Eigandi íbúðarinnar komst út en Þau Rahmon og Sólrún voru sofandi og var þeim bjargað út um glugga.
Sjá einnig: Tveimur bjargað úr brennandi íbúð í Mávahlíð
Þórunn Alda Gylfadóttir, móðir Sólrúnar, sagði í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í kvöld að halda þurfti Sólrúnu sofandi í þrjár vikur. Hún hafi verið í bráðri lífshættu allan tímann. Nú sé hún þó komin til meðvitundar en hún er með annars og þriðja stigs bruna á rúmum þriðjungi líkama hennar.

Fram hefur komið að Landspítalinn er ekki í stakk búinn til að meðhöndla marga slasaða með alvarleg brunasár. Einungis tvö gjörgæslupláss eru til staðar fyrir sjúklinga með slíka áverka. Sólrún var því flutt til Svíþjóðar en Rahmon er enn hér á landi.
Þórunn sagði því líklegt að fjölskyldan haldi upp á jólin í Svíþjóð. Hún vonast þó til þess að Sólrún verði komin heim áður.