Landhelgisgæslan og breski flugherinn endurtaka leikinn 75 árum síðar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. desember 2019 09:30 Þessi mynd var tekin af liði breska flughersins þegar þeir mættu Landhelgisgæslunni á Íslandi árið1944. Mynd/British Royal Airforce Undanfarnar vikur hefur breski flugherinn verið við loftrýmisgæslu á Íslandi en þetta er í fyrsta sinn síðan í síðari heimsstyrjöldinni sem breski herinn hefur viðveru á Íslandi um lengri tíma. Síðast þegar breski flugherinn var með viðveru hér á landi, árið 1944, var efnt til fótboltaleiks á milli liðsmanna flughersins og íslensku Landhelgisgæslunnar. Nú 75 árum síðar á að endurtaka leikinn.Sjá einnig: Breski flugherinn á Íslandi í fyrsta sinn síðan í seinni heimsstyrjöld Þó skal tekið fram að flugherinn hefur haft viðkomu hér á landi síðan 1944 en ekki í jafn langan tíma og með jafn fjölmennt lið og núna. „Þetta verður mjög skemmtilegt. Það er búið að safna saman í lið,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Hann kveðst fullviss um að gæslan hafi betur en Bretarnir, enda sé gæslan með nokkur leynibrögð uppi í erminni. „Það sem Bretarnir vita ekki er að það eru nokkrir í liðinu hjá okkur með landsleiki að baki,“ segir Ásgeir. Meðal liðsmanna eru þeir Atli Jóhannsson og Tryggvi Sveinn Bjarnason sem báðir eiga fjölmarga leiki að baki með íslenska unglingalandsliðinu. Þá verður markvörðurinn Stefán Logi Magnússon einnig meðal leikmanna en hann á nokkra A-landsliðsleiki að baki.vísir/vilhelm„Það er gaman að fá tækifæri til að mæta Bretunum. Við eigum góðar minningar af leikjum við Breta,“ segir Ásgeir og vísar til sigurs Íslands á breska landsliðinu á EM í Frakklandi 2016. Sjálfur er Ásgeir þó ekki í liðinu. „Ég held að það sé best fyrir alla að ég sé ekki í liðinu,“ segir hann og hlær. Spurður hvort hann telji ekki líklegt að breski flugherinn sé með einhvers konar hernaðaráætlun segir Ásgeir það mjög líklegt, hann eigi ekki von á öðru. Hernaðaráætlun Landhelgisgæslunnar hljóti þó að vera betri.Víkingaklappið hafi stuðað enska liðið á EM 2016 Meðal leikmanna í liði breska flughersins er Callum Clowes „Við munum öll eftir því þegar Ísland vann England á EM 2016 og þeirra áhrifa sem víkingaklappið hafði á landsliðið okkar. Við erum með mikla hæfileika í liðinu okkar og eigum harma að hefna. Við vonum bara að það sama komi ekki fyrir okkur,“ segir Clowes en eftirvæntingin fyrir leiknum er ekki minni í hans herbúðum en meðal íslendinganna. Tvennum sögum fer aftur á móti af því hvernig leikurinn fór árið 1944. Ásgeir kveðst ekki trúa öðru en að Íslendingarnir hafi unnið leikinn en samkvæmt upplýsingum frá breska flughernum segir sagan þó að bikarinn hafi farið heim með Bretum. „Þetta er tækifæri fyrir Ísland til að jafna leikinn,“ segir Peter Lisney, fjölmiðlafulltrúi hjá breska flughernum. Síðast hafi Bretarnir farið af landi brott fljótlega eftir að þeir unnu bikarinn en þeir snéru aftur í nóvember á þessu ári með nýjan bikar í farteskinu, enda er ekki vitað hvað varð um gripinn sem Bretarnir unnu í leiknum 1944. Þessi sögulegi leikur konunglega breska flughersins og Landhelgisgæslunnar, þar sem keppt verður um NATO-bikarinn, fer fram í Reykjaneshöll klukkan 20:20 í kvöld. Öllum er frjálst að mæta og hvetja liðin til dáða.Ein af Typhoon-þotum breska flughersins á