Þetta var fyrsti leikur Jose Mourinho með Tottenham á Old Trafford en hann tók við Lundúnarliðinu fyrir hálfum mánuði. Ekki góð endurkoma á Old Trafford hjá Portúgalanum.
United lyfti sér upp í 6. sæti deildarinnar með sigrinum en liðið er með 21 stig, átta stigum á eftir Chelsea, sem er í fjórða sætinu en fjórða sætið er það síðasta sem gefur Meistaradeildarsæti.
Ef litið er á árangur Man. United gegn stóru liðunum á leiktíðinni er ljóst að það eru ekki þar sem liðið er að tapa mikilvægum stigum því liðið hefur nefnilega ekki tapað gegn Tottenham, Chelsea, Liverpool né Arsenal.
@ManUtd v the ‘big 6’ this season:
4-0 @ChelseaFC
1-1 @Arsenal
1-1 @LFC
2-1 @ChelseaFC
2-1 @SpursOfficial
@ManCity up next… pic.twitter.com/yYIr9Zc7AH
— SPORF (@Sporf) December 4, 2019
Liðið hafði betur gegn Tottenham og Chelsea og gerði jafntefli við bæði Arsenal og topplið Liverpool. Þeir fengu því átta stig af tólf mögulegum í þeirri dagskrá.
Það eru hins vegar gegn minni spámönnum sem United hefur verið að misstíga sig en liðið hefur meðal annars gert jafntefli gegn Aston Villa og Sheffield United á leiktíðinni.
Um helgina bíður United risa leikur er liðið mætir grönnunum í Manchester City og það er spurning hvort að gott gengi Man. Utd gegn stóru liðunum haldi áfram þar.