Landhelgisgæslan og breski flugherinn endurtaka leikinn 75 árum síðar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. desember 2019 09:30 Þessi mynd var tekin af liði breska flughersins þegar þeir mættu Landhelgisgæslunni á Íslandi árið1944. Mynd/British Royal Airforce Undanfarnar vikur hefur breski flugherinn verið við loftrýmisgæslu á Íslandi en þetta er í fyrsta sinn síðan í síðari heimsstyrjöldinni sem breski herinn hefur viðveru á Íslandi um lengri tíma. Síðast þegar breski flugherinn var með viðveru hér á landi, árið 1944, var efnt til fótboltaleiks á milli liðsmanna flughersins og íslensku Landhelgisgæslunnar. Nú 75 árum síðar á að endurtaka leikinn.Sjá einnig: Breski flugherinn á Íslandi í fyrsta sinn síðan í seinni heimsstyrjöld Þó skal tekið fram að flugherinn hefur haft viðkomu hér á landi síðan 1944 en ekki í jafn langan tíma og með jafn fjölmennt lið og núna. „Þetta verður mjög skemmtilegt. Það er búið að safna saman í lið,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Hann kveðst fullviss um að gæslan hafi betur en Bretarnir, enda sé gæslan með nokkur leynibrögð uppi í erminni. „Það sem Bretarnir vita ekki er að það eru nokkrir í liðinu hjá okkur með landsleiki að baki,“ segir Ásgeir. Meðal liðsmanna eru þeir Atli Jóhannsson og Tryggvi Sveinn Bjarnason sem báðir eiga fjölmarga leiki að baki með íslenska unglingalandsliðinu. Þá verður markvörðurinn Stefán Logi Magnússon einnig meðal leikmanna en hann á nokkra A-landsliðsleiki að baki.vísir/vilhelm„Það er gaman að fá tækifæri til að mæta Bretunum. Við eigum góðar minningar af leikjum við Breta,“ segir Ásgeir og vísar til sigurs Íslands á breska landsliðinu á EM í Frakklandi 2016. Sjálfur er Ásgeir þó ekki í liðinu. „Ég held að það sé best fyrir alla að ég sé ekki í liðinu,“ segir hann og hlær. Spurður hvort hann telji ekki líklegt að breski flugherinn sé með einhvers konar hernaðaráætlun segir Ásgeir það mjög líklegt, hann eigi ekki von á öðru. Hernaðaráætlun Landhelgisgæslunnar hljóti þó að vera betri.Víkingaklappið hafi stuðað enska liðið á EM 2016 Meðal leikmanna í liði breska flughersins er Callum Clowes „Við munum öll eftir því þegar Ísland vann England á EM 2016 og þeirra áhrifa sem víkingaklappið hafði á landsliðið okkar. Við erum með mikla hæfileika í liðinu okkar og eigum harma að hefna. Við vonum bara að það sama komi ekki fyrir okkur,“ segir Clowes en eftirvæntingin fyrir leiknum er ekki minni í hans herbúðum en meðal íslendinganna. Tvennum sögum fer aftur á móti af því hvernig leikurinn fór árið 1944. Ásgeir kveðst ekki trúa öðru en að Íslendingarnir hafi unnið leikinn en samkvæmt upplýsingum frá breska flughernum segir sagan þó að bikarinn hafi farið heim með Bretum. „Þetta er tækifæri fyrir Ísland til að jafna leikinn,“ segir Peter Lisney, fjölmiðlafulltrúi hjá breska flughernum. Síðast hafi Bretarnir farið af landi brott fljótlega eftir að þeir unnu bikarinn en þeir snéru aftur í nóvember á þessu ári með nýjan bikar í farteskinu, enda er ekki vitað hvað varð um gripinn sem Bretarnir unnu í leiknum 1944. Þessi sögulegi leikur konunglega breska flughersins og Landhelgisgæslunnar, þar sem keppt verður um NATO-bikarinn, fer fram í Reykjaneshöll klukkan 20:20 í kvöld. Öllum er frjálst að mæta og hvetja liðin til dáða.Ein af Typhoon-þotum breska flughersins á varnarsvæðinu í Keflavík.RAF/Cathy Sharples Fótbolti