varnarsvæðinu í Keflavík.RAF/Cathy Sharples Fótbolti Landhelgisgæslan Reykjanesbær Utanríkismál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur breski flugherinn verið við loftrýmisgæslu á Íslandi en þetta er í fyrsta sinn síðan í síðari heimsstyrjöldinni sem breski herinn hefur viðveru á Íslandi um lengri tíma. Síðast þegar breski flugherinn var með viðveru hér á landi, árið 1944, var efnt til fótboltaleiks á milli liðsmanna flughersins og íslensku Landhelgisgæslunnar. Nú 75 árum síðar á að endurtaka leikinn.Sjá einnig: Breski flugherinn á Íslandi í fyrsta sinn síðan í seinni heimsstyrjöld Þó skal tekið fram að flugherinn hefur haft viðkomu hér á landi síðan 1944 en ekki í jafn langan tíma og með jafn fjölmennt lið og núna. „Þetta verður mjög skemmtilegt. Það er búið að safna saman í lið,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Hann kveðst fullviss um að gæslan hafi betur en Bretarnir, enda sé gæslan með nokkur leynibrögð uppi í erminni. „Það sem Bretarnir vita ekki er að það eru nokkrir í liðinu hjá okkur með landsleiki að baki,“ segir Ásgeir. Meðal liðsmanna eru þeir Atli Jóhannsson og Tryggvi Sveinn Bjarnason sem báðir eiga fjölmarga leiki að baki með íslenska unglingalandsliðinu. Þá verður markvörðurinn Stefán Logi Magnússon einnig meðal leikmanna en hann á nokkra A-landsliðsleiki að baki.vísir/vilhelm„Það er gaman að fá tækifæri til að mæta Bretunum. Við eigum góðar minningar af leikjum við Breta,“ segir Ásgeir og vísar til sigurs Íslands á breska landsliðinu á EM í Frakklandi 2016. Sjálfur er Ásgeir þó ekki í liðinu. „Ég held að það sé best fyrir alla að ég sé ekki í liðinu,“ segir hann og hlær. Spurður hvort hann telji ekki líklegt að breski flugherinn sé með einhvers konar hernaðaráætlun segir Ásgeir það mjög líklegt, hann eigi ekki von á öðru. Hernaðaráætlun Landhelgisgæslunnar hljóti þó að vera betri.Víkingaklappið hafi stuðað enska liðið á EM 2016 Meðal leikmanna í liði breska flughersins er Callum Clowes „Við munum öll eftir því þegar Ísland vann England á EM 2016 og þeirra áhrifa sem víkingaklappið hafði á landsliðið okkar. Við erum með mikla hæfileika í liðinu okkar og eigum harma að hefna. Við vonum bara að það sama komi ekki fyrir okkur,“ segir Clowes en eftirvæntingin fyrir leiknum er ekki minni í hans herbúðum en meðal íslendinganna. Tvennum sögum fer aftur á móti af því hvernig leikurinn fór árið 1944. Ásgeir kveðst ekki trúa öðru en að Íslendingarnir hafi unnið leikinn en samkvæmt upplýsingum frá breska flughernum segir sagan þó að bikarinn hafi farið heim með Bretum. „Þetta er tækifæri fyrir Ísland til að jafna leikinn,“ segir Peter Lisney, fjölmiðlafulltrúi hjá breska flughernum. Síðast hafi Bretarnir farið af landi brott fljótlega eftir að þeir unnu bikarinn en þeir snéru aftur í nóvember á þessu ári með nýjan bikar í farteskinu, enda er ekki vitað hvað varð um gripinn sem Bretarnir unnu í leiknum 1944. Þessi sögulegi leikur konunglega breska flughersins og Landhelgisgæslunnar, þar sem keppt verður um NATO-bikarinn, fer fram í Reykjaneshöll klukkan 20:20 í kvöld. Öllum er frjálst að mæta og hvetja liðin til dáða.Ein af Typhoon-þotum breska flughersins á varnarsvæðinu í Keflavík.RAF/Cathy Sharples
Fótbolti Landhelgisgæslan Reykjanesbær Utanríkismál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Sjá meira