Nemendur hlaupa mílu á hverjum degi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 9. desember 2019 08:00 Alþjóðaheilbrigðisstofnun birti nýlega niðurstöður rannsóknar sem unnin var úr gögnum um 1,6 milljón barna víða um heim. Niðurstaðan er skýr: Mikill meirihluti barna á aldrinum 11-17 ára hreyfir sig ekki nóg og stefnir þannig heilsu sinni hættu. Mælt er með klukkustundar hreyfingu daglega fyrir börn á þessum aldri en samkvæmt rannsókninni ná 85% stúlkna og 78% drengja ekki því markmiði. Dagleg hreyfing er sérstaklega mikilvæg á mótunarárum, fyrir utan líkamlegan styrk og þol þá hefur hreyfing jákvæð áhrif á þroska barna, félagsfærni og þeim líður hreinlega betur andlega. Ferskir og hressir krakkar Það vita krakkarnir í Skarðshlíðarskóla sem hlaupa eina mílu á hverjum einasta skóladegi og hafa gert í heilt ár. „Við ákváðum að taka upp míluna sem er að skoskri fyrirmynd sem heitir Daily mile. Krakkarnir fara út að ganga, hlaupa eða skokka á hverjum degi, eina mílu sem er 1,6 kílómetri,“ segir Ingibjörg Magnúsdóttir, skólastjóri Skarðshlíðarskóla. Ingibjörg Magnúsdóttir er skólastjóri Skarðshlíðarskóla í Hafnarfirði, sem fór í nýtt húsnæði fyrir rúmu ári síðan. Skólinn opnaði í nýju húsnæði í Hafnarfirði fyrir rúmu ári og síðan þá hefur verið hlaupið. Fjórum sinnum í viku fara nemendur með umsjónarkennara míluna en einu sinni í viku fer allur skólinn saman. Gerð var ánægjukönnun síðasta vor og hún kom aldeilis vel út. „Við teljum að þetta skili miklum árangri, krakkarnir koma ferskir og hressir tilbaka. Kennararnir eru duglegir að fara míluna áður en nemendurnir fara í próf og þá eru allir mjög hressir þegar þeir setjast niður. Krakkarnir fá tækifæri til að eyða auka orku og það er gott fyrir alla að fá auka hreyfingu, sem veitir ekki af í dag að allir fái aukahreyfingu,“ segir Ingibjörg. Krakkarnir í Skarðshlíðarskóla voru eldhressir þegar fréttamaður spjallaði við þá að loknu hlaupi dagsins „Þetta er dásamlegt,“ segir Guðrún Elva Sverrisdóttir, kennari sem var að klára míluna í snjókomu og hálku en kennararnir hlaupa að sjálfsögðu með. „Það er æðislegt að fara út og hreyfa sig, fá smá loft í lungun.“ Guðrún Elva segist sjá mikinn mun á börnunum. „Og ég sé að hreyfifærnin hefur batnað hjá mörgum. Sumir gátu varla gengið fyrst en eru nú farnir að hlaupa.“ Við ræddum líka við nokkra krakka sem sögðu míluna vera skemmtilega, þau verði aldrei þreytt á því. Nema stundum kannski, en þau fari samt. „Það er gott að hreyfa sig, maður hleypur hraðar og það er bara hollt fyrir mann,“ segja þessir hressu krakkar í viðtalinu sem má sjá hér að ofan. Krakkarnir hlaupa ákveðna leið að steini nokkrum sem er 800 metra löng, og svo tilbaka. Samtals 1,6 kílómetri eða ein míla Börn og uppeldi Hafnarfjörður Heilsa Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Spöruðu tugi milljóna í veikindakostnað með því að hugleiða Eftir að starfsfólki Borgarholtsskóla gafst kostur á að læra innhverfa íhugun og stunda hana markvisst hefur kostnaður vegna langtímaveikinda lækkað um tugi milljóna. Hugleiðsla og slökun eru nú orðin hluti af menningu skólans. 