Landhelgisgæslan Reykjanesbær Utanríkismál Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun Rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur breski flugherinn verið við loftrýmisgæslu á Íslandi en þetta er í fyrsta sinn síðan í síðari heimsstyrjöldinni sem breski herinn hefur viðveru á Íslandi um lengri tíma. Síðast þegar breski flugherinn var með viðveru hér á landi, árið 1944, var efnt til fótboltaleiks á milli liðsmanna flughersins og íslensku Landhelgisgæslunnar. Nú 75 árum síðar á að endurtaka leikinn.Sjá einnig: Breski flugherinn á Íslandi í fyrsta sinn síðan í seinni heimsstyrjöld Þó skal tekið fram að flugherinn hefur haft viðkomu hér á landi síðan 1944 en ekki í jafn langan tíma og með jafn fjölmennt lið og núna. „Þetta verður mjög skemmtilegt. Það er búið að safna saman í lið,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Hann kveðst fullviss um að gæslan hafi betur en Bretarnir, enda sé gæslan með nokkur leynibrögð uppi í erminni. „Það sem Bretarnir vita ekki er að það eru nokkrir í liðinu hjá okkur með landsleiki að baki,“ segir Ásgeir. Meðal liðsmanna eru þeir Atli Jóhannsson og Tryggvi Sveinn Bjarnason sem báðir eiga fjölmarga leiki að baki með íslenska unglingalandsliðinu. Þá verður markvörðurinn Stefán Logi Magnússon einnig meðal leikmanna en hann á nokkra A-landsliðsleiki að baki.vísir/vilhelm„Það er gaman að fá tækifæri til að mæta Bretunum. Við eigum góðar minningar af leikjum við Breta,“ segir Ásgeir og vísar til sigurs Íslands á breska landsliðinu á EM í Frakklandi 2016. Sjálfur er Ásgeir þó ekki í liðinu. „Ég held að það sé best fyrir alla að ég sé ekki í liðinu,“ segir hann og hlær. Spurður hvort hann telji ekki líklegt að breski flugherinn sé með einhvers konar hernaðaráætlun segir Ásgeir það mjög líklegt, hann eigi ekki von á öðru. Hernaðaráætlun Landhelgisgæslunnar hljóti þó að vera betri.Víkingaklappið hafi stuðað enska liðið á EM 2016 Meðal leikmanna í liði breska flughersins er Callum Clowes „Við munum öll eftir því þegar Ísland vann England á EM 2016 og þeirra áhrifa sem víkingaklappið hafði á landsliðið okkar. Við erum með mikla hæfileika í liðinu okkar og eigum harma að hefna. Við vonum bara að það sama komi ekki fyrir okkur,“ segir Clowes en eftirvæntingin fyrir leiknum er ekki minni í hans herbúðum en meðal íslendinganna. Tvennum sögum fer aftur á móti af því hvernig leikurinn fór árið 1944. Ásgeir kveðst ekki trúa öðru en að Íslendingarnir hafi unnið leikinn en samkvæmt upplýsingum frá breska flughernum segir sagan þó að bikarinn hafi farið heim með Bretum. „Þetta er tækifæri fyrir Ísland til að jafna leikinn,“ segir Peter Lisney, fjölmiðlafulltrúi hjá breska flughernum. Síðast hafi Bretarnir farið af landi brott fljótlega eftir að þeir unnu bikarinn en þeir snéru aftur í nóvember á þessu ári með nýjan bikar í farteskinu, enda er ekki vitað hvað varð um gripinn sem Bretarnir unnu í leiknum 1944. Þessi sögulegi leikur konunglega breska flughersins og Landhelgisgæslunnar, þar sem keppt verður um NATO-bikarinn, fer fram í Reykjaneshöll klukkan 20:20 í kvöld. Öllum er frjálst að mæta og hvetja liðin til dáða.Ein af Typhoon-þotum breska flughersins á varnarsvæðinu í Keflavík.RAF/Cathy Sharples
Fótbolti Landhelgisgæslan Reykjanesbær Utanríkismál Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun Rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira