmitt lærist í gegnum samfélagslega virkni sjálfboðaliðastarfs. Færni í gagnrýnni hugsun, samskiptum, samvinnu, aðlögunarhæfni, sköpun og tilfinningargreind svo eitthvað sé nefnt. Sjálfboðaliðastarf er þjóðfélagslega hagkvæmt og nauðsynlegt Í gegnum tíðina hafa Íslendingar verið virkir í félags- og sjálfboðaliðastarfi. Helst ber að nefna björgunarsveitirnar, sem sannarlega vinna lífsnauðsynlegt starf. Mikið af félagastarfi er viðurkennt en ekki hefur skapast nægilega góður rammi í kringum óeigingjarnt starf greiðasamra einstaklinga. Sjálfboðaliðastarf verður seint metið út frá krónum og aurum, en framlag sjálfboðaliða til samfélagsins er ómetanlegt. Sjálfboðaliðastarf fær mis mikla viðurkenningu þó að það sé auðvitað mikilvægt bæði að fara á fjöll í óveðri og að selja kakó á jólamörkuðum. Sumir vinna mjög sýnilegt starf í formi t.d. matargjafa og aðrir vinna að langtíma verkefnum. Sjálf vinn ég með sjálfboðaliðum að því að auka skilning í alþjóðasamfélagi með því að byggja brýr milli ólíkra sjónarmiða og auka samskipti. Sjálfboðaliðar stunda geðrækt í gegnum sín störf og þjálfa samkennd og samskipti. Færni sem er mjög mikilvæg og sannarlega ávinningur fyrir gæði samfélagsins. Ég vil hvetja vinnuveitendur sem og skóla til að leyfa starfsfólki og nemum að vinna að mannúðarstarfi og gefa í það tíma og einingar. Það er sennilega sjálfbærasta leiðin til þess að sýna samfélagslega ábyrgð fyrir þjóðarbúið.Höfundur er framkvæmdastjóri sjálfboðaliðasamtakanna AFS á Íslandi.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun