Enski boltinn

Stjórnar­for­maður BBC vill breytingar á Match of the Day

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Samir Shah tók við stjórnartaumunum hjá BBC fyrir ári síðan.
Samir Shah tók við stjórnartaumunum hjá BBC fyrir ári síðan. getty/Danny Lawson

Samir Shah, stjórnarformaður BBC, vill sjá breytingar á fótboltaþættinum vinsæla, Match of the Day.

Þátturinn er sá elsti sinnar tegundar í heiminum en hann hefur verið á dagskrá BBC síðan 1964.

Shah telur að gera þurfi breytingar á Match of the Day, í ljósi aukins aðgengis áhorfenda að helstu atvikum leikja sem þeir eru oftast búnir að sjá áður en þátturinn fer í loftið.

„Match of the Day ætti ekki að snúast um atvik úr leikjum. Þátturinn ætti að snúast um greiningu og skoðun á leiknum til að gefa áhorfendum betri innsýn,“ sagði Shah.

Breytingar verða á Match of the Day eftir tímabilið þegar Gary Lineker stígur frá borði eftir að hafa stýrt þættinum í aldarfjórðung. Við starfi Linekers taka Kelly Cates, Mark Chapman og Gabby Logan.

Þá hefur Wayne Rooney, markahæsti leikmaður í sögu Manchester United, verið orðaður við starf sérfræðings í Match of the Day á næsta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×