Var haldið sofandi í þrjár vikur eftir brunann í Mávahlíð Samúel Karl Ólason skrifar 5. desember 2019 21:30 Frá vettvangi brunans í Mávahlíð. Vísir/Jóhann K Sólrún Alda Waldorff og Rahmon Anvarov, sem brenndust alvarlega þegar eldur kom upp í kjallaraíbúð í Mávahlíð í október eru verulega illa brennd og hafa farið í fjölda aðgerða bæði hér á Íslandi og í Svíþjóð. Bæði eru þau ekki lengur í lífshættu. Eldurinn kom upp í kjallaraíbúð þar sem Rahmon var að leigja herbergi og mun eldurinn hafa kviknað í potti. Eigandi íbúðarinnar komst út en Þau Rahmon og Sólrún voru sofandi og var þeim bjargað út um glugga.Sjá einnig: Tveimur bjargað úr brennandi íbúð í MávahlíðÞórunn Alda Gylfadóttir, móðir Sólrúnar, sagði í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í kvöld að halda þurfti Sólrúnu sofandi í þrjár vikur. Hún hafi verið í bráðri lífshættu allan tímann. Nú sé hún þó komin til meðvitundar en hún er með annars og þriðja stigs bruna á rúmum þriðjungi líkama hennar.Þórunn Alda Gylfadóttir.Listi Grindvíkinga„Það er sem sagt andlit og háls, niður að bringu og vinstri hliðin. Það eru svona verstu svæðin,“ sagði Þórunn við fréttamann Ríkisútvarpsins. Rahmon var verr brunninn eða með annars og þriðja stigs brunasár á rúmum helmingi líkama síns. Lungu hans voru þó ekki jafn illa farin og lungu Sólrúnu. Hann er sömuleiðis ekki lengur í lífshættur. Fram hefur komið að Landspítalinn er ekki í stakk búinn til að meðhöndla marga slasaða með alvarleg brunasár. Einungis tvö gjörgæslupláss eru til staðar fyrir sjúklinga með slíka áverka. Sólrún var því flutt til Svíþjóðar en Rahmon er enn hér á landi. Þórunn sagði því líklegt að fjölskyldan haldi upp á jólin í Svíþjóð. Hún vonast þó til þess að Sólrún verði komin heim áður. Bruni í Mávahlíð Reykjavík Tengdar fréttir Halda bænastund fyrir konu sem slasaðist í brunanum í Mávahlíð Bænastund verður haldin í Grindavíkjurkirkju í kvöld klukkan 20:30 fyrir konu sem slasaðist alvarlega í eldsvoða í Mávahlíð í Reykjavík aðfaranótt miðvikudags. 25. október 2019 18:00 Alvarlega slösuð eftir eldsvoða í Mávahlíð Tvennt er alvarlega slasað eftir eldsvoða sem kom upp í kjallaraíbúð í Mávahlíð að morgni miðvikudags. 25. október 2019 12:00 Berjast fyrir lífi sínu eftir brunann í Mávahlíð Sólrún Alda Waldorff og Rahmon Anvarov, sem slösuðust alvarlega þegar eldur kom upp í kjallaraíbúð í Mávahlíð að morgni miðvikudags, berjast nú fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi. 27. október 2019 21:36 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Sjá meira
Sólrún Alda Waldorff og Rahmon Anvarov, sem brenndust alvarlega þegar eldur kom upp í kjallaraíbúð í Mávahlíð í október eru verulega illa brennd og hafa farið í fjölda aðgerða bæði hér á Íslandi og í Svíþjóð. Bæði eru þau ekki lengur í lífshættu. Eldurinn kom upp í kjallaraíbúð þar sem Rahmon var að leigja herbergi og mun eldurinn hafa kviknað í potti. Eigandi íbúðarinnar komst út en Þau Rahmon og Sólrún voru sofandi og var þeim bjargað út um glugga.Sjá einnig: Tveimur bjargað úr brennandi íbúð í MávahlíðÞórunn Alda Gylfadóttir, móðir Sólrúnar, sagði í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í kvöld að halda þurfti Sólrúnu sofandi í þrjár vikur. Hún hafi verið í bráðri lífshættu allan tímann. Nú sé hún þó komin til meðvitundar en hún er með annars og þriðja stigs bruna á rúmum þriðjungi líkama hennar.Þórunn Alda Gylfadóttir.Listi Grindvíkinga„Það er sem sagt andlit og háls, niður að bringu og vinstri hliðin. Það eru svona verstu svæðin,“ sagði Þórunn við fréttamann Ríkisútvarpsins. Rahmon var verr brunninn eða með annars og þriðja stigs brunasár á rúmum helmingi líkama síns. Lungu hans voru þó ekki jafn illa farin og lungu Sólrúnu. Hann er sömuleiðis ekki lengur í lífshættur. Fram hefur komið að Landspítalinn er ekki í stakk búinn til að meðhöndla marga slasaða með alvarleg brunasár. Einungis tvö gjörgæslupláss eru til staðar fyrir sjúklinga með slíka áverka. Sólrún var því flutt til Svíþjóðar en Rahmon er enn hér á landi. Þórunn sagði því líklegt að fjölskyldan haldi upp á jólin í Svíþjóð. Hún vonast þó til þess að Sólrún verði komin heim áður.
Bruni í Mávahlíð Reykjavík Tengdar fréttir Halda bænastund fyrir konu sem slasaðist í brunanum í Mávahlíð Bænastund verður haldin í Grindavíkjurkirkju í kvöld klukkan 20:30 fyrir konu sem slasaðist alvarlega í eldsvoða í Mávahlíð í Reykjavík aðfaranótt miðvikudags. 25. október 2019 18:00 Alvarlega slösuð eftir eldsvoða í Mávahlíð Tvennt er alvarlega slasað eftir eldsvoða sem kom upp í kjallaraíbúð í Mávahlíð að morgni miðvikudags. 25. október 2019 12:00 Berjast fyrir lífi sínu eftir brunann í Mávahlíð Sólrún Alda Waldorff og Rahmon Anvarov, sem slösuðust alvarlega þegar eldur kom upp í kjallaraíbúð í Mávahlíð að morgni miðvikudags, berjast nú fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi. 27. október 2019 21:36 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Sjá meira
Halda bænastund fyrir konu sem slasaðist í brunanum í Mávahlíð Bænastund verður haldin í Grindavíkjurkirkju í kvöld klukkan 20:30 fyrir konu sem slasaðist alvarlega í eldsvoða í Mávahlíð í Reykjavík aðfaranótt miðvikudags. 25. október 2019 18:00
Alvarlega slösuð eftir eldsvoða í Mávahlíð Tvennt er alvarlega slasað eftir eldsvoða sem kom upp í kjallaraíbúð í Mávahlíð að morgni miðvikudags. 25. október 2019 12:00
Berjast fyrir lífi sínu eftir brunann í Mávahlíð Sólrún Alda Waldorff og Rahmon Anvarov, sem slösuðust alvarlega þegar eldur kom upp í kjallaraíbúð í Mávahlíð að morgni miðvikudags, berjast nú fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi. 27. október 2019 21:36