Handbolti

Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fyrirliðinn Aron Pálmarsson missir af leiknum en verður vonandi með í leiknum á Íslandi um helgina.
Fyrirliðinn Aron Pálmarsson missir af leiknum en verður vonandi með í leiknum á Íslandi um helgina. VÍSIR/VILHELM

Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, getur ekki tekið þátt í leik Íslands og Grikklands í undankeppni EM í handbolta en leikurinn fer fram í Grikklandi annað kvöld.

Aron er tognaður á kálfa og hefur ekki getað tekið þátt á æfingum liðsins í Grikklandi.

„Aron er tæpur og hefur ekkert æft með okkur. Ég nenni ekki neinum feluleik eða pókerspili í þessum efnum. Aron verður ekki með á morgun. Sextán leikmenn eru heilir og þeir fylla skýrsluna,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari í samtalið við handbolta.is.

Það vantar þar með sjö leikmenn sem voru með Íslandi á HM í janúar. Þetta eru rosaleg forföll og það þurfa því aðrir menn að koma sterkir inn í leiknum á morgun.

Viktor Gísli Hallgrímsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Elvar Örn Jónsson, Viggó Kristjánsson, Bjarki Már Elísson, Teitur Örn Einarsson og Aron eru ekki með. Ómar Ingi Magnússon og Arnar Freyr Arnarsson eru ekki heldur með.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×