24. nóvember 2019 20:00 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðisstofnun birti nýlega niðurstöður rannsóknar sem unnin var úr gögnum um 1,6 milljón barna víða um heim. Niðurstaðan er skýr: Mikill meirihluti barna á aldrinum 11-17 ára hreyfir sig ekki nóg og stefnir þannig heilsu sinni hættu. Mælt er með klukkustundar hreyfingu daglega fyrir börn á þessum aldri en samkvæmt rannsókninni ná 85% stúlkna og 78% drengja ekki því markmiði. Dagleg hreyfing er sérstaklega mikilvæg á mótunarárum, fyrir utan líkamlegan styrk og þol þá hefur hreyfing jákvæð áhrif á þroska barna, félagsfærni og þeim líður hreinlega betur andlega. Ferskir og hressir krakkar Það vita krakkarnir í Skarðshlíðarskóla sem hlaupa eina mílu á hverjum einasta skóladegi og hafa gert í heilt ár. „Við ákváðum að taka upp míluna sem er að skoskri fyrirmynd sem heitir Daily mile. Krakkarnir fara út að ganga, hlaupa eða skokka á hverjum degi, eina mílu sem er 1,6 kílómetri,“ segir Ingibjörg Magnúsdóttir, skólastjóri Skarðshlíðarskóla. Ingibjörg Magnúsdóttir er skólastjóri Skarðshlíðarskóla í Hafnarfirði, sem fór í nýtt húsnæði fyrir rúmu ári síðan. Skólinn opnaði í nýju húsnæði í Hafnarfirði fyrir rúmu ári og síðan þá hefur verið hlaupið. Fjórum sinnum í viku fara nemendur með umsjónarkennara míluna en einu sinni í viku fer allur skólinn saman. Gerð var ánægjukönnun síðasta vor og hún kom aldeilis vel út. „Við teljum að þetta skili miklum árangri, krakkarnir koma ferskir og hressir tilbaka. Kennararnir eru duglegir að fara míluna áður en nemendurnir fara í próf og þá eru allir mjög hressir þegar þeir setjast niður. Krakkarnir fá tækifæri til að eyða auka orku og það er gott fyrir alla að fá auka hreyfingu, sem veitir ekki af í dag að allir fái aukahreyfingu,“ segir Ingibjörg. Krakkarnir í Skarðshlíðarskóla voru eldhressir þegar fréttamaður spjallaði við þá að loknu hlaupi dagsins „Þetta er dásamlegt,“ segir Guðrún Elva Sverrisdóttir, kennari sem var að klára míluna í snjókomu og hálku en kennararnir hlaupa að sjálfsögðu með. „Það er æðislegt að fara út og hreyfa sig, fá smá loft í lungun.“ Guðrún Elva segist sjá mikinn mun á börnunum. „Og ég sé að hreyfifærnin hefur batnað hjá mörgum. Sumir gátu varla gengið fyrst en eru nú farnir að hlaupa.“ Við ræddum líka við nokkra krakka sem sögðu míluna vera skemmtilega, þau verði aldrei þreytt á því. Nema stundum kannski, en þau fari samt. „Það er gott að hreyfa sig, maður hleypur hraðar og það er bara hollt fyrir mann,“ segja þessir hressu krakkar í viðtalinu sem má sjá hér að ofan. Krakkarnir hlaupa ákveðna leið að steini nokkrum sem er 800 metra löng, og svo tilbaka. Samtals 1,6 kílómetri eða ein míla
Börn og uppeldi Hafnarfjörður Heilsa Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Spöruðu tugi milljóna í veikindakostnað með því að hugleiða Eftir að starfsfólki Borgarholtsskóla gafst kostur á að læra innhverfa íhugun og stunda hana markvisst hefur kostnaður vegna langtímaveikinda lækkað um tugi milljóna. Hugleiðsla og slökun eru nú orðin hluti af menningu skólans. 24. nóvember 2019 20:00 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira
Spöruðu tugi milljóna í veikindakostnað með því að hugleiða Eftir að starfsfólki Borgarholtsskóla gafst kostur á að læra innhverfa íhugun og stunda hana markvisst hefur kostnaður vegna langtímaveikinda lækkað um tugi milljóna. Hugleiðsla og slökun eru nú orðin hluti af menningu skólans. 24. nóvember 2019 20:00